Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 5
Sauðfjárrœktin
er á uppleið
Aðalsteinn Jónsson og
Ólavía Sigmarsdóttir búa
sauðfjárbúi í Klausturseli á
Jökuldal með um 330 vetrarfóðraðar
kindur. Þau eru á hinni svokölluðu
0,7 reglu og hafa náð mjög góðum
afurðum af fénu.
Aðalsteinn og Ólavía eiga fjögur
böm, Henný Rósu, Sigmar Jón, Æv-
ar Þorgeir 8 ára og Martein Óla 6
ára. Henný er sjúkraliði á Egilsstöð-
um en Sigmar er í Verkmenntaskól-
anum á Neskaupstað. Aðalsteinn er
borinn og bamfæddur í Klausturseli
en Ólavía er úr Laugarási í Biskups-
tungum.
Reyndar eru talsvert fleiri dýr en
sauðfé á bænum því að heima við
bæinn em nokkur hreindýr, auk
þeirra sem ganga á heiðinni. Villi-
refur er í búri, ótrúlega spakur, en
einnig eru endur, álft og angórakan-
ínur, auk fjögurra hrossa og tveggja
heimilishunda. Síðastliðið sumar
komu þau upp vísi að dýragarði.
Ólavía vinnur úr hreindýraskinni og
selur alla framleiðsluna í vinnustofu
sem byggð var við bæinn.
Aðalsteinn hefur tekið talsverðan
þátt í félagsstörfum og í ágúst sl. var
hann kjörinn formaður Landssam-
taka sauðfjárbænda. Hann tók við
starfi af Amóri Karlssyni í Amar-
holti. Blaðamaður Freyrs tók hús á
honum og ræddi við hann um Lands-
samtökin og fleira.
Hver eru helstu verkefnin sem
Landssamtök sauðfjárbænda (LS)
vinna að?
Búnaðarþing er að hefjast og þarf að
undirbúa mörg mál fyrir það en aðal-
málið er alltaf hið sama, kjarabar-
átta. Finna þarf leiðir til að lækka
Rætt vid Adalstein Jónsson
í Klaustusrseli,
formann Landssamtaka
sauðfjárbænda
aðfangaverð og vaxtakostnað og kindakjöti og þá óttast menn að
auka tekjur. Hinn 1. september 1998 verðið lækki og því er verið að at-
verður verðlagning gefin frjáls á huga hvaða leiðir em færar og skyn-
Ólavía Sif’marsdóttir og Aðalsteinn Jónsson í Klausturseli með yngstu synina, þá
Martein Óla og Ævar Þorgeir. Freysmynd.
Freyr 2/98 - 5