Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 34

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 34
Geitdal og Fenrir 95-149, samanrekinn holdakögull, en ullargallaður, sonur Fenris 92-971. A Völlum var bestur hrúta Svartur 96-135 á fé- lagsbúinu í Lundi, þétt- vaxinn og lágfættur, sonur Blævars 90-974. I Eskifirði komu lil sýningar snotrir vetur- gamlir hrútar frá Utstekk, Kollur og Glæsir. Þá var Aron í Stóru-Breiðuvík feikilega væn og sterkleg kind. Baddi 93-004 í Þemu- nesi er ræktarlegasti koll- óttur hrútur sem fyrir augu bar á Austurlandi í haust. Þessi hrútur er frá Kristj- áni á Melum í Arnes- hreppi. Hann er feikilega jafnvaxinn og holþéttur með gríðarlega góð læra- hold. Hjá Friðrik í Hafra- nesi voru sýndir mjög góðir kollóttir hrútar, tveir synir Gests 92-281, Gassi og Þristur, voru þeirra bestir. í Breiðdal er forvitni- legt fjárskiptafé. Doktor 93-703 á Hlíðarenda er sterkbyggð og jafnvaxin holdakind. Vetugömlu hrútamir á Gilsá, Bliki 96- 122 og Mjaldur 96-121, báðir frá Gerði í Suður- sveit og Skjanni 96-129 frá Smyrlabjörgum í sömu sveit em allir mjög athygl- isverðar kindur. A Austurlandi er feiki- lega mikið verk að vinna í fjárræktinni á næstu árum. Efstu hrútar Austur-Skaftafellssýslu: Til liœgri Breði á Svínafelli 1 og til vinstri Göltur á Hofi 1 frá Svínafelli I. Ljósm. Halla Eygló Sveinsdóttir. Því miður er vofa riðu- veikinnar enn á svæðinu, en þrátt fyrir það er nauð- synlegt að taka til hönd- um. A þeim svæðum þar sem ekki hafa farið fram fjárskipti er í heildina ekki að finna mikið af lang- ræktuðu fé og í tveim syðstu sveitunum, Ham- arsfirði og Álftafirði, er sýningarhaldi og ræktun- arstarfi lítt sinnt. Þar sem fjárskipti hafa farið fram er fjárstofn að vonum veralega breytilegur, þó að hann sé góðu heilli að stórum hluta fenginn af svæðum þar sem fyrir var traust ræktun. Almenn skoðun virðist einnig vera að hið nýja fé sé um margt mun kostameira en það sem féll og afurðasemi þess virðist víða miklu meiri en áður þekktist þar eystra. Þau vinnubrögð sem geta skilað árangri þekkja menn. Nauðsynlegt er að afla traustrar þekkingar á fjárstofninum með góðu skýrsluhaldi. Síðan þarf að vanda líflambaval og nýta þar þá möguleika á skipulegan hátt sem óm- sjármælingamar veita. Yf- irburða erfðaefni sækja menn síðan til kynbóta með notkun sæðinga og ef til vill einnig að hluta með því að sækja kynbótahrúta í öflugustu ræktunarsveitir á fjárkaupasvæðum. Austur- Skaftafellssýsla Sýningar voru á vetur- gömlum hrútum í öllum sveitum sýslunnar í byrjun október. Samtals vora sýndir 110 hrútar og voru 105 þeirra veturgamlir. Veturgömlu hrútamir voru að jafnaði 75,9 kg að þyngd og fékk 81 þeirra eða 77% I. verðlaun. Nú voru sýndir verulega fleiri veturgamlir hrútar en fyrir fjórum áram en vænleiki þeirra var umtalsvert minni en þá og munar þar rúmum 6 kg. I Lóni var besti hrútur Strúi 96-515 hjá Bjarna og Olgu í Brekku. Þetta er jafnvaxinn hrútur með mjög góð mala- og læra- hold, en aðeins gulkuskot- inn á ull og ber einkenni föður síns, Búts 93-982. I Nesjum var Vöðvi 96-136 hjá Bjama og Ás- hildi í Fomustekkum best- ur hrúta, bakþykkur og sterklegur hrútur. Á Mýram stóðu efstir albræðumir Bætir 96-026 í Holtaseli og Máni 96- 045 í Nýpugörðum. Þeir eru synir Mjaldus 93-985. Þessir hrútar era eins og steyptir í sama mót, ákaf- lega jafnvaxnir, holdþéttir og prúðar kindur. I Suðursveit stóðu efst- ir Fleygur 96-244 og Bjarki 96-246 á Smyrla- björgum, Fleygur fæddur í Lækjarhúsum, og Kalsi 96-257 í Lækjarhúsum, Hrútar Skoðaðir í Bjarnanesi í Austur-Skaftafellssýslu. Ljósm. Halla Eygló Sveinsdóttir. 34 - Freyr 2/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.