Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1998, Síða 26

Freyr - 01.03.1998, Síða 26
gríðar vænn, útlögumikill og þéttholda með góða ull. Kútur er einn af albestu kollóttu hrútunum sem komu til skoðunar á Vest- urlandi í haust. Hamar á Sámsstöðum (frá Stein- um), undan Kletti 89930, mældist með þykkan en jafnframt einstaklega vel lagaðan bakvöðva. I Borgarbygg voru skoðaðir allmargir hrútar. Hrútur nr. 96-245 í Hjarð- arholti, undan Hnykk 91- 958, er feikna vænn með breitt og holdgróið bak og holdfylltan afturpart. Hrútur nr. 96-243 einnig frá Hjarðarholti og undan Sólon 93-977 skar sig úr kollóttu hrútunum fyrir breitt og sterkt bak og þykkan lærvöðva. Kútur 96-156, undan Blævari 90-974, og Andri 96-155, undan Dropa 91-975, báð- ir frá Steinum eru ákaflega jafnvaxnir og ullargóðir hrútar. Fótur 96-585 og Runur 96-586 frá Dýra- stöðum, báðir undan Dropa 91-975, dæmdust best á sýningu í Norðurár- dal, þeir eru útlögumiklir, bak og lærasterkir. Sláni 96-916 frá Staðarhrauni, undan Álfi 90-973, er jafnvaxinn, sívalur og prúður hrútur og stóð hann efstur á sýningu í hinum gamla Hraunhreppi. Frá Lækjarbug komu Trausti 96-510, undan Hörva 92-972, harðholda fremur langur hrútur með góð læri og Tumi 96-507, undan Val 90-934, afar lágfættur og þéttholda. I Álftaneshreppi komu fáir hrútar til skoðunar en Grimmur frá Leirulæk stóð þar fremstur með sterkt bak og holdugan afturpart. Snæfelisnes- og Hnappadalssýsla Mikil þátttaka var í sýn- ingarhaldi á Snæfellsnesi og sýndir samtals 205 hrútar. Af þessum hrútum voru 12 eldri hrútar en 193 veturgamlir. Veturgömlu hrútamir voru 82,4 kg að þyngd að jafnaði sem er talsvert meiri vænleiki en hjá jafnöldrum þeirra haustið áður. Af hrútunum fengu 184 1. verðlaun eða rúm 95% sem verður að teljast frábær árangur. I sýslunni fór skoðun yfirleitt fram á sameigin- legum sýningum þó að eitt- hvað sé um að hrútar séu skoðaðir heima á bæjum. I Kolbeinsstaðahreppi hafa löngum verið haldnar stærstu sameiginlegu sýn- ingamar á Snæfellsnesi þrátt fyrir að alltaf sé þó- nokkur hluti hrútanna skoðaður heima á bæjum. Alls komu til dóms 66 hrútar í hreppnum þar af 63 veturgamlir og 46 á sameiginlegri sýningu. Margir eftirtektarverðir hrútar komu til skoðunar og eru þeir helstir eftir- farandi: Snær 96-542 frá Haukatungu-Syðri, undan Dropa 91-975, var hæst dæmdur en hann er útlögu- og skrokkmikill með frá- bær læri og góða ull. Angi 96-540 og Moli 96-541, báðir einnig frá Hauka- tungu-Syðri og Bjarmi frá Krossholti allir synir Álfs 90-973 eru jafnvaxnir og þéttholda. Hamar 96-164 frá Haukatungu-Ytri, und- an Rút Fólasyni, hefur sér- lega hörð og mikil bak- hold auk góðra herða og læraholda. Skröggur 96- 655, undan Fenri 92-971, er afar álitlegur hrútur, langvaxinn og vænn með feikna sterkt og holdugt bak, kom frá Mýrdal ásamt Skratta 96-653 und- an Skolla 94-641 en hann er allur jafnari að gerð en með lakari ull. Tveggja vetra hrútinn Efa 95-493 frá Snorrastöðum er vert að nefna en hann hefur frábær bak- og lærahold. I Eyja- og Miklaholts- hreppi voru haldnar tvær sýningar vegna sauðfjár- veikivarnargirðingar sem skiptir hreppnum. Álitleg- ustu hrútamir vom Brodd- ur 96-154 og Nagli 96- 153 frá Dalsmynni, báðir undan Hörva 92-972, og báðir með mikil og hörð bakhold og ágæt læri, skapsmunir mættu hins vegar vera betri. Vafi Skjannason (92-968) frá Hrútsholti kom best út af kollóttu hrútunum en hann er skrokkmikill með ágæt bak- og lærahold. Suðri 96-620 frá Hjarðarfelli, undan Kletti 89-930, var best dæmdur á sýningu þar. Hann er rígvænn holdahnaus með mjög góð lærahold en full stuttur. Þá má nefna Lepp 96-617 Hörvason (92-972), einn- ig frá Hjarðarfelli, útlögu- mikill og jafnvaxinn. I Snæfellsbæ vom haldnar þrjár sýningar sem tóku nánast yfir sömu svæði og gömlu hreppa- mörkin sögðu til um. 1 Staðarsveit vom álitleg- ustu hrútamir að þessu sinni í Hoftúnum en þar stóð efstur á sýningu hrút- ur nr. 498 undan Bjarti 93- 800 á Hjarðarfelli. Þessi hrútur er ákaflega jafn- vaxinn og þéttholda með frábæra ull. Leifur Álfs- son (90-973) er jafnvax- inn með góð bakhold og Blævar Blævarsson (90- 974) með öflug lærahold. I Breiðuvík völdust besdr tveir synir Gnýs 91-967 þeir Dropi 96-607 og Snær 96-608, báðir frá Knerri, þeir hafa báðir vel holdfylltan afturpart og góða ull. I hinum gömlu Fróðár- og Neshreppum komu til sýningar eins og svo oft áður all margir áhugaverðir hrútar. Fyrst- an skal nefna Tvist í eigu Ottars Sveinbjömssonar á Hellissandi en frá Máva- hlíð undan Amor 94-051 Fólasyni. Tvistur er gríðar vænn og langvaxinn með sterkt, breitt og afar hold- ugt bak ásamt miklum læraholdum. Mjaldur 96- 577 frá Brimilsvöllum, undan Þrótti 95-572, hefur mjög holdugan afturpart, góða ull og gott samræmi. Búi 96-462 í Tungu en frá Mávahlíð undan skjaldar- hafa síðustu héraðssýning- ar, Spak 93-049, er ákaf- lega jafnvaxinn, sívalur og þéttholda hvar sem á hann er litið. Bunki 96-001 undan Kletti 89-930 er einnig jafnvaxinn, og þétt- holda með mikil lærahold en full stuttur. Hann er frá Mávahlíð eins og Adam 96-004 Skjannason (92- 968) sem er feikna vænn og langvaxinn með breitt, sterkt og holdugt bak. 1 Eyrarsveit dæmdust best eins og svo oft áður hrútar frá Berserkseyri, má þar nefna Gjafa undan Prúð 95-611. Hann er jöt- unvænn með frábær bak-, mala- og lærahold, þá er 26- Freyr 2/98

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.