Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 7

Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 7
Aðalsteinn gefur hreindýrunum fjallagrös sem þau eru mjög sólgin í. Freysmynd. umbun erfiðis síns. Nýja matið mun ýta á bændur að framleiða meira af vöðvum en beinum. Núgildandi kjötmat hefur farið illa með ræktunarstarfið, vel byggt og vel holdfyilt fé hefur fítufallið frekar en grófbyggðara fé. Af þeim sökum hafa bændur dregið úr rækt- unarstarfinu og grófbyggðu, vöðva- rýru fé hefur fjölgað á síðstu árum. Það hefur eingöngu verið fitumælt og enginn greinarmunur gerður á vöðvum og beinum og megnið af kjötinu farið í 1. flokk. Eg óttast að einhverjir bændur fari illa út úr þessu mati meðan þeir eru að aðlaga sig. A sæðingarstöðvunum er mikið framboð af góðum hrútum, sem gætu bætt stöðuna fljótt hjá ýmsum en besta flokkunin næst ekki nema með langri markvissri ræktun. Om- mælingar eru nauðsynlegar í rækt- unarstarfinu. Það breytir öllu að geta mælt vöðvaþykktina á lifandi grip- um og ætti að hjálpa bændum við að fá betri flokkun á föllin. Er erfítt að lengja sláturtímann? Það á ekki að vera neitt vandamál fyrir okkur að lengja sláturtímann. Mér sýnist allt stefna í að boðið verði upp á ferskt dilkakjöt hálft ár- ið. Við Austftrðingar erum aftur á móti langt frá markaðnum. Það er mun ódýrara að flytja frosið kjöt en ferskt því að plássið nýtist betur. Að vísu er nautakjötið flutt ferskt og það getur vel farið svo að við verð- um að sætta okkur við að flytja dilkakjötið ferskt. Við getum slátrað fyrir heimamarkað frá júlí og fram í desember en markaðurinn þarf að gefa hærra verð utan hefðbundins sláturtíma. Það fé sem yrði slátrað fyrr þyrfti að hafa heima við en auð- velt ætti að vera að eiga við slátrun seinna að haustinu. Hvernig heldur þú að þróunin á sauðfjárbúum verði á næstu árum? Það verður vonandi til talsverður fjöldi af hreinum sauðfjárbúum en alltaf verða einhverjir sem stunda sauðfjárbúskap sem hlutastarf. Mörg hrein sauðfjárbú eru of lítil í dag og til þess að lifa af verða þau að stækka talsvert en hversu mikið er erfitt að segja. Ég tel að 400-500 ær- gilda greiðslumark sé lágmark til að framfleyta fjölskyldu ef það tekst að halda uppi verði á kjöti og uli. Mikið stærri bú eru líklega orðin of vinnu- frek til að vera hagkvæm fyrir fjöl- skyldu. Það er hlutverk rannsókna- starfsins og leiðbeiningaþjónustunn- ar að þróa aðferðir og aðstöðu og leiðbeina bændum um hagkvæm vinnubrögð við búskapinn. Telur þú að stefna beri að lífræn- um sauðfjárbúskap? Það er mun erfiðara með lífrænan búskap heldur en vistrænan. Þá er strax komin hætta á ofnotkun á landi. Ef við ætlum að fara út í víð- tæka framleiðslu með lífrænum hætti þá erum við að hverfa til bú- skaparhátta sem viðhafðir voru frá landnámi og fram á þessa öld. Bú- Freyr 2/98 — 7

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.