Freyr - 01.03.1998, Blaðsíða 37
en það voru þeir Lás (85
stig) Guðmundar Sigur-
jónssonar sem er kollóttur
undan Svani 92-966, og
Bútssonur (85 stig) frá
Skúla Steinssyni. Lás er
ákaflega glæsilegur hrútur
jötunvænn og hreinhvítur.
Bútssonur Skúla er holda-
köggull sem ber svipmót
föður síns í ríkum mæli. I
Hraungerðishreppi komu
tveir frábærir einstakling-
ar á sýningu, báðir frá
Oddgeirshólum en það
voru þeir Mídas (86.5
stig) sem er sonur Topps
og Hvalur (86 stig) sem er
undan Mjaldri 93-985.
Mídas er að mörgu leyti
líkur Topp föður sínum,
sem efstur stóð á síðustu
héraðssýningu, og eru ein-
stök lærahold hans helsti
kostur. Hvalur er mjög
jafn og vel gerður hrútur
og eru einstök bakhold
besti eiginleiki hans.
I Skeiðahreppi var að
venju harður slagur um
efsta sætið en að þessu
sinni varð hlutskarpastur
Veggur Jökuls Helgasonar
á Osabakka með 86,5 stig,
Veggur er undan Mjaldri
93-985 og er hann jafn-
vaxinn, ákaflega vel hold-
fylltur í baki mölum og
lærum og vel hvítur, annar
í röð varð Biti frá Hafliða
Sveinssyni Osabakka, en
Biti er sonur Búts 93-982
og öfga kind að mörgu
leyti, hann hefur 43 mm
bakþykkt og frábæra hold-
fyllingu í lærum en því
miður hefur hann einnig
erft gular illhærur í ull frá
föður sínum. Biti er lík-
legur til að skila miklum
framförum í kjötgæðum
en það þarf að velja ær
sérstaklega undir hann
með tilliti til ullar. Þriðji
hrúturinn sem vert er að
minnast á frá þessari sýn-
ingu er Drengur frá Kíl-
hrauni sem er undan Mola
93-986. Drengur er fáguð
kind og holdgróinn en
alltof gulur á ull.
Ohætt er að halda því
fram að óvíða finnist jafn
sterkur hrútastofn og í
Gnúpverjahreppi, fer þar
saman langt ræktunarstarf
frábærra fjármanna, góð
skilyrði til sauðfjárræktar
og almennur áhugi fyrir
sauðfjárrækt. Þrír efstu
hrútamir sem fremstir
stóðu meðal jafningja
voru þessir: Svali frá As-
um (85,5stig) undan
Djákna 93-983, Alli frá
Húsatóftum (85,5 stig)
sem er undan Glampa 93-
984 í eigu Hjalta Gunnars-
sonar í Fossnesi og Fáni
frá Eystra-Geldingaholti,
einnig undan Glampa.
I Hrunamannahreppi
var efsti hrútur sýningar-
innar Neisti í Langholts-
koti (85,5 stig) sem í móð-
urætt er upprunninn af
Snæfellsnesi en fjárskipta-
fé er í Langholtskoti og
hefur tekist sérlega vel til
með að endumýja þann
kostamikla stofn sem þar
var fyrir. Faðir Neista er
Glampi 93-984. Að öðm
leyti var sýningin í Hmna-
mannahreppi mjög sterk
og em mörg öflug fjárbú í
hreppnum.
Bestu hrútamir í Laug-
ardal vom hjá Herði og
Maríu á Böðmóðsstöðum
en það voru þeir Kappi
(85,5 stig) undan Glampa
93-984 og Grobbi (86
stig) sem er sonur Gláms
Þéttissonar. Báðir þessir
hrútar vom afburða hold-
þéttir og læragóðir. Mikill
fjárræktaráhugi er hjá fjár-
bændum í Laugardal og
hafði Láms Kjartansson í
Austurey sem lést á síð-
asta ári forystu fyrir þeim
um langt árabil.
Litlar framfarir hafa
orðið í fjárrækt í Gríms-
nesi síðustu árin og er þar
almennt sinnuleysi gagn-
vartræktunarstarfi. í Þing-
vallasveit var ágætlega vel
sótt sýning en þar em
starfandi nokkur ágæt
fjárbú. Ræktunarstarfið í
Grafningi gengur of hægt.
Þar er þar fyrst og fremst
um að kenna ófullkomnu
skýrsluhaldi og tilviljana-
kenndri notkun sæðinga.
Eitt fjárbú í Ölfushreppi
stendur algerlega upp úr í
ræktunarlegu tilliti en það
er bú Þórarins Snorrason-
ar í Vögsósum, er þar bæði
kollótt og hymt fé í besta
flokki. Tveir kollóttir
hrútar vöktu verulega at-
hygli í haust en það vom
þeir Spakur undan Mel
92- 978 og Þór undan
Bjarka. Báðir hlutu þessir
hrútar 85 stig og em þeir
þroskamiklir og holdþétt-
ir. Hymdur sonur Glampa
93- 984, Hængur að nafni,
hlaut einnig prýðilega út-
komu á sýningunni, 85
stig. Mjög verðmætir eig-
inleikar búa í fénu á Vögs-
ósum og væri mikill feng-
ur af að fá búið til uppgjörs
í sameiginlegu skýrslu-
haldi fjárræktarfélaganna.
Eins og lesa má úr þeim
texta sem er hér í blaðinu
þá gætir áhrifa sæðinga
feikilega mikið í hrúta-
stofninum. Af veturgömlu
hrútunum sem fá I. verð-
laun em rúm 43% skráð
undan sæðingahrútum, þó
að hrúta þannig tilkomna
sé alls ekki að finna um
allt land. I töflu er gefið
yfirlit um 15 hrúta sem
áttu 20 veturgamla syni
eða fleiri á meðal I. verð-
launa hrútanna. Þama
koma glöggt fram áhrif
Sæðingarstöð-
ur hrúta sem
áttu 20 eða
fleiri sýnda I.
verðlaunahrúta
veturgamla
haustið 1997
Hnykkur 91-958 86
Alfur 90-973 76
Hörvi 92-972 65
Glampi 93-984 53 \
Dropi 91-975 46
Sólon 93-977 43
Klettur 89-930 41
Skjanni 92-968 41
Bútur 93-982 38
Djákni 93-983 34
Blævar 90-974 32
Mjaldur 93-985 31
Galsi 93-963 27
Gnýr 91-967 25
Melur 92-978 20
góðrar sýningarþátttöku á
Vesturlandi og þess að
yfirleitt er notkun á ein-
stökum hrútum ívíð meiri
frá þeirri stöð en stöðinni í
Laugardælum.
Ekki þykir ástæða til að
fara frekari orðum um
einstaka bræðrahópa.
Margir úrvalseinstakling-
ar úr þeim em þegar
nefndir í texta hér að
framan. Hitt er ljóst að
hrútar sem skila jafn stór-
um hópi góðra einstak-
linga á meðal sona sinna
hljóta að vera vel valdar
kynbótakindur.
Freyr 2/98 - 37