Freyr - 01.03.1999, Side 36
fjórum reitum, á tvo af þeim reitum
var kúm beitt á haustin 1969 og
1970. Niðurstöðurnar sjást í töflu 3.
Notuð var Heuma hjólmúgavél.
Léttur rakstur þýddi að tindar
vélarinnar hvíldu með um 6 kg
þunga á túninu. Þungur rakstur var
það þegar tindarnir hvíldu með 18
kg þunga á túninu, þ.e. með fullum
þunga.
Eins og sjá má á uppskeru-
tölunum er munur á uppskeru
eftir aðferðum við heyskapinn
óverulegur. Það var heldur ekki
veruleg uppskerurýrnun eftir því
hvort kúm hafði verið beitt á
landið nýræktarárið og haustið
eftir.
Árið 1970 var metið hve mikið
vélarnar rifu upp á tveimur til-
raunaliðum, niðurstöðuna má sjá á
súluritinu.
Það virtist sem för eftir klaufir
kúnna í grassverðinum hafi orðið til
þess að múgavélin reif frekar upp
plöntur.
í athugun sem gerð var ný-
ræktarárið, 1969, kom í Ijós að það
voru fyrst og fremst vallarfoxgras-
plöntur sem rifnuðu upp. Á móti
hverri einni plöntu af
vallarsveifgrasi eða túnvingli sem
rifnuðu upp, lágu tvær plöntur af
vallarfoxgrasi í valnum.
Áhrif greiðusláttuvéla,
siáttutætara og sláttu-
þyrlu á uppskeru.
Tilraun nr. 154-64.
Landið, sem tilraunin var á,
var ræst fram árið 1960 og plægt
og kýft næsta ár. Árið 1963 var
flagið tætt og sáð í það A-blöndu
SÍS. Niðurstöðurnar má sjá í töflu
4.
Árin 1964 og 1965 voru c-og d-
liðir slegnir með sláttutætara en
1966-1969 voru þeir slegnir með
sláttuþyrlu. Það var dálítil mold
saman við grasið sem slegið var
með sláttutætara og sláttuþyrlu,
þess vegna eru uppskerutölurnar af
c- og d-liðum ef til vill full háar.
í töflu 5 sjást niðurstöður
gróðurathugana sem gerðar voru
með oddamælingu. Það vekur
furðu að öllu meira virðist vera af
vallarfoxgrasi þegar slegið var
nærri með sláttuvélunum. Hins
vegar var meira um eyður þegar
slegið var með sláttutætara og
sláttuþyrlu. eins og flestum hefði
þótt líklegt.
Árin 1964-1967 var prótein
mælt í uppskerunni. Það voru
nokkur vandkvæði á að mæla
próteinið vegna þess hve skítugt
grasið var af reitunum, sem
slegnir voru með sláttutætara. Það
var ekki unnt að sjá á tölunum að
það væri munur á þeim eftir því
hvort slegið var nærri eða fjarri.
Tölurnar um prótein voru notaðar
til að reikna út hve mikið
köfnunarefni var tekið upp.
Tölurnar sem sjást í töflu 6 gefa
til kynna að það sem tekið var með
uppskeru af köfnunarefni hafi verið
um það bil sama magna og borið
var á.
Lega heyflekkja á túni.
Tilraun nr. 235-69.
Gerð var ein tilraun til að athuga
hvort það hefði áhrif á sprettu túna
að heyflekkir lægju í langan tíma á
túninu. Niðurstöðurnar eru settar
upp í töflu 7.
Árið 1971 var töluverð úrkoma
í júlímánuði, eða 85,2 mm. Árið
eftir var gott sprettuár en
óþurrkasamt. Önnur ár var ekki
mikill munur á uppskeru liða.
Hugsanlegar skýringar á því
Tafla 3. Áhrif heyvinnuvéla á uppskeru túna 1969-1972. Uppskera hey hkg/ha, meðaltal 4 ára.
Ekki beitt 1969 og 1970 Beitt
a. Rakað með hrífu, ekki ekið á reitunum. 50,4 51,5
b. Rakað með hrífu og ekið á reitunum í samræmi við liði c og d. 48,8 49,7
c. Heyi rakað létt með hjólmúgavél, tvær umferðir. 50,8 49,9
d. Heyi rakað þungt með hjólmúgavél, tvær umferðir. e. Rakað létt með hjólmúgavél, ein umferð með heyi 50,9 47,6
og tvær umferðir á auðu túninu. f. Rakað þungt með hjólmúgavél, ein umferð með heyi 51,3 48,2
og tvær umferðir á auðu túninu. 51,1 49,4
g. Heyi snúið tvær umferðir með þyrlu. 50,9 49,5
Meðaltal: 50,6 49,4
Það er ekki raunhæfur munur á milli liða.
36- FREYR 2/99