Freyr - 01.05.1999, Side 6
finnst samt að menn reikna ekki alltaf
dæmið til enda. Það er einfaldlega
buddan hjá bóndanum sem ræður.“
Það þarf að auka
neyslu innanlands
Að mati Haraldar er of mikil
áhersla lögð á útflutning á kindakjöti
en á meðan sé horft ffam hjá því að
neyslan hér á landi sé stöðugt að drag-
ast saman, þó að hún hafi reyndar
aukist örlítið á síðasta ári. „Mér fínnst
að það hafi ekki verið gert nóg til að
spoma gegn minni neyslu hér á landi
því að það er vissulega alltaf besti
markaðurinn. Ég hef ekki trú á þeirri
aðferð að eyða milljónum króna í ein-
hveijar sjónvarpsauglýsingar undir
kjörorðinu „lambakjöt á diskinn
minn.“ Ég held að þeim peningum sé
ekki vel varið.“
Haraldur rifjar upp tilraun sem
gerð var fyrir nokkrum árum hjá
Sláturfélagi Suðurlands á vegum
RALA í sambandi við B-flokkinn
svokallaða en það kjöt var talið of
feitt til neyslu. Þetta kjöt var fitusnyrt
rækilega og slögin, aftari hluti síð-
unnar, bringan, hálsinn og hæklamir
voru ijarlægð. Með þessu fór um
18% af skrokknum. Þetta kjöt var að
mati Haraldar úrvalskjöt þegar það
kom á markaðinn. Harald langaði til
að reyna að koma svona snyrtu kjöti
á markað fyrir þremur áram og
ætlaði að bjóða 100 slíka lamba-
skrokka. Hann fór fram á það við
Framleiðsluráð að 19% útflutnings-
skylda, sem þá var á kjöt, yrði felld
niður af þessurn 100 skrokkum.
Framleiðsluráð hafnaði þessu og
landbúnaðarráðuneytið gerði það
líka. Þetta fannst Haraldi skrýtið,
sérstaklega í ljósi þess að þessum
19%, sem áttu samkvæmt reglum að
fara í útflutning, hefði hvort eð er
verið fleygt.
Haraldur gafst þó ekki upp og kom
kjötinu í sölu með aðstoð ffá SS og
KÁ, sem seldi kjötið. Það er
skemmst ffá því að segja að kjötið
rokseldist og þessir 100 skrokkar
fóra á tveimur dögum þrátt fyrir að
þetta hefði verið lítið auglýst og að-
eins verið selt í KÁ á Selfossi.
Haustið eftir reyndi hann þetta líka
og keypti sig þá undan útflumings-
skyldunni. Þá var það sama uppi á
teningnum, kjötið seldist upp á
skömmum tíma.
í haust gerði hann þetta hins vegar
ekki þrátt fyrir að vera hvattur til þess.
„Ég geti ekki staðið í þessu einn ef ég
fæ engan smðning ffá neinum. Ég
held hins vegar að þama sé möguleiki
á að auka neyslu kindakjöts innan-
lands. Það er liðin tíð að menn geti
bara afhent skrokkinn eins og hann
kemur fyrir viðskiptavininum og sagt
honum að borða þetta. Það gekk einu
sinni en gengur ekki lengur.“
Haraldur er með nemendur á
Hvanneyri í verknámi. Nemamir
koma i verknámið effir fyrsm önnina
og dveljast á bænum í þijá mánuði.
„Þetta er ágætis tilhögun. Krakkamir
fara yfirleitt í annan landshluta en þeir
koma ffá en fá að koma með óskir um
á hvemig búi þeir vilja dveljast. Flest-
ir nemarnir hafa verði úrvalsfólk og
það er með ólíkindum hvað við höf-
um verið heppin með það.“
Harðnandi samkeppni
Haraldur telur að ýmislegt þyrfti að
gera til að bæta hag sauðfjárbænda
hér á landi. „Við verðum að gera okk-
ur grein fyrir því að við eram i bull-
andi samkeppni sem mun harðna.
Svínakjötffamleiðsla hefúr verið að
stóraukast og það kjöt hefiir lækkað í
verði um 20-30%. Það er hins vegar
mjög stór spuming hvemig við getum
bragðist við þessari samkeppni. Mað-
ur reynir náttúralega fyrst að hagræða
hjá sjálfum sér í rekstrinum en það era
takmörk fyrir því hvað hægt er að
gera mikið af því.“
Hann telur einnig mörgum spum-
ingum ósvarað varðandi nýja sauð-
fjársamninginn sem er í bígerð. „Ég
held að ef það á að vera einhver ffam-
þróun í þessu þarf endumýjunin í bú-
greininni að verða meiri en hún er.
Það er mjög mikið af litlum búum
með fúllorðnu fólki sem er ólíklegt
að nokkur taki við af. Nú er verið að
tala um að skipta því ffamlagi sem fer
til sauðfjárræktarinnar í formi bein-
greiðslna niður í þijá hluta þannig að
fyrsti hlutinn verði eftir greiðslu-
marki, annar hlutinn verði greiddur á
hvert ffamleitt kjötkíló og þriðji hlut-
inn verði greiddur eftir bústærð og
hvort urn lögbýli sé að ræða eða ekki.
Ef það á að vera einhver ffamþróun í
greininni þá tel ég að þessi framlög
verði að koma að stærstum hluta á
ffamleiðsluna. Þá er ekki vandamál
með endumýjun ef einhver vill fara
út í þessa búgrein og allir sitja við
sama borð. Ég held að ekki sé hætta á
stórfeldi í ffamleiðsluaukningu um-
ffam það sem hægt væri að afsetja
með auknum útflutningi.“
Haraldur telur að ekki verði hjá því
komist að verð á kindalqöti lækki.
„Þeir sem hafa hagrætt hjá sér og
geta ffamleitt fyrir þetta verð halda
áffam og hinir hætta. Það er bara
markaðslögmálið sem gildir í þessu
eins og öllu öðra. Ef beingreiðsl-
umar koma aðeins á ffamleiðsluna
ýtir það undir þetta. Það er alltof
algengt að menn séu með sauðfé sem
aukabúgrein án þess að hugsa mikið
um það. Rollumar era bara þama af
því að þær hafa alltaf verið þar og
það er ekki einu sinni hægt að sækja
sláturféð til þeirra i rigningartíð, það
er ekki aðstaða til þess. Ég sé ekki
ástæðu til að þessir menn sitji við
sama borð og þeir sem reyna að lifa
af þessu eingöngu og hugsa vel um
féð og ffamleiða góða vöra fyrir
markaðinn. Svo er það mjög
fjarstæðukennt að beingreiðslur sem
hafa verið undanfarin ár séu ekki í
hlutfalli við gæðaflokkun kjötsins
heldur jafnt á ffamleitt kíló kjöts.
Með þessu er verið að verðlauna
skussana sem hugsa ekkert um féð
og ræktun þess.“
Haraldur vill brýna fyrir sauðfjár-
bændum að sinna ræktunarstarfmu
vel. Nú sé auðveldara um vik eftir að
nýja matið er komið. „Ef neytandinn
fer að læra á þetta líka getur hann val-
ið besta kjötið. Þá verður bóndinn líka
að standa sig í hvívetna svo þetta kjöt
sé til. Dilkakjöt þarf að fá þá ímynd að
vera eftirsótt hágæðavara, ffamleidd í
hreinu íslensku umhverfi í sátt við
landið.“
HI
6- FREYR 5-6/99