Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1999, Side 11

Freyr - 01.05.1999, Side 11
Mynd 1. Hlutfallsleg þátttaka í skýrsluhaldinu eftir héruðum árið 1997. sambærilegar fjöldatölur í sömu sýslum og fyrir landið allt sam- kvæmt tölum úr forðagæsluskýrsl- um. Þessi samburður fyrir árið 1997 sýnir þátttöku upp á 39,6% (38,5%) og því meiri hlutfallslega þátttöku en nokkru sinni hefur ver- ið áður í þessu starfi hér á landi, sem er marktæk vísbending um það að fleiri og fleiri bændur gera sér grein fýrir nauðsyn þess að þessi þáttur sé fyrir hendi í búrekstrinum. A mynd 1 er sýnt hver þátttaka er í einstökum sýslum og sést þar vel að þessi starfsemi er ákaflega mis- virk eftir svæðum en sýnir að von- um mjög líka mynd og undanfarin ár. Það kann samt að vekja athygli að þessi starfsemi eflist hlutfalls- lega mest í Þingeyjarsýslum á því svæði þar sem hún hún var öflugust fyrir, en ætla mætti að sóknarfærin væra enn meiri á öðram svæðum á landinu. Því miður eru mörg svæði með mikla fjárrækt þar sem þetta starf er ekki nægjanlega almennt og á það við um Borgarfjarðarhérað, ísafjarðarsýslur, Austur-Húna- vatnssýslu, Suður-Múlasýslu og Suðurland allt og þar þó alveg sér- staklega Rangárvallasýslu sem er með fjárflestu sýslum á landinu en þar er þátttaka í skýrsluhaldi enn talsvert innan við 20%. Eins og áður hefur verið vakin at- hygli á fækkar því miður heldur þeim búum þar sem fram fer reglu- leg vigtun ánna og er svo komið að nokkuð innan við 20% ánna hafa skráðar þungaupplýsingar bæði að hausti og vori. Það era Þingeyingar sem langbest halda við þessum góða búskaparsið sem myndaðist hjá fjárbændum hér í landi með skýrsluhaldi fjárræktarfélaganna. Æmar, sem hafa skráðar þunga- upplýsingar bæði haust og vor, vógu að meðaltali 66,3 kg (65,4) haustið 1996 og höfðu um vorið þyngst að jafnaði um 10,2 kg. Eins og sjá má í yfirlitstöflunni eru all- mörg félög þar sem ærnar era yfir 70 kg að meðaltali að hausti. Vænstu æmar haustið 1996 voru í Sf. Vallahrepps, 74,3 kg að meðal- tali, en í Sf. Sléttunga voru þær 73,9 kg að jafnaði. Veturgömlu æmar, sem skráðar voru þungaupplýsingar, um sýna mjög líkar meðaltalstölur og árið áð- ur. Þær vora að meðaltali 40,9 kg (40,6) að hausti og þyngdust um vet- urinn að jafnaði um 11,1 kg (11,2). Frjósemi ánna var mjög áþekk ár- ið 1997 og hún hafði verið árið árið áður. Eftir hverja á sem var lifandi á sauðburði fæddustu að jafnaði 1,83 lömb (1,82) og fengust til nytja að hausti 1,69 lömb (1,69) eftir þessar sömu ær. Af ám, sem vora lifandi á sauð- burði, voru 3.748 eða 2,57% skráð- aralgeldar, 25.733 eða 17,66% eiga eitt lamb, 108.709 ær eiga tvö lömb eða 74,60% ánna, þrílembur eru 7.262 eða 4,98% og 276 ær eða 0,19% ánna eiga fleiri en þrjú lömb. Þegar tölur era skoðaðar á þessum granni og bomar saman við sambærilegar tölur árið áður kemur í ljós að hlutfall geldra áa eykst örlítið en frjósemi ánna sem bera er öllu meiri en árið áður. Meðalfrjósemi ánna í einstökum sýslum er sýnd á mynd 2. Eins og oft áður er meðalfrjósemin mest að vori i Suður-Þingeyjarsýslu, eða 1,87 lömb fædd að meðaltali eftir ána, sama meðaltal er raunar hjá þeim örfáu ám sem eru skýrslu- færðar í Kjósarsýslu. Lambahöld eru hins vegar hvað best í Stranda- sýslu þannig að þar skila æmar flestum lömbum til nytja að hausti eða 1,76 lambi aðjafnaði. I einstökum fjárræktarfélagum er víða mjög mikil frjósemi ánna. Hæstu meðaltalstölumar eru i félög- um þar sem aðeins er um að ræða eitt fjárbú, en það á við bæði um Sf. Þverárhrepps og Sf. Vallahrepps, en í báðum þessum félögum næst frábær árangur. í stærri félögum með mjög góða frjósemi ánna má benda á Sf. Austra í Mývatnssveit og stóru félögin í Strandasýslu, Sf. Kirkjubólshrepps og Sf. Norðra og Sf. Kirkjuhvammshrepps, auk fjöl- margra fleiri félaga. 2 1,8 1,6 1,4 Mynd 2. Fjöldi fœddra lamba og til nytja að hausti 1997 í einstökum héruðum. Frjosemi 1997 Fædd ■ Til nytia FREYR 5-6/99 - 11

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.