Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1999, Qupperneq 11

Freyr - 01.05.1999, Qupperneq 11
Mynd 1. Hlutfallsleg þátttaka í skýrsluhaldinu eftir héruðum árið 1997. sambærilegar fjöldatölur í sömu sýslum og fyrir landið allt sam- kvæmt tölum úr forðagæsluskýrsl- um. Þessi samburður fyrir árið 1997 sýnir þátttöku upp á 39,6% (38,5%) og því meiri hlutfallslega þátttöku en nokkru sinni hefur ver- ið áður í þessu starfi hér á landi, sem er marktæk vísbending um það að fleiri og fleiri bændur gera sér grein fýrir nauðsyn þess að þessi þáttur sé fyrir hendi í búrekstrinum. A mynd 1 er sýnt hver þátttaka er í einstökum sýslum og sést þar vel að þessi starfsemi er ákaflega mis- virk eftir svæðum en sýnir að von- um mjög líka mynd og undanfarin ár. Það kann samt að vekja athygli að þessi starfsemi eflist hlutfalls- lega mest í Þingeyjarsýslum á því svæði þar sem hún hún var öflugust fyrir, en ætla mætti að sóknarfærin væra enn meiri á öðram svæðum á landinu. Því miður eru mörg svæði með mikla fjárrækt þar sem þetta starf er ekki nægjanlega almennt og á það við um Borgarfjarðarhérað, ísafjarðarsýslur, Austur-Húna- vatnssýslu, Suður-Múlasýslu og Suðurland allt og þar þó alveg sér- staklega Rangárvallasýslu sem er með fjárflestu sýslum á landinu en þar er þátttaka í skýrsluhaldi enn talsvert innan við 20%. Eins og áður hefur verið vakin at- hygli á fækkar því miður heldur þeim búum þar sem fram fer reglu- leg vigtun ánna og er svo komið að nokkuð innan við 20% ánna hafa skráðar þungaupplýsingar bæði að hausti og vori. Það era Þingeyingar sem langbest halda við þessum góða búskaparsið sem myndaðist hjá fjárbændum hér í landi með skýrsluhaldi fjárræktarfélaganna. Æmar, sem hafa skráðar þunga- upplýsingar bæði haust og vor, vógu að meðaltali 66,3 kg (65,4) haustið 1996 og höfðu um vorið þyngst að jafnaði um 10,2 kg. Eins og sjá má í yfirlitstöflunni eru all- mörg félög þar sem ærnar era yfir 70 kg að meðaltali að hausti. Vænstu æmar haustið 1996 voru í Sf. Vallahrepps, 74,3 kg að meðal- tali, en í Sf. Sléttunga voru þær 73,9 kg að jafnaði. Veturgömlu æmar, sem skráðar voru þungaupplýsingar, um sýna mjög líkar meðaltalstölur og árið áð- ur. Þær vora að meðaltali 40,9 kg (40,6) að hausti og þyngdust um vet- urinn að jafnaði um 11,1 kg (11,2). Frjósemi ánna var mjög áþekk ár- ið 1997 og hún hafði verið árið árið áður. Eftir hverja á sem var lifandi á sauðburði fæddustu að jafnaði 1,83 lömb (1,82) og fengust til nytja að hausti 1,69 lömb (1,69) eftir þessar sömu ær. Af ám, sem vora lifandi á sauð- burði, voru 3.748 eða 2,57% skráð- aralgeldar, 25.733 eða 17,66% eiga eitt lamb, 108.709 ær eiga tvö lömb eða 74,60% ánna, þrílembur eru 7.262 eða 4,98% og 276 ær eða 0,19% ánna eiga fleiri en þrjú lömb. Þegar tölur era skoðaðar á þessum granni og bomar saman við sambærilegar tölur árið áður kemur í ljós að hlutfall geldra áa eykst örlítið en frjósemi ánna sem bera er öllu meiri en árið áður. Meðalfrjósemi ánna í einstökum sýslum er sýnd á mynd 2. Eins og oft áður er meðalfrjósemin mest að vori i Suður-Þingeyjarsýslu, eða 1,87 lömb fædd að meðaltali eftir ána, sama meðaltal er raunar hjá þeim örfáu ám sem eru skýrslu- færðar í Kjósarsýslu. Lambahöld eru hins vegar hvað best í Stranda- sýslu þannig að þar skila æmar flestum lömbum til nytja að hausti eða 1,76 lambi aðjafnaði. I einstökum fjárræktarfélagum er víða mjög mikil frjósemi ánna. Hæstu meðaltalstölumar eru i félög- um þar sem aðeins er um að ræða eitt fjárbú, en það á við bæði um Sf. Þverárhrepps og Sf. Vallahrepps, en í báðum þessum félögum næst frábær árangur. í stærri félögum með mjög góða frjósemi ánna má benda á Sf. Austra í Mývatnssveit og stóru félögin í Strandasýslu, Sf. Kirkjubólshrepps og Sf. Norðra og Sf. Kirkjuhvammshrepps, auk fjöl- margra fleiri félaga. 2 1,8 1,6 1,4 Mynd 2. Fjöldi fœddra lamba og til nytja að hausti 1997 í einstökum héruðum. Frjosemi 1997 Fædd ■ Til nytia FREYR 5-6/99 - 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.