Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1999, Síða 21

Freyr - 01.05.1999, Síða 21
92-323, og því blend- ingur úr hyrndu. Garpur var gríðarvænn, lang- vaxinn og einstaklega útlögumikill með frábær lærahold. Þriðji í röðinni ogjaíh- framt annar í röð “koll- óttra” var Krókur 97-238 í Beingarði í Hegranesi, sonur Frama 94-996. Krókur er öngulhymdur samanrekinn og lágfætt holdakind. Fjórði í röð og jafn- framt annar í röð hyrndra hrúta varð Hnallur 97-031 á Brúna- stöðum í Fljótum, sonur Galsa 93-963. Hann varð þess heiðurs að- njótandi að mælast með þykkasta bakvöðvann í Skagafirði, auk þess er hann mjög vel holdfyllt- ur að öðru leyti en gall- aður á ull. Skilaði hann öllum þessum eiginleik- um vel til afkvæma sinna. Fimmti varð Svali 97- 655 á Stóru-Ökrum 1 í Blönduhlíð, sonur Svaða 97-998. Hér er á ferðinni einn allra glæsilegasti sonur Svaða sem til er. Svali er lágfætt, sérlega harðholda, jafn - og lang- vaxin hörkukind með góða ull. Hann skilaði einstaklega góðu kjötmati hjá afkvæmum sýnum í haust (vöðvi 9,76 stig) og sýndi þar með að í raun er hann líklega besti hrútur héraðsins þegar á allt er litið. Sjötti var Klumpur 97-528 á Syðri- Hofdölum í Viðvíkur- sveit, sonur Hnykks 91- 958. Gríðarvænn, bol- langur kjötklumpur en helst til feitur og gulur á ull. Sjöundi var Fjárvís 97-258 í Litlubrekku sem er heimaræktaður undan Fjára 95-414. Sér- lega útlögumikill með ágæt bakhold og góða ull. Áttundi var Moli 97- 319 í Miðhúsum í Ós- landshlíð, sonur Spóns 94-993. Moli er kattlág- fættur, samanrekinn holdahnaus eins og Strandafé gerist best en aðeins gallaður á ull og fótum. Þessum hrútum til viðbótar var hópur glæsilegra einstaklinga. Fyrsta bera að nefna hrútana á Syðra-Skörðu- gil á Langholti, þá Sikil 97-434, son Stikils 91- 970, og Gassa 97-435, son Galsa 93-963. Þeir eru báðir ákaflega glæsilegar kindur, Stik- ill allur stærri og lengri en Gassi lágfættur og samanrekinn. Þeir eru gott dæmi um velheppn- aða blöndu Snæfellsnes- og Hestsfjár. Þá koma fjárskiptahrútarnir á Gauksstöðum á Skaga, þeir Fantur 97-062 frá Mávahlíð og Völlur 97- 064 frá Brimilsvöllum, undan Þrótti 95-572, sem eru báðir glæsilegir fulltrúar snæfellskrar sauðfjárræktar. Þá er einn Snæfellingurinn enn, Mávi 97-378 á Stóru-Gröf-ytri á Lang- holti. Mávur er frá Mávahlíð, sonur Spaks 93-049, sem stóð efstur á siðustu héraðssýningu á Snæfellsnesi. Næst er að geta nokk- urra hrúta sem eru upp- runnir úr Þistilfirði í móðurætt. Sómi 97-329 á Óslandi, sonur Galsa 93-963, er samanrekinn köggull en full stuttur og gulur. Hnykill 97- 503 í Álftagerði, sonur Blævars 90-974, er katt- lágfættur með vel hold- fylltan afturpart. Gosa 97-396 á Hlíðarenda í Óslandshlíð, sonur Galsa 93-963, er gríðar útlögumikill en full fitu- sækinn. Þá er komið að nokkr- um kollóttum hrútum sem flestir eru ættaðir af Ströndum. Brundur 97- 500 i Ásgeirsbrekku, keyptur frá Smáhömr- um, sonur Parts 94-406, er langvaxinn með frá- bærar útlögur og mikil lærahold en gallaður á fótum og ull. Tuttugu og einn 97-726 á Úlfsstöð- um í Blönduhlíð, sonur Hnykks 91-958, er blendingskind og sýnir Svalur 97-236 á Krossum á Árskógsströnd. (Ljósm. Ó. V.). hvernig unnt er að bæta kollótt fé með hyrndu. Sóli 97-514 í Hofstaða- seli í Viðvíkursveit er ein af mörgum góðum sonum Sólons 93-977 sem fram komu i Skaga- firði í haust og þeirra glæsilegastur. Flosi 97- 237 í Beingarði í Hegra- nesi, sonur Spóns 94- 993, er mikill fram með þétt lærahold og ullar- prúður en lausholda. Að lokum skal nefna Sólonssynina, Sólon 97- 145 á Minni-Reykjum í Fljótum, Sölva 97-317 í Miðhúsum Óslandshlíð og Sóla 97-642 á Minni- Ökrum í Blönduhlíð, Galsasoninn Krók 97- 592 á Frostastöðum í Blönduhlíð, Kúnnason- inn Tuma 97-441 í Geldingaholti á Lang- holti, Klettssoninn Hnoðra 97-044 á Stóra- Holti í Fljótum, Mjald- urssoninn Bút 97-391 skólabúsins á Hólum í Hjaltadal, Dropasoninn 97-263 í Eyhildarholti í Hegranesi og Fenrisson- inn Fenri 97-482 í Keldudal í Hegranesi. Allt eru þetta prýðilega gerðir hrútar og bera því vitni að sú vinna sem lögð er i ræktunarstarfið skilar sér. Eyjafjarðarsýsla í Eyjafjarðarsýslu voru sýndir verulega fleiri hrútar en haustið FREYR 5-6/99 - 21

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.