Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1999, Síða 23

Freyr - 01.05.1999, Síða 23
Kóngur 97-326 í Sigluvík á Svalbarðsströnd. (Ljósm. Ó. V). Bjartur 97-510 í Vill- ingadal er fögur kind, ágætlega holdfylltur hvar sem á honum er tekið og hefur mikla hreinhvíta ull. Bjartur er undan Gný 91-967 og er afgerandi besti kollótti hrúturinn sem sýndur var í Eyjafirði. Meistari 97-467 í Torfufelli er einnig athyglisverð kind, prúður á velli með mjög góð bakhold og feikilega góða holdfyll- ingu í mölum og lærum og góða ull en hrútur þessi er sonur Frama 94- 996. Suður- Þingeyjarsýsla Verulega fleiri hrútar komu til sýninga í sýsl- unni nú en haustið 1997 eða samtals 313 hrútar og voru níu þeirra úr hópi eldri hrúta. Vetur- gömlu hrútarnir 304 voru að meðaltali 79,6 kg að þyngd og fengu 255 þeirra eða 83,9% I. verðlaun sem er talsvert betri flokkun en haustið 1997. Á sýningu á Sval- barðsströnd voru betri hrútar en þar hafa áður verið en bestir voru Kóngur 97-326 í Siglu- vik sem hefur ákaflega skemmtilegar útlögur, mætti verða bakþykkri en hefur góð lærahold og ull. Kóngur er sonur Kletts 89-930. Hrekkur 97-416 á Mógili er ákaf- lega þéttholda og vel gerður en mætti vera ullarbetri. Á sýningu í Grýtu- bakkahreppi bar Fannar 97-016 mjög af hrútum enda feikilega vel gerður með þykka vöðva og góða ull, en hann er sonur Frama 94-996. Á svæði Bsb. Suður- Þingeyinga var sýning aðeins í einni sveit, Háls- hreppi. Þar var líklega haldin veglegasta sýning veturgamalla hrúta þetta haust þar sem saman voru komnir um 70 hrútar. Efstur stóð Nagli 97-525 í Hrísgerði undan Frama 94-996. Nagli er jafnvax- inn hrútur með góð læra- hold. Næstur stóð Galsi 97-560 á Hróarstöðum, undan Galsa 93-963. Góður bakvöðvi og góð lærahold einkenndu hann. Þriðji i röð hrúta í sveitinni var Fengur 97- 520, sonur Kögguls 95- 429. Sýningin í heild bar vott um þróttmikið starf fjárræktarfélagsins sem er það fjárflesta í sýslunni. Sómi 97-399 í Sandvík í Bárðardal, undan Frama 94-996, er mikill glæsi- gripur með sérlega góðan bakvöðva, en eins og fram kemur í grein um af- kvæmarannsóknir á öðr- um stað í blaðinu sýndi þessu hrútur þar sérlega góða niðurstöðu. í Reykjahverfi bar Oki 97-022 á Litlu-Reykjum verulega af hrútum og er einn allra glæsilegasti ein- staklingur í héraði en Oki er undan A1 95-018. Hann er sérlega þroskamikill, breiður og jafnvaxinn, sannkallaður holda- hnykill. Ull gallalaus. Á Tjömesi vom bestu hrútar Tóti 97-460 á Héð- inshöfða og Prins í Mýr- arkoti, sem er sonur Frama 94-996, en báðir þessir hrútar eru góðar holdakindur. Norður- Þingeyjarsýsla í sýslunni komu til sýn- inga umtalsvert fleiri hrútar en árið áður eða samtals 174 og voru fjórir þeirra í flokki eldri hrút- anna. Veturgömlu hrút- amir, 170 að tölu, vom 80,2 kg að meðaltali og fengu 149 þeirra 1. verð- launa viðurkenningu eða 87,6% þeirra. í Kelduhverfí var Ómur 97-656 á Hóli talinn best- ur hrúta en hann er sonar- sonur Kokks 85-870. Ómur er þroskamikil kind, jafnvaxinn með vel holdfylltar herðar og góð- ar útlögur, bakið holdgró- ið, lærvöðvi þykkur og lokar klofí ágætlega. Ull- armagn ágætt og ullin hvít. Á sýningunni í Öxar- fírði vom bestu hrútar frá Bjamastöðum, þeir Mjald- ur 97-464 og Hylur 97- 466, báðir mjög þéttholda, Mjaldur vöðvaþykkri með góða ull, en Hylur mcð sérlega góð malahold. Mjaldur er sonur Mjaldurs 93-985 og Hylur undan Galsa 93-963. Á sýningu í Leirhöfn vom glæsihrútar. Efstur stóð Lói 97-322 sem er mikil glæsikind á velli, bollangur með ákaflaga þétt og mikil hold. Lói er sonarsonur Fóla 88-911, undan Hirti 93-265. Orri 97-334 i Presthólum er nokkuð annarrar gerðar, FREYR 5-6/99 - 23

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.