Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1999, Qupperneq 23

Freyr - 01.05.1999, Qupperneq 23
Kóngur 97-326 í Sigluvík á Svalbarðsströnd. (Ljósm. Ó. V). Bjartur 97-510 í Vill- ingadal er fögur kind, ágætlega holdfylltur hvar sem á honum er tekið og hefur mikla hreinhvíta ull. Bjartur er undan Gný 91-967 og er afgerandi besti kollótti hrúturinn sem sýndur var í Eyjafirði. Meistari 97-467 í Torfufelli er einnig athyglisverð kind, prúður á velli með mjög góð bakhold og feikilega góða holdfyll- ingu í mölum og lærum og góða ull en hrútur þessi er sonur Frama 94- 996. Suður- Þingeyjarsýsla Verulega fleiri hrútar komu til sýninga í sýsl- unni nú en haustið 1997 eða samtals 313 hrútar og voru níu þeirra úr hópi eldri hrúta. Vetur- gömlu hrútarnir 304 voru að meðaltali 79,6 kg að þyngd og fengu 255 þeirra eða 83,9% I. verðlaun sem er talsvert betri flokkun en haustið 1997. Á sýningu á Sval- barðsströnd voru betri hrútar en þar hafa áður verið en bestir voru Kóngur 97-326 í Siglu- vik sem hefur ákaflega skemmtilegar útlögur, mætti verða bakþykkri en hefur góð lærahold og ull. Kóngur er sonur Kletts 89-930. Hrekkur 97-416 á Mógili er ákaf- lega þéttholda og vel gerður en mætti vera ullarbetri. Á sýningu í Grýtu- bakkahreppi bar Fannar 97-016 mjög af hrútum enda feikilega vel gerður með þykka vöðva og góða ull, en hann er sonur Frama 94-996. Á svæði Bsb. Suður- Þingeyinga var sýning aðeins í einni sveit, Háls- hreppi. Þar var líklega haldin veglegasta sýning veturgamalla hrúta þetta haust þar sem saman voru komnir um 70 hrútar. Efstur stóð Nagli 97-525 í Hrísgerði undan Frama 94-996. Nagli er jafnvax- inn hrútur með góð læra- hold. Næstur stóð Galsi 97-560 á Hróarstöðum, undan Galsa 93-963. Góður bakvöðvi og góð lærahold einkenndu hann. Þriðji i röð hrúta í sveitinni var Fengur 97- 520, sonur Kögguls 95- 429. Sýningin í heild bar vott um þróttmikið starf fjárræktarfélagsins sem er það fjárflesta í sýslunni. Sómi 97-399 í Sandvík í Bárðardal, undan Frama 94-996, er mikill glæsi- gripur með sérlega góðan bakvöðva, en eins og fram kemur í grein um af- kvæmarannsóknir á öðr- um stað í blaðinu sýndi þessu hrútur þar sérlega góða niðurstöðu. í Reykjahverfi bar Oki 97-022 á Litlu-Reykjum verulega af hrútum og er einn allra glæsilegasti ein- staklingur í héraði en Oki er undan A1 95-018. Hann er sérlega þroskamikill, breiður og jafnvaxinn, sannkallaður holda- hnykill. Ull gallalaus. Á Tjömesi vom bestu hrútar Tóti 97-460 á Héð- inshöfða og Prins í Mýr- arkoti, sem er sonur Frama 94-996, en báðir þessir hrútar eru góðar holdakindur. Norður- Þingeyjarsýsla í sýslunni komu til sýn- inga umtalsvert fleiri hrútar en árið áður eða samtals 174 og voru fjórir þeirra í flokki eldri hrút- anna. Veturgömlu hrút- amir, 170 að tölu, vom 80,2 kg að meðaltali og fengu 149 þeirra 1. verð- launa viðurkenningu eða 87,6% þeirra. í Kelduhverfí var Ómur 97-656 á Hóli talinn best- ur hrúta en hann er sonar- sonur Kokks 85-870. Ómur er þroskamikil kind, jafnvaxinn með vel holdfylltar herðar og góð- ar útlögur, bakið holdgró- ið, lærvöðvi þykkur og lokar klofí ágætlega. Ull- armagn ágætt og ullin hvít. Á sýningunni í Öxar- fírði vom bestu hrútar frá Bjamastöðum, þeir Mjald- ur 97-464 og Hylur 97- 466, báðir mjög þéttholda, Mjaldur vöðvaþykkri með góða ull, en Hylur mcð sérlega góð malahold. Mjaldur er sonur Mjaldurs 93-985 og Hylur undan Galsa 93-963. Á sýningu í Leirhöfn vom glæsihrútar. Efstur stóð Lói 97-322 sem er mikil glæsikind á velli, bollangur með ákaflaga þétt og mikil hold. Lói er sonarsonur Fóla 88-911, undan Hirti 93-265. Orri 97-334 i Presthólum er nokkuð annarrar gerðar, FREYR 5-6/99 - 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.