Freyr - 01.05.1999, Side 32
en þessi hrútur fékk 118 í
kjötmatseinkunn en hafði
um leið mjög góðar mæl-
ingar úr ómsjármæling-
um. Þessi ágæti lambafað-
ir er sonur Gosa 91-945.
A Höskuldsstöðum sýndi
hópur undan Hnykk 96-
107 ótrúlega yfírburði
meðal hópanna sex, en
niðurstaða hans i kjötmati
var góð og úr ómsjármæl-
ingum sýndi hann gríðar-
mikla yfirburði með 148 í
einkunn. Þessi yfirburða-
hrútur er sonur Hnykks
91-958. Ein af stærri rann-
sóknunum var á Breiða-
bólsstað þar sem níu hóp-
ar voru i dómi og margir
þessir hópar mjög góðir.
Lang athyglisverðastur
var samt afkvæmahópur
undan Hnall 96-785 en
hann fékk 111 í einkunn í
kjötmati, 146 í ómsjár-
mælingum og 128 í heild-
areinkunn. Hér er greini-
lega á ferðinni afburða
kynbótakind en sjálfur er
Hnallur glæsikind eins og
kemur ffam í grein um
hrútasýningar á síðasta
ári. Þessi úrvalshrútur er
sonur Hnykks 91-958. Þá
fengu afkvæmi Dropa 94-
777, Sóma 95-780 og
Ýmis 96-783 öll ágæta
niðurstöðu úr kjötmati. Af
fjórum hópum í Asgarði
sýndi hópur undan Ófeigi
96-482 talsverða yftrburði
með 113 í heildareinkunn
en hér er enn einn afúrða-
gripur undan Hnykk 91-
958. í Búðardal sýndi
Dindill 94-376 ótrúlega
yfirburði meðal þeirra sex
hrúta sem þar komu til
dóms, hann fékk 139 í
einkunn úr ómsjármæl-
ingu og 122 í heildareink-
unn. Dindill er einn fjöl-
margra sona Gosa 91-945
sem enn er í notkun. Úr
32- FREYR 5-6/99
hópi þriggja hrúta á Gei-
rmundarstöðum sýndi
Þróttur 96-550 mikla yfir-
burði í kjötmati með 115 í
einkunn, en þessi sonur
Dropa 91-975 vakti mikla
athygli haustið 1997 sem
einstaklingur fyrir frábæra
gerð eins og sjá má í skrif-
um um hrútasýningar. 1
Þurranesi, þar sem fjórir
hrútar voru dæmdir, voru
fyrri yfírburðir Verdís 94-
402 staðfestir en hann
fékk 109 í heildareinkunn.
Svæði
Búnaðarsam-
bands Vestfjarða
Á þessu svæði voru af-
kvæmarannsóknir gerðar
á sex búum. Á Grund í
Reykhólasveit bar af
meðal fjögurra hópa hóp-
ur undan Barón 96-305
með 110 í heildareink-
unn. Þessi hrútur er ætt-
aður frá Stað og sonar-
sonur Lopa 84-917. í Ár-
bæ bar af meðal fjögurra
hrúta sem dæmdir voru
hópur undan Hnykli 95-
023 með 110 í heildar-
einkunn og með mjög
gott kjötmat og góðar óm-
sjármælingar, en þessi
hrútur er nú á sæðingar-
stöðinni i Laugardælum
og hefur þar númer 95-
820. Á Felli í Dýraftrði
voru dæmdir hópar undan
sjö veturgömlum hrútum
og voru þar þrír hrútar
sem nokkuð báru af, með
heildareinkunn 110-111,
en þeir heita Steinn 97-
211, Öm 97-217 og Veltir
97-218. í Botni-Birkihlíð
var umfangsmikil rann-
sókn þar sem átta hópar
voru dæmdir. Niðurstöð-
ur þriggja hópanna vekja
athygli. Gosi 94-622 var
með 116 i heildareinkunn
en einkunn hans úr óm-
sjármælingu er 124. Þessi
hrútur er sonarsonur
Brodda 85-892. Pjakkur
95-721 var með 125 í
einkunn vegna ómsjár-
mælinganna en föll lamba
undan honum voru of feit,
en Pjakkur er sonur
Fóstra 90-943. Gnýr 97-
628 var með 117 í eink-
unn úr kjötmatshluta
rannsóknarinnar, sem er
með hæstu einkunnum
þar. Þessi hrútur er sonur
Gnýs 91-967.
Strandasýsla
í Strandasýslu er sterk-
ari og meiri hefð fyrir öfl-
ugra ræktunarstarfi en í
flestum öðrum héruðum.
Það kom fram í mikilli
þátttöku í afkvæmarann-
sóknunum á því svæði.
Samtals voru unnar af-
kvæmarannsóknir á 28
búum og komu þar til
dóms hópar undan 167
hrútum. Ein umfangs-
mesta afkvæmarannsókn
haustsins var í Hafnardal
þar sem 11 afkvæmahóp-
ar komu til dóms. Þar
trónir á toppi Fengur 97-
541. Þessi hrútur var með
prýðisútkomu í kjötmati
og mjög góðar niðurstöð-
ur úr ómsjármælingum og
var með 115 í heildar-
einkunn. Hrútur þessi er
frá Bassastöðum, undan
þeim þekkta hrútaföður
Nökkva frá Melum í
Ámeshreppi. Þá sýndu af-
kvæmi Dindils 97-536
mikla yfírburði í ómsjár-
mælingum þar sem hann
fékk 118 í einkunn en
þessir yfirburðir komu
ekki fram í kjötmati hjá
afkvæmum hans. Dindill
er sonur Byls 94-803. í
Litlu-Ávík stóð Fjalar 93-
741 greinilega efstur
þriggja hrúta, bæði í kjöt-
mati og ómsjármæling-
um, en þessi hrútur er
sonur Fannars 88-935 úr
þeim einu sæðingum sem
gerðar höfðu verið í Ár-
neshreppi þar til á síðasta
ári. Á Finnbogastöðum
fékk Órói 96-017 mjög
háa einkunn úr ómsjár-
mælingum eða 126. Hjá
Birni á Melum komu 10
afkvæmahópar til dóms
og stóðu þar efstir Blær
95-781 og veturgamall
sonur hans, Rindill 97-
028, og þá hlaut Selur 93-
707 mjög góða einkunn,
110, í kjötmatshluta rann-
sóknarinnar, en afkvæmi
hans komu ekki nægjan-
lega sterk út úr ómsjár-
mælingum fremur en
stundum áður. Á fimm
hrútum sem voru í rann-
sókn hjá Kristjáni á Mel-
um var ekki verulegur
munur en Bassi 95-796
Bassi 95-821. (Ljósm. Sveinn Sigurmundsson).