Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1999, Page 35

Freyr - 01.05.1999, Page 35
ins. Niðurstöður kjötmats á þessu búi voru frábærar svo og ómsjármælingar. Þama kom einnig fram ótrúlegur einstaklingur sem er Muni 97-092 en hann fékk 127 í kjötmats- hluta rannsóknarinnar og 125 í heildareinkunn og meðaleinkunn falla lamba undan honum í rannsókn- inni var 10,2, þ.e. tæplega U að meðaltali. Þessi hrútur er sonur Svaða 94- 998 og er hann albróðir Hraða 97-229 á Sauðá. Þá var staðfest ótrúleg bak- þykkt hjá afkvæmum Uða 94-615, líkt og undan- gengin haust, en hann fékk 136 í einkunn úr óm- sjárhluta rannsóknarinn- ar, sem er ótrúlegt á búi þar sem jafn öflugur hrútakostur er og raun ber vitni. Úði er enn einn úr- valssona Gosa 91-945. A Litlu-Asgeirsá bar hrútur 96-425 nokkuð af með 115 í heildareinkunn. Austur- Húnavatnssýsla I Austur-Húnavatns- sýslu komu til dóms 47 afkvæmahópar á níu bú- um. Á Bjamastöðum bar af Dreki 95-005 í hópi sex hrúta með 115 i heildar- einkunn. Á Akri bar Freyr 96-467 mjög af i hópi sex hrúta með fádæma glæsi- legar niðurstöður en heildareinkunn hans var 110. Þessi hrútur er sonur Jökuls 92-455 sem á sín- um tíma var dæmdur bestur hrúta í sýslunni en hann er fjárskiptakind frá Mávahlíð, sonur Álfs 90- 973. Á Sölvabakka stóð efstur Salómon 95-084 með 110 í heildareink- unn, en þar fer einn sona Hörva 92-972. í Holti í Svínadal vom átta hópar í dómi og vom þar afger- andi efstir Hjarðar 95-017 og Smekkur 95-018, báð- ir með 113 i heildareink- unn, með mjög jafnan dóm beggja þátta. Þessir hrútar em báðir frá Hjarð- arfelli, sá fyrmefhdi son- ur Fóstra 90-943. í Hóla- bæ var Sporður 95-591 með 120 í ómsjárhluta, en hann er sonur Gnýs 91- 967, og Glúmur 94-592, sem er sonarsonur Blæv- ars 90-974, var með 110 í kjötmatshluta. Skagafjörður Hvergi á landinu var umfang afkvæmarann- sóknanna jafn mikið haustið 1998 og í Skaga- firði þar sem Jóhannes Ríkharðsson hefur náð mjög almennri þátttöku bænda í skipulegu rækt- unarstarfi. Til dóms komu samtals 224 afkvæma- hópar á 44 búum. Á Hrauni á Skaga sýndi Kollur 95-439 ótrúlega yfirburði í hópi fimm hrúta sem þar voru dæmdir. Fékk hann 128 í heildareinkunn og þar af 142 í ómsjárhluta. Þessi mikli lambafaðir er sonur Bjöms 89-933. í Tungu í Gönguskörðum var stór rannsókn með 10 hópum og bar þar af Askur 97- 111 með 126 í heildar- einkunn en ómsjáreink- unn hans var hvorki meira né minna en 149, en þessi hrútur er sonarsonur Gosa 91-945. Þá var hrútur 97- 109 með 122 í kjötmats- hluta og feikilega hag- stætt fitumat. Á Ingveld- arstöðum var Júní 91-332 með 125 úr ómsjárhluta, en þessi gamlingi er sonur Kokks 85-870. T Birkihlíð var Gosi 95-367 með 124 í ómsjárhluta og er hér á ferð enn einn sonur Gosa 91-945. í Stóru-Gröf ytri bar Breki 97-377 af í hópi fimm hrúta með 112 í heildareinkunn. Á Syðra- Skörðugili vom í rann- sókn sjö hópar, en þar gaf að lita eitt allra besta mat í gerð í nokkurri rannsókn í haust. Efstur í heildar- einkunn var Gassi 97-435 með 115 í heildareinkunn og feikihátt ómsjármat, en hann er sonur Galsa 93- 963. Nagli var þó með enn glæsilegri niðurstöð- ur kjötmats þar sem hann var með 115 i einkunn og meðaltal fyrir gerð 10,5 eða tæplega U. Hann er sonarsonur Hörva 92- 972. í Álftagerði vom sex hrútar í rannsókn þar sem Fóli 93-602 sýndi nokkra yfirburði með 116 í heild- areinkunn en hann er son- ur Fóla 88-911. Einnig var góð útkoma hjá Hnykli 97-503 sem er sonur Blævars 90-974, en hann var með 111 í heild- areinkunn. Meðal sex hrúta, sem prófaðir vom í Reykjaborg, sýndu tveir synir Gnýs 91-967 mikla yfirburði, Glókollur 97- 623 með 118 í heildar- einkunn og Gnýr 97-624 með 114. Landi 96-665 á Þorsteinsstöðum, frá Hagalandi í Þistilfirði, bar mikið af í ljögurra hrúta rannsókn þar á bæ með 117 í heildareinkunn. Á Hofsvöllum var Hjörvi 94- 770 langfremstur í hópi fjögurra hrúta með 114 í heildareinkunn. Á Stóm-Ökrum I kom fram einn af athyglisverð- ari hrútum haustsins, Svali 97-655, en hann var með 115 í kjötmatshluta og meðaltal fyrir gerð falla var 9,9 hjá afkvæm- um hans. Þessi hrútur er sonur Svaða 94-998. í Flatatungu vom sex hrút- ar i dómi og bar þar af Bjössi 92-531 með 121 í heildareinkunn og 132 úr ómsjárhluta. Þessi gaml- ingi er fjárskiptahrútur frá Smáhömrum, sonur Kráks 87-920. í hópi sex hrúta á Minni-Ökrum komu fram tveir eflirtekt- arverðir hrútar. Sóli 97- 642 var með 126 í heild- areinkunn, en hann gaf mjög þykkan bakvöðva og fítulítil foll. Hann er sonur Sólons 93-977. Bóri 97-643 var með 110 í heildareinkunn en það er sonur Móra 87-947. í Keflavík bar Frissi 96- 201 mikið af meðal fimm hrúta með 128 í heildar- einkunn en hann gaf mjög þykkan vöðva og gott mat. Þessi hrútur er af ættmeiði Kokks 85-870. í Enni í Viðvíkursveit bar Prins 95-401 mikið af í hópi fímm hrúta með 114 í heildareinkunn, en hér er á ferð sonur Gosa 91- 945. Nóni 95-381 bar mikið af átta hrútum í rannsókn í Syðri-Hofdöl- um með 122 í heildar- einkunn og 135 úr óm- sjárhluta. Þessi hrútur er sonur Hörva 92-972. í Enni í Unadal, þar sem voru sex hrútar í dómi, bar Búi 97-297 verulega af öðrum hrútum með 115 í heildareinkunn og 128 úr ómsjárhluta. Þessi hrútur er sonarsonur Gosa 91-945. Á Óslandi bar Smári 96-324 verulega af meðal sjö hrúta með 117 í heildareinkunn. Þessi hrútur er af Þistilfjarðar- fé. FREYR 5-6/99 - 35

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.