Freyr - 01.05.1999, Side 41
Þegar litið er á niðurstöður fyrir
hrútanna, sem voru nýir á stöð,
hvað varðar hyrndu hrútana, skal
bent á eftirfarandi:
Garpur 92-808 sýnir mjög góða
niðurstöðu. Afkvæmi hans hafa
þykkan bakvöðva, frambygging
mætti stundum vera betri, lærahold
eru oft frábær, en ullargallar eru of
áberandi.
Húnn 92-809 á ekki stóran
lambahóp, en þó koma lömbin all-
vel út en gefa ekki tilefni til mikilla
ályktana.
Bjartur 93-800 mætir til leiks
með feikilega stóran hóp afkvæma.
Um margt sýna þessi lömb mjög at-
hyglisverða niðurstöðu. Stundum
má fínna að herðabyggingu, bak-
vöðvi mælist þykkur, en ef til vill
eru þessi lömb full feit. Lærahold er
góð. Mjög mikilsverður kostur af-
kvæma hans, umfram afkvæmi
margra hinna hrútanna, er feikilega
góð og vel hvít ull, sem stundum
mætti vera heldur meiri.
Peli 94-810 er með allstóran
lambahóp sem sýnir prýðilega út-
komu. Hér er á ferðinni hrútur sem
skilar ákaflega jafnri gerð afkvæma
sem auk þess eru yfirleitt með
ágæta ull, bæði að magni og gæð-
um.
Hnoðri 95-801 á mjög stóran
lambahóp meðal skoðaðra lamba.
Margt feikilega vel þroskaðra og
vænna lamba var undan honum.
Herðabygging var oft gölluð, þessi
lömb stóðust ekki samanburð um
þykkt bakvöðva við afkvæmi öfl-
ugustu hrútanna en höfðu oft mjög
góð mala- og lærahold. Því miður
voru ullargæði hjá þessum lömb-
um of breytileg þó að hluti þeirra
væri vel hvítur eins og Hnoðri
sjálfur.
Bjálfi 95-803 er, ásamt Garpi og
Bjarti, að skila lömbum með þykk-
ast bak af nýju stöðvarhrútunum.
Hér er mikill kjötgæðahrútur á
ferðinni en verulega skortir oft á
ullargæði hjá afkvæmum hans.
Serkur 95-811 skilar engum um-
talsverðum kostum hjá afkvæmum
sinum.
Mölur 95-812 er líklega sá af
hymdu hrútunum nýju á stöðvun-
um sem stendur hvað síst undir
þeim væntingum sem við hann
vom bundnar.
Undan mörgum kollóttu hrútanna
eru ekki það stórir afkvæmahópar
að um þá sé hægt að fella marktæk-
an dóm.
Bakþykkustum afkvæmum em
þeir að skila Spónn 94-993 og Jökull
94-804. Spónn átti stóran hóp sona
og í heild vom þetta vel gerð lömb
um margt. Sama má segja um mun
minni afkvæmahóp undan Jökli.
Feikilega stór lambahópur kemur
í skoðun undan Byl 94-803. Þetta
vom margt afar væn lömb en gerð
þeirra var talsvert breytileg og stóð-
ust þar vart samanburð við af-
kvæmi bestu hrútanna.
Sólon 93-977 skilar eins og áður
miklu af mjög vel gerðum lömbum
þar sem oft eru ágæt lærahold, en
þykkt bakvöðva mætti vera meiri.
Búri 94-806 átti langstærsta af-
kvæmahópinn af kollóttu hrútunum
sem notaðir höfðu verið á stöðinni í
Laugardælum. Þessi lömb höfðu
ekki nægjanlega þykkan bakvöðva
að meðaltali, en vora mörg bollöng
með fremur jafna gerð.
1 heild sýna mjög margir af yngri
hrútunum á sæðingarstöðvunum
vemlega góða niðurstöðu hjá af-
kvæmum sínum, og endumýjun
hrútastofhsins á stöðvunum virðist
hafa tekist að vonum.
IVlolar
Umhverfi, vinnuskilyröi og
viðskipti í Bandarfkjunum
Bandaríska tímaritið World Per-
spectives, WPI, fjallaði nýlega um
það að ríkisstjórn Clintons vilji að
umhverfismál og málefni vinnu-
verndar tengist viðskiptaumræð-
um.
Clinton forseti hefur æ ofan í æ
síðustu mánuði kornist þannig að
orði í ræðum sínum að „efnahags-
mál heimsins verði að sýna mann-
legt andlit“. I tengslum við þessi
ummæli hefur hann síðan skýrt út
þá ætlun Bandaríkjanna að halda
áfram að vinna að viðskipta-
samningum sem hafí að geyma
ákvæði um vinnuskilyrði; heilsu-
vemd, öryggismál og umhverf-
ismál.
Tímaritið minnir einnig á um-
mæli forsetans á ráóherrafundi hjá
Alþjóða viðskiptastofnuninni.
WTO, í maí 1998 þar sem for-
setinn sagði að „við verðum að
gera ineira til að samkeppni í við-
skiptum milli landa Ieiði okkur
ekki til botns í umhverfísmálum,
neytendavemd og vinnuskilyrð-
um.“
Ummæli sem þessi benda til að
umhverfismál og vinnuskilyrði
verði mikilvæg fyrir Bandaríkin í
væntanlegum samningum um
alþjóðaviðskipti innan WTO.
Um þetta sjónarmið ríkir ekki
sátt og eindrægni í Bandaríkjun-
unt. Áhrifamiklir aðilar í banda-
rískum landbúnaði hafa t.d. hing-
að til vísað á bug öllum hugmynd-
um um að fjallað verði um um-
hverfisstaðla og vinnuvemd við
væntanlega samningagerð.
American Farm Bureau, stærstu
samtök bænda í Bandaríkjunum,
hafa í yfírlýsingu til yfirvalda í
viðskiptamálum þar í landi,
USTR, látið í ljós að umhverfis-
og vinnusjónannið eigi ekki
heima í samningum innan WTO.
(Inemationella Perspektiv nr. 14/1999).
FREYR 5-6/99 - 41