Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1999, Page 46

Freyr - 01.05.1999, Page 46
Tvö fóstur úr sömu á, kattasmit (toxoplasma). Fóstrin eru misstór eins og oft er. (Ljósm. S.S.). bændur því að forðast að kaupa fé frá þeim bæjum þar sem sjúk- dómsins hefur orðið vart. Reynt hefur verið að halda veikinni í skeijum með því að tvíbólusetja allt féð árlega með lungnapestar- bóluefni og farga þeim kindum sem sýnt hafa einkenni um brjóst- veiki. Þess eru dæmi að bóndi hafí orðið að farga öllu sínu fé vegna þessa sjúkdóms. Koparskortur, óbeinn eða beinn (fjöruskjögur) Fjöruskjögur er gamalkunnur sjúkdómur í lömbum hér á landi á vissum svæðum þar sem fjörubeit var notuð, en ekki eða lítt gefið hey um meðgöngutímann. Nú verður sjúkdómsins vart á einstöku bæjum þó að ær komist ekki að sjó. Efnin molybden, jám og brenni- steinn í jarðvegi og plöntum hafa áhrif á koparbúskap líkamans og ffamkalla óbeinan skort. Sjaldnar mun um beinan koparskort að ræða. Einkenni koparskorts eða fjöru- skjögurs er skortur á valdi yfír hreyfingu fótanna, einkum afturfóta svo að lömbin skjögra og slettast til í gangi. Stundum eru lömbin alveg ósjálfbjarga, geta ekki eða tæpast staðið, þó að þeim sé hjálpað á fæt- ur. Þau em sljó til augnanna, skynj- un ófullkomin, oft liggja þessi lömb með sífelldum titringi eða krampa- flogum og taka út þrautir. Stundum virðast lömbin heilbrigð við fæð- ingu, en sjúkleg einkenni koma fyrst fram við áreynslu. Við krufningu á fjöruskjögurs- lömbum fmnast skemmdir í mið- taugakerfinu, sem ekki nær eðlilegum þroska sökum skorts í fæðu móðurinnar um meðgöngu- tímann. Með því að gefa ánum koparlyf reglu- lega um meðgöngutímann má að verulegu leyti girða fyrir þennan sjúkdóm hjá lömbunum. Margir bændur, sem beittu í fjöru, tóku upp þann sið, en nú þekkist slík fjörubeit varla að vetri. Til eru koparlyf sem sprauta má í vöðva. Alltaf ber að hafa í huga að sauðfé er mjög við- kvæmt fyrir of miklum kopar. Til- gangslítið hefur reynst að lækna lömb sem haldin eru þessum kvilla. Selen E-vítamínskortur (hvítvöövaveiki, stíu- eöa innistööuskjögur) Þetta er sjúkdómur í unglömbum, talinn stafa af skorti á E-vítamíni og seleni í fóðri og jarðvegi. Mis- jafnt er frá ári til árs hve mikil brögð eru að þessu, einnig frá einu landsvæði til annars. Hættara er við að lömb fái sjúkdóm ef ánum, einkum þeim yngstu, hefúr verið haldið á húsi allan veturinn og fram yfir burð, einkum þegar fóðrið er einhæft og heyið létt. Fyrir kemur að lömb fæðist með hvítvöðvaveiki. Þau eru þá ófær urn að rísa á fætur og eiga sér varla viðreisnar von. Lömbin fæðast þó oftar fullfrísk og dafna vel fyrstu dagana. Sjúkdómsein- kenni koma skyndilega og oft samtímis því að farið er að láta lömbin út, einkum ef þau hreyfa sig mikið við leik eða rekstur. Lömbin missa þrótt, verða stirð, hölt og reikul í gangi, staulast um á hnjánum og vilja helst liggja. Oft eru lömb, sem sett eru út full- frísk að morgni, orðin örmagna að kvöldi og geta ekki staðið. Sé ekkert að gert hrakar lömbun- um smám saman og drepast eftir nokkra daga.Við krufningu sjást úr- breiddar skemmdir í vöðvum gang- lima, en aðrir vöðvar, t.d. hjarta og þind, geta einnig verið skemmdir. Séu mikil brögð að selen- og eða E- vitamínskorti geta skemmdir á hjartavöðva valdið því að talsverð- ur hluti lambanna deyr snögglega af hjartabilun. Ef tekið er eftir veikinni á byijunarstigi er oft auð- velt að lækna hana með því að dæla í lömbin bætiefnum og seleni. Komist veikin á hátt stig er lækning erfíð og tekur langan tíma. Hægt er einnig að fyrirbyggja veikina með því að hafa nægilegt selen og E- vítamín í fóðri seinnijæita með- göngu. Helst ætti að mæla þessi efni í fóðri ef slík vöntun er líkleg. Hreyfmg er heppileg fyrir æmar. Þær ætti að viðra þegar mögulegt er að vetrinum. Fiskimjöl (síldarmjöl) og hveiti- klíð er selenauðugt. Til em selen- auðugar forðakúlur, sem unnt er að setja niður í vömb, en þess ber að gæta að stutt er í seleneitrun. Joðskortur (stækkun á skjaldkirtli, skjöldungsauki) Flest ár ber á joðskorti á stöku bæjum. Áraskipti em að þessu. Skjaldkirtill stækkar á ærfóstmnum og verður stundum áberandi kúla á hálsi neðan við kverk, sem getur valdið erfiðleikum í fæðingu. Hárafar er slétt og eyru á lömbun- um lafa. Lömbin líkjast hvolpum. Vanhöld em oft talsverð. Auðvelt er oftast að afstýra joðskorti með því að rjóðra joði á stoðir í húsun- um eða hafa opið joðglas í fjárhús- glugga. Ath. Fyllri upplýsingar um vanhöld á lömbum er að finna í „Sauðburðarkveri“ sem höfundur gaf út árið 1997. 46- FREYR 5-6/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.