Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1999, Page 53

Freyr - 01.05.1999, Page 53
Fóðrun gemlinga Segja má að það sé orðin gróin hefð hjá íslenskum sauðfjár- bændum að láta gemlinga eiga lömb enda eykur slíkt hag- kvæmni sauðfjárbúskaparins ef rétt er að staðið. Með stöðugt betri og réttari fóðrun og meðferð er óhætt að segja að flestir bændur hafi náð góðum tökum á þessu búskaparlagi, þótt við og við heyrist af lélegum árangri á einstaka búi sem oftast má rekja til fóðursins, bæði magns þess og gæða svo og fóðrunarlagsins. Gemlingurinn er skepna sem er í vexti og því þarf að fúllnægja vaxt- arþörf hans til að hann vaxi og þroskist eðlilega, og sé hann auk þess með fangi, er brýn nauðsyn að fullnægja fósturþörfmni þar sem fósturvöxturinn hefúr forgang yfir líkamsvöxtinn, þannig að ef þörf- inni til fósturvaxtar er ekki full- nægt, virkjar gemlingurinn eigin líkamsvefi sína til þess að mæta henni, á kostnað eigin líkamsvaxtar og þroska. Ýmsar rannsóknir á uppeldi geldra og lembdra gemlinga hafa verið gerðar á Hesti í áranna rás. Við íjárskiptin 1950 rannsakaði Halldór Pálsson áhrif fangs á fyrsta vetri á vöxt og þroska ánna og sýndi fram á að þroskatap lembdra gemlinga, sem þyngdust um tæp 7 kg lambsveturin, hafði ekki unnist upp við 28 mánaða aldur miðað við þroska gemlinga sem geldir voru lambsveturinn en með lambi tvæ- vetlur. Veturinn 1972 var gerð á Hesti tilraun með samanburð á vexti 108 geldra gemlinga í tveimur jöfnum hópum, við mismikla fóðrun lambsveturinn og áhrif slíkrar fóðr- unar á æviframleiðslu þeirra frá öðrum til 8 vetra aldurs. Vanfóðr- aðir gemlingar léttust um 2,1 kg yf- ir veturinn en þeir betur fóðruðu þyngdust um 7,7 kg og nam því þyngdarmismunur hópanna 9,8 kg um vorið. Þessi þyngdarmunur eftir Stefán Sch. Thorsteinsson, Sigvalda Jónsson og Inga Garðar Sigurðsson Rannsókna- stofnun landbún- aðarins vannst ekki upp fyrr en við 33 mán- aða aldur, en þá fyrst náðu vanfóðr- uðu gemlingamir sama þunga og þeir betur fóðmðu. Áhrif vanfóðr- unarinnar komu hvorki niður á mjólkurgetu ánna, þar sem ekki kom ffam neinn munur á lamba- vexti milli meðferða, né á endingu þeirra. Hins vegar hafði þroskatap- ið lambsveturinn afdráttarlaus áhrif á frjósemina, þar sem hún var hvert ár, frá öðrum til 8 vetra aldurs, minni í kvalda hópnum og nam sá munur 0,10 lömbum á á til jafnað- ar. Þessar niðurstöður em í góðu samræmi við rannsóknir á uppeldi á Svathöfðafé í Skotlandi sem sýnt hafa að lélegt atlæti lambsveturinn hefúr hamlandi áhrif á frjósemi síð- ari ára. Mikilvægasta næringarefnið til vaxtar og þroska eru próteinin (eggjahvítuefnin). í 3ja ára saman- burðartilraun á haust- og vetrarrún- ing 502 ásetningslamba, sem fóðr- uð vom með og án fískimjöls vet- uma 1985 - 1987, komu berlega í ljós áhrif fiskimjölsins á vöxt geml- inganna. Við sama heyát þyngdust haustklipptir og vetrarklipptir lembdir gemlingar, sem fengu 50 g af fiskimjöli daglega frá nóvember- byrjun til burðar, um 18,4 kg að meðaltali samanborið við 15,5 kg þyngingu þeirra, sem ekkert fiski- mjöl fengu. Það kom einnig greini- lega í ljós að fiskimjölsfóðruðu gemlingamir höfðu betur þroskuð júgur við burðinn og mjólkuðu meira, eftir vexti lambanna að dæma. Hins vegar hafði rúnings- tíminn meiri áhrif á fæðingarþunga lambanna en fiskimjölsgjöfin, þannig að lömb haustklipptu geml- inganna voru fædd um 11% þyngri en þeirra sem vetrarklippt voru. Þessu er öðm vísi farið hjá full- vaxta ám, þar sem þekkt er að fiski- mjölsgjöf með töðu síðasta mánuð- inn fýrir burð hefúr aukið fæðingar- þunga lamba um 7% -12% miðað við töðugjöf eingöngu, og sýnir þetta að þegar orkuþörfúm til vaxt- ar og fósturmyndunar er fullnægt, nýtast eggjahvítuefnin gemlingnum til eigin vaxtar og þroska, en hjá fúllvaxinni á að meiri hluta til fóst- ursþroskans. Frá þvi þessar niður- stöður lágu fyrir hefúr það verið fastur siður á Hesti að fóðra ásetn- ingslömbin með 40- 50 g af fiski- mjöli daglega ffá fengitímalokum til burðar. Samanburöur á þrifum og afurðum gemlinga á þurrheyi og rúlluheyi Vetuma 1995 til 1997 var gerður samanburður á áti, þrifúm, lamba- vexti og afúrðum gemlinga, sem fóðraðir vom annars vegar á þurr- heyi og hins vegar á rúllubundnu heyi frá hýsingu til mánaðamóta apríl-maí er sauðburður hófst. Hvert ár var ásetningslömbunum skipt í tvo jafna hópa efir þunga þeirra í októberlok er þau vom klippt og tekin á hús. Lömbin vom vegin í fyrstu viku hvers mánaðar, nema í mars, en þá vom þau vegin er u.þ.b. fimm vikur vom til burðar og í aprillok áður en burður hófst. Frá og með desembervigtun vom gefin stig fyrir holdarfar, sem met- FREYR 5-6/99 - 53

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.