Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1999, Qupperneq 60

Freyr - 01.05.1999, Qupperneq 60
Samanburður á vexti, þrifum og kjötgæðum geltra og ógeltra hrútlamba Að tilhlutan Fagráðs í sauð- fjárrækt var vorið 1997 var gerð tilraun á Fjárræktarbúi Rala að Hesti til að rannsaka áhrif vorgeldingar hrútlamba á vöxt og þroska þeirra samanborið við ógelt hrútlömb. Leyfi yfirdýralæknis þurfti til geldingarinnar, þar sem lög banna slíkt án deyfingar, og annaðist Gunnar Öm Guðmundsson héraðs- dýralæknir hana. í tilrauninni var beitt tveimur mis- munandi geldingaraðferðum. Annars vegar vom lömbin gelt með geld- ingartöng og hins vegar með gúmmi- hring, sem glenntur er út með þar til gerðri töng og síðan smeykt um punginn innan við eistun þétt við kviðinn. Við þessa aðferð stöðvast alt blóðrennsli til eistna og pungs sem þá visnar og fellur af um síðir, en kviðurinn verður sléttur sem á gimbrum væri. Þetta er sú geldingar- aðferð sem almennt er notuð erlendis við geldingu á unglömbum. Sam- kvæmt bandarískum heimildum varir sársaukinn við slíka geldingu í um það bil 30-45 mínútur. Við tangargeldingu (Burdizzo) stöðvast blóðrennslið til eistnanna og við það visna þau, en skepnan heldur pungnum þótt lítið sé gagnið í honum. í tilraunina voru notaðar 24 tví- lembur, sem allar gengu með hrút- lömbum, og var annað lambið und- an hverri á gelt, ýmist með töng eða gúmmíhring, en hitt haft ógelt til samanburðar. Lömbin voru vegin og gelt 28. maí og var þá tekið mið af þunga og aldri þeirra þannig að hópamir væm sem jafnastir hvað þá þætti varðar. Meðalaldur við geldingu var 14 ± 5,7 dagar (meðal eftir Stefán Sch. Thorsteinsson Rannsóknar- stofnun Landbún- aðarins staðalfrávik) og hinn sami í báðum geldingarmeðferðum Þar sem kjötið af lömbunum var | jafnframt ætlað í rannsókn á hrúta- bragði (bragðprófanir) á vegum Matvæladeildar RALA, var þeim slátrað í fímm slátrunum, ljómm pömm í hvert sinn, á hálfs mánaðar fresti frá 5. nóvember til 8. janúar. Þvi er uppgjörið á vexti þeirra og þrifum bundið við tímabilið frá fæðingu til 4. nóvember meðan lömbin í flokkunum era óskert að tölu og em þær niðurstöður sýndar í töjlum 1 og 2 eftir geldingarað- ferðum. Frá því að lambám var sleppt í út- haga í fyrstu viku júní og til ágúst- byijunar gengu æmar með lömbum sínum í heimalandinu, en frá þeim tíma og til 29. september, er hefð- bundin haustvigtun fór fram, var þeim beitt á há. Frá 29. september til 4. nóvember var lömbunum beitt á grænfóður kál og rýgresi. Tvö lömb voru felld úr uppgjörinu þar sem annað lambið varð afbrigilegt vegna útbrota (orf) en hitt villtist undan, en bæði tilheyrðu þessi lömb samanburðarhópnum við hring-geldinguna. Við vigtun 13. júní vantaði 3 pör í báða hópa og er meðalþungi þeirra því settur í sviga í töflunni, þar sem hann er ekki alveg sambærilegur við seinni vigtanir. Við þessa vigtun var athugað hvemig geltu lömbin hefðust við og var ekki annað að sjá en að geldingin hefði tekist vel, þar sem ekkert lamb var með ígerð. Ekkert af hring-geltu lömbunum hafði þá misst punginn, en 17 dögum síðar eða 30. júní var hann dottinn af öllum. Við tölfræðilegt uppgjör, bæði á þunga á fæti og vaxtarhraða, var prófað hvort marktækur mismunur væri milli para innan geldingarað- ferða og eins án tllits til geldingarað- ferða, bæði með og án leiðréttingar tyrir upphafsþunga 28. maí. Ekki reyndist svo vera, bæði hvað varðar þunga á fæti og vaxtarhraða. Næst kemst munurinn að vera marktækur (miðað við 95% tilfella) á þunga 29. september og eins á vaxtartímabil- inu frá 30. júní til 29. september á milli geltu og ógeltu paranna. Enda þótt ekki hafí komið fram Tafla 1. Þunqi lamba á fæti, kq. Geldingar aðferð Tala lamba Fæð. þungi Þungi við geldingu 28. maí 13. júní Vigtunardagar 30. júní 29. sept.14. okt. 4. nóv. Töng 12 3,82 6,86 (10,57) 16,38 35,50 38,33 39,58 Samanb.lömb 12 3,62 7,08 (10,99) 16,73 37,00 40,08 40,83 Hringir 12 3,78 6,86 (10,31) 15,57 33,83 36,42 37,75 í Samanb.lömb 10 3,80 7,15 (11,14) 16,69 38,10 41,10 42,00 Geldingar 24 3,78 6,86 (10,45) 15,97 34,67 37,82 38,67 Hrútar 22 3,70 7,11 (11,06) 16,71 37,48 40,83 41,36 60- FREYR 5-6/99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.