Freyr - 01.05.1999, Side 63
Rannsókn
á arfgerðum príongens í sauðfé frá nokkrum
völdum bæjum á riðulausum svæðum
Bakgrunnur
Rannsóknir á Keldum síðustu ár
hafa sýnt að mismunur er á tiðni arf-
gerða príongensins í riðuveiku fé og
heilbrigðu fé. Arfgerðin VRQ (bók-
stafimir standa fyrir mismunandi
amínósýmr í táknum 136, 154 og
171) hefur verið skilgreind sem
áhættuarfgerð í íslensku fé, því að
hún kemur marktækt miklu oftar
fyrir í riðufé (14% arfhrein og 45%
arfblendin en í heilbrigða fénu eru
4% arfhrein og 21% arfblendin).
Önnur arfgerð sem finnst bæði í
riðufé og heilbrigðu fé, ARQ, hefur
verið skilgreind sem nokkuð hlut-
laus hvað varðar riðusmit. Þriðja
arfgerðin, AHQ, hefur verið skil-
greind sem hugsanlega vemdandi
arfgerð eða arfgerð með litla
áhættu. Þessi arfgerð hefur ekki
fundist í riðufé hér á landi (92 til-
felli rannsökuð), en í heilbrigðu fé í
litlum mæli (4-9%). Sjaldgæfur
breytileiki hefur fundist í tákna 151,
sem felst í því að amínósýran
cysteine kemur í stað arginine. Þessi
breytileiki hefur eingöngu fundist í
íslensku fé og gæti skipt máli fyrir
riðunæmi þess. (Sjá nánar i annarri
grein hér að framan, „Kynbætur til
vamar riðu“ eftir sömu höfunda).
eftir
Stefaníu
Þorgeirsdóttur
. °9
Astríði
Pálsdóttur
Tilraunastöð
Háskóla
íslands
í meinafræði
að Keldum
í samstarfi við
Rannsókna-
deild dýra-
sjúkdóma
Markmið
Markmið þessa verkefnis er að
nýta upplýsingar um arfgerðir príon-
gensins við kynbætur á sauðfé, sem
með tímanum gætu stuðlað að
útrýmingu riðusjúkdómsins á íslandi.
Framkvæmd
Kannaðar vom arfgerðir príon-
gensins með tilliti til riðunæmis í
rúmlega 500 kindum, aðallega frá
þremur einangruðum svæðum á
landinu þar sem aldrei hefur fundist
riða, þ.e. Ströndum, Snæfellsnesi
og Öræfurn. Einnig var fé athugað
frá fáeinum stöðum sem staðsettir
em innan riðusvæða en sem þekktir
eru fyrir kynbótafé. Valdir voru í
samvinnu við Jón Viðar Jónmunds-
son ráðunaut BÍ alls 17 bæir sem
selja hrúta á sæðingarstöðvar og líf-
lömb til riðubæja vegna fjárskipta.
Blóðsýnum var safnað úr völdu fé
frá eftirtöldum bæjum innan hverra
hinna þriggja riðulausu svæða.
Öræfi (171 sýni): Smyrlabjörg,
Borgarhöfn, Hof I og Svínafell I og
II. Snæfellsnes (125 sýni): Hjarðar-
fell, Hofsstaðir, Mávahlíð og Brim-
ilsvellir. Strandir (146 sýni):
Broddanes, Smáhamrar, Heydalsá
(2 eig.) og Skjaldfonn. Aðrir staðir
(68 sýni) vom Hestur í Borgarfirði,
Oddgeirshólar í Flóa og Freyshólar
í S-Múlasýslu. Upplýsingar um ætt-
emi vom lagðar til grundvallar fyrir
vali sýna. Einkum vom skoðaðir
hrútar og einnig nokkrar ær úr
hverjum dætrahópi. Sigurður Sig-
urðarson dýralæknir hjá Rann-
sóknadeild dýrasjúkdóma á Keld-
um sá um sýnatöku.
Greiningaraðferðir
Erfðaefnið DNA var einangrað úr
blóðsýnunum og príongenið fjöl-
Tafla 1. Samanburöur milli nokkurra riöulausra svæöa á tíöni mismunandi sam
sæta í táknum 136, 151 og 154 í príongeninu.
Tákni Samsæta Öræfi Snæfellsnes Strandir Önnur svæði Alls
136 MN 1,8% (0-6) 1,6% (0-4) 0,7% (0-7) 2,9% (0-10) 1,6%
136 NM 16,4% (6-36) 20,8% (10-31) 11,6% (0-33) 14,7% (0-29) 15,9%
136 A/A 81,9% (58-91) 77,6% (67-90) 87,7% (60-100) 82,4% (62-100) 82,6%
151 C/C 0% 0% 0% 0% 0%
151 C/R 0% 7,2% (0-20) 0% 5,9% (5-8) 2,5%
151 R/R 100% 92,8% (80-100) 100% 94,1% (92-95) 97,5%
154 H/H 0% 0,8% (0-3) 0% 0% 0,2%
154 H/R 16,4% (11-20) 16 ,0% (4-35) 2,1% (0-5) 2,9% (0-5) 10,4%
154 R/R 83,6% (80-89) 83,2% (63-96) 98,0% (95-100) 97,1% (95-100) 89,4%
Bókstafirnir standa fyrir mismunandi amínósýrur (A: alanine, C: cysteine, H: histidine, R: arginine, V: valine) á þrem stööum
í príongeninu (táknum númer 136, 151 og 154).
í svigum eru gefin upp lægstu og hæstu hlutfallsgildi bæja innan svæðanna.
FREYR 5-6/99 - 63