Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1999, Side 64

Freyr - 01.05.1999, Side 64
faldað með PCR (polymerase chain reaction) aðferðinni og breytileiki þess rannsakaður með skerðibúta- meltu. Melting á DNA með skerði- ensíminu BspHI gefur upplýsingar um gerð amínósýra í táknum númer 136 og 154 í príongeninu. Skerði- ensímið klippir ef valine er í tákna 136 og/eða histidine í tákna 154. Niðurstaðan verður mismunandi stærðarbútar af DNA sem greina má á agarósagelum. Á svipaðan hátt var breytileiki í tákna 151 athugaður með skerðiensíminu Avall. Þessi rannsókn einskorðað- ist við tákna 136, 151 og 154 en breytileiki í tákna 171 hefur ekki fundist í íslensku fé. Hafrún Eva Amardóttir líffræðingur og Valdi- mar Búi Hauksson líffræðinenii unnu að arfgerðagreiningunni. Niðurstöður Tíðni breytilegra samsæta í príongeni þessara kinda var í góðu samræmi við fyrri niðurstöður úr rannsóknum á fé frá riðulausum svæðum. Hlutfall þeirra kinda sem höfðu amínósýruna valine í seti 136 (aukið riðunæmi) var 1,6% arflirein (V/V) og 15,9% arfblendin (V/A) (Tajla 1). Reyndist ekki vera mikill breytileiki milli mismunandi riðu- lausra svæða (11,6-20,8% V/A), en þó nokkur milli einstakra bæja inn- an svæðanna (t.d. Strandir: 0-33% V/A). Breytileiki í tákna 151 (C/R) fannst aðeins í 2,5% fjárins í heild, en aðeins örfáir bæir standa á bak við þá tíðnitölu. Þessi breytileiki er tiltölulega algengur á einum bæj- anna á Snæfellsnesi (20% C/R), en fannst ennfremur á fjómm bæjum til viðbótar (5-8%). Ekki er vitað hvort C151 breytileikinn skipti máli fyrir riðunæmi, en hann hefur ekki fundist í riðusmituðu fé. í tákna 154 er histidine í stað argin- ins talið valda minnkuðu næmi fyr- ir riðu en rúm 10% af fénu reyndist vera arfblendið á þessum stað. Hér sást áberandi munur milli svæða, um 16% í Öræfum og á Snæfells- nesi, en 2-3% á Ströndum og á bæj- unum utan hinna þriggja skil- greindu riðulausu svæða. Dreifíng- in milli bæja innan Öræfanna var nokkuð jöfn (11-20%), en á nokkuð breiðu bili innan Snæfellsness (4- 35%). Þessar niðurstöður sýna að nokk- ur munur er á því milli svæða hve mikill breytileiki fínnst á ákveðn- um stöðum innan príongensins. Einkum á þetta við um H154 breytileikann, sem virðist tengjast lægri áhættu á riðusmiti, en hann er töluvert algengari bæði á Snæfells- nesi og í Öræfum en á Ströndum. Áhættuarfgerðin (VI36) hins vegar sýnir jafhari útbreiðslu yfir landið, en hins vegar er breytileikinn oft mikill milli bæja. Nýting Niðurstöður þessa verkefnis gefa tækifæri til að nýta upplýsingar um erfðauppbyggingu sérvalins fjár til að reyna að fækka fé með áhættu- arfgerð inn á sæðingastöðvunum og fjölga því fé sem ber arfgerðir með lægri áhættu á smiti. Einnig geta einstakir bændur, sem fellt hafa fé sitt vegna riðu, nýtt þessar upplýs- ingar við kaup á liflömbum. Fylgst verður með afdrifum fjárins. Rannsóknir okkar á erfðabreyti- leika í príongeni íslensks fjár hafa sýnt að ekki er unnt að heimfæra er- lendar niðurstöður beint upp á ís- lenska sauðfjárstolhinn. Til dæmis skortir breytileika í tákna 171 í ís- lensku fé (um 1000 sýni rannsökuð), en ákveðinn breytileiki sem finnst þar í erlendu fé veldur minnkuðu riðunæmi. Upplýsingar um aðstæður hér á landi gætu nýst til að rækta upp sauðfé sem hefði aukið þol gegn riðusmiti. Má benda á að á hvetju ári er valinn mjög takmarkaður fjöldi hrúta sem notaður er til undaneldis vítt og breitt um landið. Það gefur því auga leið að ef hægt væri að velja þessa hrúta með arfgerð príongensins til hliðsjónar (auk annarra mikilvægra þátta) væri hægt að hafa víðtæk áhrif á framtíðar uppbyggingu íslenska sauðfjárstofnsins hvað varðar smit- næmi gagnvart riðu. Verkefnið er styrkt af Framleiöni- sjóði landbúnaðarins 1998. Molar Danskir bændur í gapastokkinn Nýjar reglur hafa tekið gildi í Danmörku sem heimila að birt séu nöfn bænda sem fylgja ekki opinberum fyrirmælum í bú- rekstri sínum. Nöfn þriggja kúa- bænda hafa þannig verið birt; eins fyrir það að blanda vatni í rnjólk- ina, annars fyrir að vera með of háa frumutölu i mjólk og hins þriðja fyrir að fylgja ekki fyrirmælum um innréttingar í ijósi og vanrækslu á að eyma- merkja kýr sinar. Tilgangurinn með nafnabirtingunni er að vera til viðvörunar öðrum bændum. Dönsku landbúnaðarsamtökin kalla þetta að innleiða á ný gapastokkinn í Danmörku. (Bondebladet nr. 12/1999). Pólland ásakar ESB Pólski landbúnaðarráðhen-ann, Jacek Janiszewski, kennir ESB um þær miklu mótmælaaðgerðir sem pólskir bændur efndu til sl. vetur. Bændumir hafa mótmælt versnandi kjörum. Landbúnaðar- ráðherrann hefur gangrýnt ESB fyrir að niðurgreiða verð á svínakjöti sem flutt var út til Pól- lands á sl. vetri. Pólskur landbún- aður berst í bökkum eftir að efna- hagur Rússlands hmndi í ágúst í fyrra. ESB missti þar einnig markað fyrir svínakjöt sitt en ákvað í staðinn að beina útflutn- ingi sínum til Póllands. (Bonde og Smábruker nr. 5/1999). 64- FREYR 5-6/99 FREYR 5/99 - 64

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.