Freyr - 01.05.1999, Side 65
Stuðningur við
sauðfjárrækt á íslandi og í ESB
Eftirfarandi grein er unnin upp
úr verkefni sex nemenda við
Samvinnuháskólann á Bif-
röst. í lok hvennr námsannar vinna
nemendur misserisverkefni sem
tengist námsefni hennar. Verkefnin
eru ýmist unnin í samvinnu við
fyrirtæki eða á eigin vegum. í þessu
verkefni, sem ber titilinn „Sauðfjár-
rækt í evrópsku umhverfi“, er
leitast við að svara spumingunni:
„Hver væri staða íslenskra sauð-
fjárbænda með tilliti til bein-
greiðslna og afurðaverðs ef Island
væri aðili að ESB?“
Höfundar þessa verkefnis eru
Ása S. Haraldsdóttir, Bemhard Þór
Bemhardsson, Guðmundur Ólafs-
son, Hafsteinn Jóh. Hannesson,
Jakob H. Kristjánsson og Jóhannes
Jónsson.
Landbúnaður
innan ESB
Þegar landbúnaðarstefna ESB var
sett fram árið 1962 vom aðstæður
þær að auka þurfti framleiðslu
landbúnaðarafurða svo að banda-
lagsríkin yrðu sjálfúm sér næg um
matvæli. Stefnan leiddi til þess að
bændur í ffjósamari hémðum, sem
höfðu betri tækifæri til að auka
ffamleiðslu sína, tóku til sín stærst-
an hluta þeirra styrkja sem í boði
voru. Bændur á svæðum sem höfðu
fyrir lakari afkomu bám lítið úr být-
um og drógust enn frekar aftur úr.
Afleiðing stefnunnar varð aukinn
munur á afkomu bænda, jafnframt
því að framleiðsla jókst umfram
þarfir og birgðasöfhun varð mikið
vandamál.
Þegar leið á níunda áratuginn var
ljóst að steínan, með þeim breyt-
ingum sem á henni höfðu verið
gerðar, þarfnaðist heildarendur-
skoðunar. Endurbætt landbúnaðar-
stefna leit dagsins ljós árið 1993 og
höfðu þá verið gerðar umtalsverðar
breytingar sem ætlað var að jafna
kjör bænda og færa ffamleiðslu til
samræmis við þarfir markaðarins,
auk þess að treysta undirstöður bú-
setu á dreifbýlum svæðum. Með
þessum breytingum varð landbún-
aðarstefnan jafnframt hornsteinn
umhverfis- og byggðastefnu sam-
bandsins þar sem þær snúa að
miklu leyti að landbúnaði. Auk
þess má nefna að sjávarútvegur
fellur undir landbúnaðarstefnu
sambandsins. Hann fær þó einungis
brot af þeim framlögum sem ætluð
eru til framkvæmdar stefhunnar.
Núverandi landbúnaðarstefna
ESB byggir á eftirfarandi megin-
þáttum:
* Auka framleiðni í landbúnaði
með þvi að stuðla að tæknivæð-
ingu og skynsamlegri þróun land-
búnaðarframleiðslu auk bættrar
nýtingar framleiðsluþátta, þá sér-
staklega vinnuafls.
* Bæta lífskjör fólks sem hefur
afkomu sína af landbúnaði og
færa þau til samræmis við það
sem almennt gerist í löndum
ESB.
* Koma á jafnvægi á mörkuðum.
Tryggja nægt framboð landbún-
aðarafurða.
* Tryggja sanngjamt verð á land-
búnaðarafurðum til neytenda.
I landbúnaðarstefnu ESB felst
vemd gegn innflutningi sem bygg-
ist á tollum og fleiri innflutn-
ingshöftum auk ýmissa styrkja.
Þessir þættir miða að þvi að vemda
ffamleiðendur á innri markaði ESB
gegn samkeppni við ódýrar inn-
fluttar landbúnaðarafurðir.
Þær breytingar á GATT-samn-
ingnum, sem gerðar vom í kjölfar
Umguayviðræðnanna, höfðu tals-
verð áhrif á framleiðendur landbún-
aðarafurða innan ESB. Áhrifin vom
þau að markaðsvemd ESB gagn-
vart innflutningi var minnkuð um-
talsvert en er þó enn fyrir hendi.
Einnig fól samningurinn í sér að
aðildarríki ESB samþykktu að
draga úr stuðningi við landbúnað.
Hin nýja landbúnaðarstefna ESB
hefur leitt til þess að heildarstuðn-
ingur við bændur hefur minnkað,
jafnvel umfram áætlanir sam-
bandsins. Birgðavandamál eru að
mestu úr sögunni og tekjur bænda
innan ESB hafa aukist. Því má
segja að þrátt fyrir að stefnan sé
flókin í framkvæmd hafi náðst þau
markmið sem stefnt var að.
Styrkjakerfi ESB
Styrkjakerfi ESB er mjög fjöl-
þætt en hér verður eingöngu fjallað
um þann hluta sem tengist sauð-
fjárbúskap. Styrkimir, sem hér um
ræðir, em beinir og óbeinir styrkir
til sauðfjárbænda auk byggða- og
umhverfisstyrkja.
í umfjölluninni verður að mestu
leyti stuðst við upplýsingar um
skoskan sauðfjárbúskap og hafðir i
huga styrkir sem helst myndu nýt-
ast íslenskum sauðfjárbændum.
Nokkur aðstöðumunur er á milli ís-
lenskra og skoskra sauðfjárbænda.
Sem dæmi má nefna að Skotar
þurfa ekki að hýsa sauðféð. Réttara
gæti talist að miða umfjöllunina við
norræna bændur sem búa við svip-
uð skilyrði og þeir íslensku. Á það
ber hins vegar að líta að saman-
burður við Finna og Svía gæfi ekki
rétta mynd þar sem þeir njóta enn
sérstakra styrkja vegna aðlögunar í
kjölfar inngöngu í ESB.
Landbúnaðarstyrkir
Nærri lætur að helmingur heild-
arstyrkja sem veittir eru árlega af
fjárlögum ESB fari til framleiðenda
FREYR 5-6/99 - 65