Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1999, Page 69

Freyr - 01.05.1999, Page 69
Númerakerfi Flestir sauðíjárbændur, sem númera fé sitt, gera það eftir ákveðnu kerfi. Kerfin eru mjög fjölbreytileg og mis- jafnlega auðskilin. í þessari grein ætla ég að nefna helstu kerfi sem eru í notkun og reyna að meta kosti þeirra og galla. Grundvallaratriði varðandi öll númerakerfi er að þau séu einföld í notkun og lýsandi fyrir þær upplýsingar sem þau standa fyrir. í skýrsluhaldi Bændasam- taka íslands eru settar upp ákveðnar grunnreglur varðandi númeringu sauðfjár. Sérstakar reglur gilda fyrir ærnúmer, aðrar fyrir lambanúmer og enn aðrar fyrir hrútanúmer og verður gerð grein þeim hér á eftir og ýmsum útfærslum sem bændur geta valið um og rúmast innan þeirra reglna. Ærnúmer. Ærnúmer samanstanda af 5 töl- um. Fyrstu tvær tölurnar eru tveir síðustu stafírnir í fæðingar- ári ærinnar en hinir þrír eru hlaupandi raðnúmer frá 1-999, sem í fíestum tilfellum er hið raunverulega númer sem notað er dags daglega. Dæmi : 95-001 = ærin er fædd árið 1995 og er númer 1. 1 ærnúmerunum eru þrjú megin kerfí notuð; a) áframhaldandi númerakerfí frá 1-999 óháð ári, b) hlaupandi númer innan hvers árs, c) hlaupandi númer þar sem þriðji stafurinn í númerinu er síðasti stafur ártalsins. A) Aframhaldandi númerakerfi frá 1-999, óháð aldri: Þetta kerfí byggir á því að fyrir sauðfé eftir Jóhannes Ríkarðsson, héraðs- ráðu- naut stöðugt er haldið áfram með númeraröðina ár eftir ár, þang- að til komið er upp í 999 en þá er byrjað á einum upp á nýtt. Þetta er Iíkleg það kerfí sem bændur hér á landi þekkja best. Dæmi: Bóndi tekur fé eftir riðu- niðurskurð 1995 og kaupir 150 gimbrar. Hann númerar þær frá 1-150 (95-001,....95-150). Ár- ið 1996 setur hann á 40 gimbr- ar og fá þær númerin 151-190 (96-151,.....,96-190) o.s.frv. Kostir: Kerfíð er einfalt í notkun og gerir númerapantanir mjög einfaldar og endurnotkun á númerum mögulega. Gott að tengja saman lamba- og ær- númer. Kerfíð hentar vel þegar verið er að taka mörg lömb eft- ir fjárleysi og þegar verið er að númer hjörð frá byrjun þar sem lítið er vitað með vissu um ald- ur ánna. Einnig er þetta þægi- legt fyrir þá sem eiga auðvelt með að læra númer ánna. Gallar: Séu einungis 3 síðustu stafír númersins hafðir í ánum er kerfíð ekki lýsandi fyrir ald- ur ánna. Kerfíð hentar ekki þar sem fé er margt og setja þarf á fíeiri en 100 gimbrar á ári. Hætt er við að númerin fari að endurtaka sig of ört og tvínúmering getur átt sér stað. Þessi hætta er ekki fyrir hendi ef ártalið er einnig haft í eyrn- armerki ánna. B) Hlaupandi númer innan hvers ár: Kerfíð er þannig uppbyggt að alltaf er notað 5 stafa númer, þ.e. síðustu tveir stafírnir í ár- talinu og síðan hlaupandi núm- er frá 1 - 999 allt eftir því hve ásettar gimbrar eru margar á hverju ári. Dæmi: Árið 1997 voru settar á 50 gimbrar og 1998 einnig 50 gimbrar þá fá þær númerin 97001,...,97050 og 98001, ...,98050 o.s.frv Kostir: Einfalt í notkun og segir til um aldur ánna. Hentar vel þegar verið er að taka fé eftir fjárleysi eða byrja númeringu upp á nýtt. Sé fæðingarár ær- innar ekki þekkt verður að sleppa ártalinu (00001). Einnig hentar þetta kerfí mjög vel þar sem fé er margt og líkur eru á að settar séu á fleiri en 100 gimbrar á hverju ári og er í raun eina kerfíð sem virkar þá. Kerfið býður einnig upp á mikla möguleika á sérvisku númeringum þar sem hver ár- gangur hefur úr 999 númerum úr að moða, s.s. ef verið er með mismunandi stofna eða ættir sem halda á sér. Gallar: Panta þarf númer fyrir hvem árgang fyrir sig og ekki er hægt að nota númerin aftur. Þar sem númerið sem notað er í ærnar er 5 stafa getur verið erfítt að muna það, því að eins og allir vita er auðveldari að muna stutt númer en löng. Einnig er erfítt að koma við beintengingum við lambanúm- er með góðu móti þar sem lambanúmer mega eingöngu vera 4 stafír. C) Hlaupandi númer með síð- FREYR 5-6/99 - 69

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.