Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 16

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 16
f Unnið að skurðhreinsun. Skurðbakkinn er fyrst stunginn niður. Síðan er skurðurinn dýpkaður og uppmoksturinn hreinsaður upp úr honum, ásam t þvi að fjarlœgja óplœgðu torfuna á bakkanum. (Ljósm. Magmis Sigsteinsson). bæði vinnugæði og afköst væru ófullnægjandi og afkastageta belta- gröfunnar nýttist betur með því að grafa með skóflu á hefðbundinn hátt. í framhaldi af þessari athugun er rétt að geta þess að á markaði er- lendis eru tæki sem eru af allt öðr- um stærðarflokki og mun öflugri en hér að framan greinir. Til að mynda framleiðir franska fyrirtækið CMS vökvaknúin keilulaga kasthjól eða sívalninga sem eru allt að 1,2 m í þvermál. Þeir eru tengdir við bómur á beltagröfum, geta bæði grafið nýja skurði og hreinsað upp úr eldri skurðum. Þessi búnaður þarf mjög mikið vökvaflæði, eða allt að 230 1/mín, og verður að setja á gröfúm- ar allt að 140 hö aukaaflvél. Við hreinsun skurða þeytir hjólið frá- kastinu langt inn á spilduna en hafa má nokkur áhrif á dreifinguna með því að breyta dreifingu geislans. Af- köst þessa búnaðar em mjög mikil og er rætt um 3-600 m á klst. Auka- búnaður á gröfúna er nokkuð kostn- aðarsamur og er rætt um allt að 7 milljónir kr í því sambandi. Mjög áhugavert væri að fá slikan búnað til reynslu hér á landi og hafa viðræður verið um það verið hafnar. Umræður og ályktanir Mikið verk er fyrir höndum, að koma framræsluskurðum í viðun- andi horf. í því sambandi hefúr ver- ið slegið fram að lengd framræslu- skurða á ræktunarlöndum séu um | 20-25 þús. km. Þá benda athuganir til að magn uppgraftar á lengdann- eter, þegar kemur að eðlilegu við- haldi, sé um 0,7-1,2 m’. Full ástæða er til að leita að hagkvæmari tækni og verklags til að hreinsa skurði og jafna uppgreftrinum yfir spilduna. Frumathuganir bentu til að efna- innihald uppgraftar sé með heldur lægra sýrustig en á spildunum og að kalítölur geti verið nokkru lægri. Ræktunarathugun í pottum með „hreinum“ uppgrefti sýndu lægra spírunarhlutfall og einnig var upp- skeran minni. Nauðsynlegt er að gera frekari athuganir á efnainni- haldi uppgraftarins sem hafa má hliðsjón af við skipulag endur- vinnslunnar. Gerðar voru athuganir á að losa uppgröftinn beint frá gröfu í bútjáráburðardreifara, þannig að hún gæti unnið viðstöðulaust. Þær athuganir benda til að ná megi við- unandi árangri við dreifmguna og þannig komast hjá miklum út- gjöldum við ýtuvinnu eftir uppgröft. Afköstin við þau vinnubrögð voru 40-80 lengdarmetrar á klst., háð uppgraftarmagni. Til prófúnar hafa verið lítil kasthjól til hreinsunar, bæði tengd á hjólagröfúr og belta- gröfúr, en vinnubrögðin verið ófúll- nægjandi. Skoða þarf nánar hvort stórvirk hreinsitæki sem á markaði eru erlendis geti verið álitlegur kostur við okkar aðstæður. Regluleg hreinsun framræsluskurðanna hlýtur að vera framtíðarmarkmið við túnræktina og nauðsynlegt er að leggja meiri vinnu og rannsóknir í það verkefni til að auka hagkvæmni við innlenda fóðurframleiðslu. Helstu heimildir: Arni Snæbjömsson, 1996. Fram- ræsla viðhald hennar og endurbætur. í: Handbók bænda 1996: 36-43. Borgþór Magnússon" Sturla Frið- riksson, 1989. Framræsla mýra. I: Ráðunautafundur 1989: 141-159. Guðmundur H. Gunnarsson, 1985. Úrbætur í framræslu. I: Ráðunauta- fundur 1985: 153-159. Haukur Júlíusson, 1999. Munnleg- ar upplýsingar. Ottar Geirsson, 1977. Endurbætur á framræslu í túnum. Freyr 53(22): 815-819. Þórarinn Þórarinsson, 1999. Munn- legar upplýsingar. Dráttarvél með öflugan og sérbúinn skitadreifara ekur samhliða gröfunni. Uppmoksturinn er settur beint i dreifarann sem kastar honum inn á miðja spildu þar sem hann dreifist vel. (Ljósm. Magnús Sigsteinsson.) 16 - FREYR 7/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.