Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1999, Page 21

Freyr - 15.05.1999, Page 21
Erfðaauðlind melgresis - verður ræktað fjölært korn á íslandi í framtíðinni? Ræktun á ijölærum kornteg- undum hefur lengi verið í umræðunni sem ákjósan- legur kostur fyrir landbúnað og umhverfísvernd. Ekki er hægt að sjá nákvæmlega fyrir kosti og galla ræktunar á ijölæru komi en nokkrar rannsóknir eru í gangi um val á heppilegum villtum tegund- um til kynbóta og ræktunar. í greininni verður fjallað um erfða- auðlind melgresis og eiginleika þess sem nýtast í komkynbótum og til ræktunar almennt. Munum við leggja áherslu á rannsóknir okkar sem miðast að því að mynda fjölæra blendingstegund, mel- hveiti, til ræktunar á íslandi og al- mennt á norðurslóðum. Hvers vegna fjölæra korntegund? Margt mælir með ræktun fjöl- ærra komtegunda frá umhverfís- fræðilegum sjónarmiðum. Rækt- unarland í heiminum er í stöðugri rýrnun vegna ræktunar á einærum tegundum, á sama tíma og jaðar- svæði kornræktar standa ónotuð. Rýmun lands vegna endurtekinna sáninga á einærum nytjajurtum reynist vera töluverð vegna land- rofs og taps á næringarefnum úr jarðvegi. Um 85% af heildar fæðuframleiðslu heims reynist vera af einærum komtegundum. Við ræktun á ijölærri komtegund er ákjósanlegasta ræktunarformið í sambýli við aðra svarðamauta, t.d. belgjurtir, til þess að auka hringstreymi næringarefna í jarð- vegi og minnka þar með áburðar- þörf (Pimm 1997; Wagoner 1990). Kostir þess að rækta fjölærar korntegundir eru að jarðvegur verður vel bundinn með rótarkerf- um, binding vatns verður stöðug og líffræðileg virkni eykst. Hægt er að hugsa sér blönduð rækt- unarkerfí þar sem fjölært korn verður í samræktun með heppileg- um fjölbreytileika tegunda til að ná fram hámarks framleiðni án þess að um samkeppni ofan jarðar og neðan sé að ræða. Jafnframt því er möguleiki á að nýta þann gróður sem eftir stendur eftir þreskingu til haustbeitar eða hey- öflunar. Villtar fjölærar korntegundir eru langt frá því að uppfylla öll þau skilyrði sem eru ákjósanleg fyrir ræktun. Aðlögun þeirra hefur ekki verið í því formi að auka kornuppskeru, heldur í þá átt að Mynd 1. Kynbótaaðferð með tegundablöndun þar sem (A) sýnir ófrjóan einlitna tegundablending milli brauðhveitis og dúnmels með alls 35 litninga, en (B) sýnir sama blending með tvöfalda litningatölu, 70 litninga, og er því frjór (stœkkun 2000x). eftir Kesöru Anamthawat- Jónsson dósent í grasafræði og Sigríði Klöru Böðvarsdóttur líffræðing, Líffræði- stofnun Háskóla íslands FREYR 7/99 - 21

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.