Freyr - 15.05.1999, Qupperneq 33
Sögubrot
r
þessar grein er sagt frá hug-
myndum um lífrænan landbún-
að og nokkrum frumkvöðlum á
því sviði.
I Evrópu hefst umræðan um líf-
ræna ræktun á seinni hluta nítjándu
aldar. Þá er farið að setja fram hug-
myndir um kosti búfjáráburðar um-
ffam tilbúins áburðar sem lítillega
var farið að nota þá miðað við það
sem seinna varð.
Bretinn George Vivian Poore
setti ffam hugmyndir árið 1893 um
langtíma áhrif búijáráburðar sam-
anborið við tilbúinn áburð í bók
sinni „Rural Hygine“, þær byggði
hann á viðtölum sínum við bændur
sem miðluðu honum af reynslu
sinni við ræktun. Poore var læknir
að mennt og taldi að sterk tengsl
væru á milli frjósemi jarðvegs og
heilsu manna. Hann benti einnig á
að mikil verðmæti í næringarefhum
fælust í skólpi frá bæjum og mætti
að nota það í landbúnaði, einnig
fjallaði hann um mikilvægi moldar-
efna í jarðvegi og að ekki mætti
ganga á þau. Poore taldi einnig að
hagsmunum landbúnaðarins væri
fómað fyrir skammtímahagsmuni
iðnaðar og frjálsrar verlsunar.
Hugmyndir og reynsla í lífrænum
landbúnaði hafa komið víða að.
Bandaríski jarðvegsfræðingurinn
F. H. King gagnrýndi landbúnaðar-
aðferðir í heimalandi sínu. Arið
1907 ferðast hann til Kína, Japan
og Kóreu. Eftir þá ferð skrifar hann
bókina „Farmers of Forty Centur-
ies“, þar segir hann frá kynnum sín-
um af asískum ræktunaraðferðum
og hvemig bændum þar hafði tekist
að halda jarðvegi frjósömum í þús-
undir ára og hvemig hægt var að
fæða ijölda fólks á minna landi en í
Bandaríkjunum.
Grunnurinn að þessari fijósemi var
sú einfalda aðferð að halda næringar-
eftir
Hrafnlaugu
Guðlaugs-
dóttur,
Bænda-
skólanum
á Hvanneyri
efnum inni í hringrásinni og öllu var
skilað aftur til jarðvegsins, einnig
skólpi frá mannabústöðum. Hann
hafnaði þeirri skoðun að þetta væri
gert vegna vanþekkingar, heldur taldi
hann þetta vera reynsluvísindi sem
hefðu sýnt sig að vera hið rétta og best
fyrir landið og fólkið. Hann taldi
þessa bændur vinna mjög skipulega
og markvisst í búskap sínum.
Bretinn Albert Howard var fyrsti
landbúnaðarlfæðingurinn sem út-
skrifaðist frá háskólanum í Cam-
bridge. Hann var bóndasonur, fæddur
1873. Howard starfaði lengi á Ind-
landi við að þróa safhhaugagerð og
ræktunaraðferðir fyrir þarlenda bænd-
ur. Hann sótti mikið af þekkingu sinni
til bænda á Indlandi og sá að betri
nýting á húsaskólpi væri nauðsynleg
til að jarðvegur
fengi næringu í því
héraði þar sem
hann vann. Hann
taldi fyrirbyggjandi
aðgerðir í ræktun
mikilvægastar í
baráttunni við
plöntu- og dýra-
sjúkdóma. Heil-
brigður jarðvegur
var að mati hans
undirstaða heilsu
manna, plantna og
dýra og búfjár-
áburður væri lykill-
inn að frjósemi
jarðvegs. A efri
árum ferðaðist Ho-
ward um heiminn og kynnti land-
búnaðarfólki safnhaugagerð og meðal
annars löndum sínum, Englend-
ingum. Einnig átti hann þátt í að bæta
hag kaffiræktenda í E1 Salvador sem
tóku upp aðferðir hans. Skoðanir hans
á menntun landbúnaðarvísindamanna
vöktu einnig athygli en hann taldi það
grundvallaratriði að hafa verið í sveit
sem bam til að geta skilið landbúnað
og útskýrt hann.
Rannsóknir á mataræði
í Indlandi
Tengsl heilbrigðis, fæðu og fram-
leiðsluhátta vom aðal viðfangsefni
breska læknisins Robert Mc Carri-
son. Hann rannsakaði kynþætti
Sikh, Hunza og Pathani á Indlandi.
I bók sinni “Studies in Deficiency”
frá 1921 veltir hann því fyrir sér
hver sé leyndardómurinn á bak við
andlegt og líkamlegt heilbrigði
þessara kynþátta. Hann bjó á meðal
þeirra í sjö ár og helstu kvillar sem
þjáðu Evrópubúa voru óþekktir
meðal þeirra, auk þess að þeir
bjuggu yfir miklum andlegum og
líkamlegum styrk.
Lifrænt rœktað grœnmeti af ýmsu tagi.
(Ljósm. Ólafiir R. Dýrmundsson).
FREYR 7/99 - 33