Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2001, Side 2

Freyr - 01.09.2001, Side 2
Ritstjórnargrein Hverjum klukkan glymur? Alkunna er að breytingar í stefnu- mótun í alþjóðamálum eru þungar í vöfum og ganga yfirleitt hægt. Það þarf ekki að undra neinn þar sem oft eru miklir hagsmunir í húfi. Ein af þessum breytingum, sem nú á sér stað, er að leiða landbúnað í hinum vestræna heimi út úr þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið, að framleiða matvæli með sem minnstum til- kostnaði. Að baki þeirrar kröfu hefur legið þrýstingur frá neytendum um að eiga aðgang að sem ódýrustum matvælum. Afleiðing þess hefur orðið sú að framleiðsluaðferðir hafa í ýmsum tilfellum brugðist og upp komið marg- vísleg vandamál. Mest áberandi hafa verið sjúkdómar í búfé og þar ber hæst kúariðu sem beinlínis varð til, að því er talið er, vegna óvandaðra framleiðsluaðferða á kjötmjöli. Þá má nefna hættulegt afbrigði af salmónella sjúkdómnum, svokallaður 104 stofn, sem eng- in lyf vinna á og er tilkominn vegna viðbragða náttúrunnar við fúkkalyfjum, þar sem sífellt verða til nýir stofnar af sjúkdómnum sem við- brögð við nýjum og betri lyfjum. Þá má nefna þær framleiðsluaðferðir, sem tíðkast víða í Vestur-Evrópu, að búfé er selt á fæti og flutt á milli svæða eða jafnvel landa til áframeldis. Það eykur hættu á dreifingu sjúk- dóma og átti sinn þátt í útbreiðslu gin- og klaufaveiki á þessu ári. Enn má nefna að ónothæfum eða jafnvel hættulegum efnum hefur verið blandað saman við fóður. Kunnast þeirra er díoxín sem barst með fitu í fóður í Belgíu fyrir fáum árum. Notkun vaxtarhormóna í búfjárrækt er talin eðlileg í Bandaríkjunum en mjög litin hom- auga í Evrópu, sama má segja um erfðatækni, sem meira er um í jarðrækt en búfjárrækt, hún er algeng vestanhafs en hefur ekki náð viður- kenningu í Evrópu. Eitt af því sem neytendur víða um heim hafa látið sig æ meira varða er dýravelferð og að 2 - pR€YR 10/2001 rekja megi uppruna þeirra vara sem þeir kaupa og þar með komast að því við hvaða skilyrði þær eru framleiddar. Hér er ekki allt upp talið sem varðar þessi mál og má þar nefna að náttúran beri ekki skaða af aðferðum við framleiðslu búvara. Hér á landi gildir það einkum um vernd og viðhald jarðvegs og gróðurs. Jarðvegs- og gróðureyðing er jafnframt mikið vandamál í öðrum löndum. Má þar nefna að skógarhögg í brattlendi, svo sem í Nepal, hefur valdið miklu jarðvegsskriði og mikil jarðvegseyðing verður í löndum þar sem akrar eru opnir og óvarðir verulegan hluta árs. Þá er áberandi umræða í löndum, sem reka öflugan landbún- að, svo sem Danmörku og Hollandi, um of- auðgun efna í jarðvegi. Þar má nefna nítrat og leifar jurtavarnarefna sem borist geta í neyslu- vatn. Þau vandamál, sem hér hafa verið rakin, hafa verið að koma upp á borð hjá ríkisstjórn- um ýmissa nálægra landa og við þeim hefur verið brugðist þannig að verkefnum og starfs- sviði landbúnaðarráðuneyta þeirra hefur verið breytt og stofnuð hafa verið ráðuneyti mat- væla, mála byggðaþróunar og vistfræði, auk landbúnaðar. Þar má nefna Bretland, Þýska- land, Frakkland, Holland og Danmörk. Fjár- framlög um ESB til landbúnaðar, sem upphaf- lega var veitt til að tryggja næga matvæla- framleiðslu, er nú ætlunin að beina í vaxandi mæli til að tryggja gæði matvæla, til umhverf- ismála og byggðaþróunar. Þetta mun gerast á kostnað framlaga til stórreksturs í landbúnaði, þ.e. hinna svokölluðu verksmiðjubúa og ann- arra þéttbærra framleiðsluhátta. Island hefur borið gæfu til að reka land- búnað sinn með heilnæmi og hreinleika bú- vara að leiðarljósi. Með þeirri stefnubreyt- ingu, sem nú er að verða í Evrópu, mun því staða íslensks landbúnaðar styrkjast. M.E.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.