Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2001, Qupperneq 9

Freyr - 01.09.2001, Qupperneq 9
Grunnskólinn og leikskólinn á Hólum. á Sauðarkróki og umferð lítil miðað við borgarumferðina, og við Sauð- árkrók eru góðar flugsamgöngur. Þá er starfsfólk hér í alheimssambandi gegnum Netið og getur stýrt héðan alþjóðlegum rannsóknarverkefnum og aflað sér allra upplýsinga. Hér er einnig mjög góður leikskóli og grunnskóli. Og síðast en ekki síst eru það hrein forréttindi að búa á svona fallegum stað. Það er líka mjög ánægjulegt að við emm í kjölfar nýrrar námskrár að upplifa aukna aðsókn nemenda að skólanum. Við ráðum því miður ekki við að taka við öllum, sem óska skólavistar, jafnvel með góðan undir- búning. Við reiknum þó með að vera næsta vetur með hátt í 60 manns í föstu námi, sem er umtalsverð aukn- ing. Húsnæði og fé til kennslu leyfir ekki meira að þessu sinni. Kraftur Hóla Ég hef gaman af því að segja fólki frá sérstöðu staðarins. Hólar eiga sér 900 ára sögu sem einn af þremur mestu sögustöðum Islands, ásamt Skálholti og Þingvöllum. Ég tel, og segi þar bæði frá reynslu minni og annarra, að hér hafi byggst upp magnaður kraftur og andrúmsloft sem lætur engan ósnortinn. Saga Hóla er afar sterk í þjóðarvitundinni og ekki síður um- gjörðin; náttúran er áhrifamikil. Ég býst við að fáar myndir séu sterkari í vitund þjóðarinnar en myndin af Hólum með dómkirkjuna í for- grunni og skólabyggingarnar og Hólabyrðu í baksýn. Þessi mynd var um árabil á hundraðkrónaseðl- inum og sífellt er verið að taka nýj- ar myndir af þessu „mótífi“, úr lofti eða af jörðu niðri, auk þess sem það hefur oft verið málað, saumað í krosssaumsmyndir eða notað á platta. Síðustu fimm kílómetrar þjóð- vegarins heim að Hólum, bein braut þar sem staðurinn lyftist smám saman upp, er einnig sýn sem á sér fáa líka á landinu. Ég hef upplifað það að niður sög- unnar og seiður staðarins skiptir hér verulegu máli fyrir heilsu fólks og líðan, afköst í starfi og áhuga manna á að vinna hér. Vel mennt- uðu fólki, sem hefur búið lengi í út- löndum, þykir það frelsi að komast hingað. M.E. Altalað á kaffistofunni Ný ræktunarmarkmið að undur alhliða aðlögunar að umhverfinu sem nefnist mannslíkami er furðu lítið lagað að þeirri stöðu sem hann er oftast í nú til dags. Við sitjum til borðs, bak við stýrið, framan við tölvuna eða sjónvarpið, lengst af meðan við erum vakandi. Mörg okkar þola það illa til lengdar. Hér vil ég þó flýta mér að bæta við að sumir, ekki síst í bænda- stétt, reyna á fjölbreyttan hátt á líkamann. En jafnvel þeir sitja mikið við störf sín og oft á vélum. Sjúkraþjálfun er vaxandi starfs- grein. Stóllinn var án efa ekki hafður í huga þegar líkaminn var hannað- ur. Tegundin maður hefur verið til á jörðinni í hálfa eða jafnvel allt að því eina milljón ára, en lengst af allan þann tíma hefur maðurinn lifað stóllausu lífi. Matarlyst og hitaþörf, forvitni og kynhvöt hélt honum sífellt á hreyfingu. Það er líklega fyrst eftir iðn- byltinguna á 18. öld að nokkurt lag komst á setumar. Nú er hægt að sinna flestum þörfum sitjandi og sífellt fleiri gera það. Kynslóð- imar verða sífellt eldri og heil- brigðisþjónustan vinnur gegn hvers konar viðleitni til náttúru- legs úrvals. Það mun taka þriggja stafa tölu árþúsunda að rækta upp fólk með nokkum veginn setu- vænan líkama ef þeir sem kunna fyrir sér í ræktunarmálum taka ekki verkið að sér og koma ein- hverri skipan á þessar kynbætur. (Yfir kqffibollanum, í Bondebladet nr. 32-33/2001). FRGVR 10/2001 - 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.