Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2001, Qupperneq 14

Freyr - 01.09.2001, Qupperneq 14
Mynd 1. Hlutfallsleg þátttaka í skýrsluhaldinu eftir héruðum áriö 2000. samtals 179.346 (169.233) og þær veturgömlu 38.253 (39.035) og skýrslufærðar ær því samtals 217.599 (208.268). Þannig er enn talsverð fjölgun á skýrslufærðum ám á milli ára sem er framhald þróunar sem hefur verið um nokkurt árabil. Það er ljóst að slík þróun hlýtur að vera til þess að auka faglegan styrk búgreinarinn- ar. í fjárbúskap, eins og allri ann- arri atvinnustarfsemi, eru upplýs- ingar verðmæti, sem að vísu nýtast því aðeins að þær séu notaðar í bú- rekstarlegum ákvörðunum og nýt- ing á upplýsingum sauðfjár- skýrsluhaldsins er öðru fremur í ræktunarstarfinu. Ræktunarstarfið á að vera langtímafjárfesting bú- greinarinnar ef rétt er á málum haldið. Stærstu félögirt Eins og um langt árabil er lang- stærsta félagið, mælt í fjölda skýrslufærðra áa, Sf. Öxfirðinga þar sem 6.264 ær voru skýrslufærð- ar árið 2000. í 16 öðrum félögum voru fleiri en 3.000 ær skýrslufærð- ar en það eru eftirtalin félög: Sf. Sveinsstaðahrepps 4.936 ær, Sf. Stafholtstungna 4.794 ær, Sf. Þistill 4.687 ær, Sf. Kolbeinsstaðahrepps 4.631 ær, Sf. Vestur-ísfirðinga 4.178 ær, Sf. Reykhólasveitar 4.052 ær, Sf. Logi í Suðurdölum 3.930 ær, Sf. Jökull á Jökuldal 3.835 ær, Sf. Stefnir í Hrútafirði 3.802 ær, Sf. Vopnfirðinga 3.764 ær, Sf. Von, Laxárdal 3.654 ær, Sf. Hálshrepps 3.507 ær, Sf. Drífandi í Skaftárhreppi 3.435 ær, Sf. Svína- vatnshrepps 3.390 ær, Sf. Neisti, Dalasýslu 3.245 ær og Sf. Hruna- manna 3.177 ær. Það vekur athygli að í mörgum af þessum stærstu fé- lögum fer skýrslufærðu fé fjölgandi ár frá ári. Vanhöld hjá ánum frá hausti til sauðburðar eru mjög lík og árið áð- ur en hjá fullorðnu ánum eru það 1.842 (1.750) ær, sem hljóta þau örlög, en veturgömlu æmar, sem hljóta það skapadægur, eru 201 (221). Þessar ær eru að sjálfsögðu hvergi með í útreikningum þegar verið er að reikna framleiðslu eftir hverja kind. Eins og áður þá er þátttaka í skýrsluhaldinu metin með því að bera saman fjölda á fullorðnum skýrslufærðum ám og fjölda ásettra áa haustið 1999 á sömu svæðum. Þannig metið reiknast þátttaka í skýrsluhaldinu fyrir landið í heild 46,2% og hefur þannig aukist um nær tvær prósentueiningar frá árinu áður. Á 1. mynd er gefið yfirlit um ástand þessara mála í einstökum sýslum. Eins og vænta má tekur sú mynd ekki umtalsverðum breyting- um á milli ára. Það vekur samt at- hygli að í Norður-Þingeyjarsýslu, þar sem hlutfallsleg þátttaka var langmest fyrir, verður enn umtals- verð aukning á milli ára og bárust nú skýrslur fyrir um 82% af öllum ásettum ám í sýslunni. Eins og áður er ástandið að öðru leyti best í nokkrum af hinum gamalgrónu fjárræktarhéruðum; Snæfellsnesi, Ströndum, Suður-Þingeyjarsýslu og Austur-Skaftafellssýslu. Þar sem staðan er bágust í þessum efn- um í fjárræktarhéruðum, þ.e. í Borgarfjarðarsýslu og Rangárvalla- sýslu, er lítil batamerki enn að greina. Því miður heldur enn áfram sú öfugþróun sem verið hefur um ára- bil að minna og minna er um að æmar séu vegnar á reglulegan hátt. Nú eru slíkar upplýsingar aðeins fyrir hendi fyrir um 13% ánna. Þetta fer að verða það lágt hlutfall að óvíst er að það mæli lengur nægjanlega vel þróun í þessum efn- um á milli ára. Lítill munur er á vænleika ánna frá árinu áður en haustið 1999 vom þessar ær 64,9 (65,2) kg og þær þyngjast að með- altali um 10,6 (10,0) kg, sem sýnir að fóðmn ánna er orðin með fá- dæmum mikil þar sem í sumum til- fellum bætist við þessa tölu ullar- þungi ánna. Frjósemi ánna árið 2000 Meðaltalstölur fyrir landið allt um frjósemi ánna vorið 2000 sýna nákvæmlega sömu niður- stöður og árið áður. Fædd lömb eru að jafnaði 1,81 eftir hverja á Frjósemi ánna 2000 > C CQ (Q (/>.*= I I s « D S 5 í » m J | 2 5 5 1 ^ UFædd iTil nytja Mynd 2. Fjöldi fæddra lamba og til nytja að hausti 2000 í einstökum héruðum. 14- FR6VR 10/2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.