Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 15

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 15
Mynd 3. Hlutfall af merglembum í fjárræktarfélögunum voriö 2000, flokkaö eftir héruöum. og til nytja að hausti fást 1,67 lömb. Þegar tölumar eru nánar greindar sýna þær að af ám, sem lifandi voru á sauðburði, reyndust 5.263 eða 2,97% þeirra algeldar, 33.303 áttu eitt lamb eða 18,76% ánna, 129.966 eða 73,22% þeirra áttu tvö lömb, 8.662 ær vom þrílembdar eða 4,88% þeirra og fleiri en þrjú lömb áttu 310 ær eða 0,17% ánna. Eins og vænta má þar sem meðaltöl em óbreytt á milli ára eru einnig hverfandi litlar breytingar í hlut- fallslegri skiptingu ánna á burðar- flokka. Á 2. mynd er gefið yfirlit um frjósemi hjá ánum í einstökum sýslum. Þar er engan stórfelldan mun að greina á milli héraða frekar en undanfarin ár. Samt er öllu greinilegra en á síðasta ári að frjó- semi ánna á Vesturlandi er nokkuð áberandi undir landsmeðaltali. Bestum árangri, eins og oft áður, ná bændur í Strandasýslu og Vestur- Húnavatnssýslu þar sem í báðum þessum sýslum fæðast að meðaltali 1,84 lömb eftir ána og 1,74 fást til nytja að hausti. Frjósemi ánna er að vísu sjónarmun meiri bæði í Suður- Þingeyjarsýslu og Austur-Skafta- fellssýslu, þar sem 1,85 lömb fæð- ast eftir hverja á, en lambahöld em ekki jafn góð þar og í hinum sýsl- unum þannig að lömb til nytja verða 1,72 eftir ána í þessum sýsl- um. Lesa má í 1. töflu að munur milli einstakra fjárræktarfélaga í þessum efnum er miklu meiri. Mesta frjósemin vorið 2000 er í Sf. Hrafnagilshrepps þar sem fæð- ast að meðaltali 2,04 lömb eftir hverja á en vanhöld eru þar tals- verð þannig að til nytja koma ekki nema 1,80 lömb að jafnaði. Sér- stök ástæða er til að vekja athygli á frábærum árangri í þessum efnum eins og svo oft áður í Sf. Kirkjubólshrepps og Sf. Kirkju- hvammshrepps, en í þessum stóru félögum fást 1,82 og 1,81 lamb til nytja að hausti að meðaltali eftir hverja ár, sem teljast verður frábær árangur. Hlutfall af marglembdum ám í einstökum héruðum er sýnt á 3. mynd. Þarna er talsverður munur á milli héraða og eins og myndin sýnir er þetta hlutfall greinilega lægra á Vesturlandi en í öðrum landhlutum. Eins og vænta má þá er einnig greinileg ákveðin fylgni þessa hlutfalls og meðalfrjósemi ánna á einstökum svæðum því að eins og áður hefur verið bent á má rekja allstóran hluta breytinga til aukinnar frjósemi á síðustu árum til hærra hlutfalls af fleirlembum en áður var. í þessum efnum má sjá umtalsverjan mun á milli ein- stakra félaga. Hlutfall af marg- lembum var langsamlega hæst í Sf. Hrafnagilshrepps, eins og vænta má út frá tölum um meðal- frjósemi ánna þar, en 21,4% þeirra áttu þrjú eða fleiri lömb vorið 2000. í Sf. Norðfjarðar er þetta hlutfall 12,5%, í Sf. Gaulverja- bæjarhrepps 10,8% og í Sf. Borg- arhafnarhrepps 10,5% en eins og þekkt er þá rekur mjög hátt hlut- falla af marglembum í landinu ætt- ir sínar í þá sveit. Vænleiki dilka haustið 2000 Vænleiki sauðfjár haustið 2000 var víðast hvar um land með þvf mesta sem þekkst hefur. Meðalfall- þungi í fjárræktarfélögunum er að vísu örlitlu minni en haustið 1994, þegar hann hafði mestur orðið, en frjósemi nú er það meiri að fram- leiðsla haustið 2000 varð að meðal- tali 27,2 kg af reiknuðu dilkakjöti eftir hverja á sem er jafnt því sem mest hafði orðið áður, þ.e. haustið 1994. Við þann samanburð er rétt að hafa í huga þá miklu aukningu sem hefur orðið í þessu starfi frá þeim tíma. Þess vegna má fullyrða að aldrei áður hafi að jafnaði verið í landinu jafn mikil framleiðsla eft- ir hverja á og var haustið 2000. Framleiðslubreyting er umtals- verð frá árinu áður. Eftir hverja tví- lembu fást að meðaltali 32,2 (30,6) kg af dilkakjöti eftir einlembuna 18,1 (17,3) kg, eftir hverja á sem skilar lambi 28,9 (27,5) kg og eftir hverja á, sem lifandi var á sauð- burði, eins og áður segir 27,2 (25,8) kg- Á 4. mynd er gefið yfirlit um Mynd 4. Reiknað magn dilkakjöts eftir hverja fulloröna á á skýrslu haustiö 2000. FR6VR 10/2001 - 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.