Freyr - 01.09.2001, Page 17
Tafla 3. Bú með mest kjötmagn eftir skýrslufærða á haustið 2000, þar sem 100 eða fleiri ár
voru skýrslufærðar
Nafn Heimili Félag Tala áa Lömb til nytja Kg pr./á
Indriði og Lóa Skjaldfönn Blævur 220 184 39,5
Hjálmar og Guðlaug Bergsstöðum Kirkjuhvammshrepps 287 197 38,8
Ellert Gunnlaugsson Sauðá Kirkjuhvammshrepps 328 189 36,8
Amar og Kjartan (H) Brimnesi Árskógshrepps 112 187 36,7
Nanna Magnúsdóttir Kálfanesi II Hólmavíkurhrepps 106 181 36,5
Þorsteinn Kristjánsson Jökulsá Borgarfjarðar 218 182 36,1
Bjöm og Guðbrandur Smáhömmm Kirkjubólshrepps 272 190 35,7
Þóra og Sigvaldi Urriðaá Y tri-Torfustaðahrepps 306 193 35,5
Ragnheiður Jónsdóttir Gestsstöðum Kirkjubólshrepps 109 185 35,0
Félagsbúið Lundi Vallahrepps 289 179 34,8
Halldóra Guðjónsdóttir Heydalsá Kirkjubólshrepps 147 186 34,7
Gunnar og Matthildur Þóroddsstöðum Staðarhepps 293 196 34,7
Heimir Ágústsson Sauðadalsá Kirkjuhvammshrepps 336 189 34,7
Gunnar og Doris Búðamesi Skriðuhrepps 173 180 34,7
Aðalsteinn Jónsson Klausturseli Jökull 265 200 34,7
Reynir og Ólöf Hafnardal Blævur 257 178 34,5
Guðbrandur Sverrisson Bassastöðum Kaldrananeshrepps 228 178 34,5
með feikilega góðan árangur í
framleiðslunni. Þeir lesendur, sem
fylgst hafa með þessum skrifum á
undangengnum árum, munu flest
þau nöfn kunnugleg sem þar er að
sjá úr hliðstæðum töflum frá fyrri
árum.
Eins og áður segir þá er fjallað
um niðurstöður úr gæðamati dilka-
kjötsins í öðrum greinum hér í
blaðinu.
Því miður rofar lítt til um upplýs-
ingar um ullarmagn hjá ánum.
Þessar upplýsingar er aðeins að
finna fyrir 847 ær en meðaltal fyrir
þær er 2,61 (2,59) kg eða nánast
það sama og árið áður.
Fram hefur komið að skýrslur
bárust um 39.253 veturgamlar ær
eða örlítið færri en árið áður. Þungi
gimbranna á fæti haustið 1999, sem
hafa þær upplýsingar í uppgjörinu,
var 40,6 (40,5) kg eða nánast hinn
sami og árið áður. Þynging þessara
gemlinga, sem hafa skráðan þunga
að hausti og vori, er að jafnaði 11,4
(11,0) kg, sem gefur til kynna gott
uppeldi þeirra.
Frjósemi hjá veturgömlu ánum
eykst enn frá fyrra ári en slík
þróun hefur verið góðu heilli í
gangi síðustu árin. Að meðaltali
fæddust 0,82 (0,80) lömb eftir
hvem gemling á fóðrum og til
nytja komu að hausti 0,70 (0,68)
lömb. Þegar nánar eru skoðaðar
niðurstöður um lambafjölda þá
kemur í ljós að 5.910 eða 15,53%
af veturgömlu ánna eru hafðar
geldar og fer það hlutfall enn
lækkandi enda augljóst að fyrsti
möguleiki til að fá afurðir eftir
veturgömlu ærnar er að þeim sé
haldið. Af þeim, sem áttu að eiga
lamb, voru 5.719 eða 17,79%
geldar, 21.788 eða 67,79% þeirra
áttu eitt lamb, 4.603 þeirra voru
tvílembdir eða 14,32% og 32
gemlinganna voru þrflembdir eða
0,10% þeirra sem áttu að eignast
lamb.
Eins og hjá fullorðnu ánum þá er
vænleiki gemlingslambanna tals-
vert meiri haustið 2000 en árið áð-
ur. Þegar þar við bætist meiri frjó-
semi verður framleiðsla nokkru
meiri en árið áður. Haustið 2000
skilaði hver veturgömul á, sem var
með lamb að hausti, að meðaltali
17,4 (16,4) kg af dilkakjöti og eftir
hverja skýrslufærða veturgamla á
fengust að jafnaði 11,0 (10,2) kg.
Þetta eru meiri afurðir en áður hjá
veturgömlu ánum. Á 5. mynd eru
meðaltöl afurða hjá veturgömlu án-
um í einstökum sýslum sýnd. Þar
má eins og ætíð áður sjá mikinn
mun á milli héraða og hlutfallslega
miklu meiri mun en hjá fullorðnu
ánum. Afurðir hjá veturgömlu án-
um eru mestar í sömu héruðum og
hjá fullorðnu ánum. Þegar við blas-
ir að meira en helmings munur er í
afurðum eftir veturgömlu æmar á
milli héraða ætti það að vera ýms-
um, þar sem árangur er lítill í þess-
um efnum, tilefni til umhugsunar.
Það er þekkt að afkoma fjárbúa í
landinu er hvað best í þeim hémð-
um þar sem afurðir eru mestar.
Augljóst er að tekjur geta ekki
skapast nema með einhverri fram-
leiðslu. I þessum efnum er veruleg
ástæða fyrir marga fjárbændur að
beina aukinni athygli að vetur-
gömlu ánum. Þær em ætíð umtals-
verður hluti af fjárfjölda búsins og
afkoman hlýtur að verða háð því
hvemig þær nýtast í framleiðsl-
unni.
Sáralitlar upplýsingar er að finna
í skýrsluhaldinu um ullarfram-
leiðslu hjá veturgömlu ánum. Að-
eins 216 þeirra hafa skráðan ullar-
þunga en hann var 2,14 (2,04) kg
að jafnaði hjá þessum ám.
FR6VR 10/2001 - 17