Freyr - 01.09.2001, Page 23
Upphaf gangmála
og frjósemi hjá íslenskum ám
Áhrif hormónasvampa og litaerfðavísa
Inngangur
Á undanfömum árum hefur verið
lögð nokkur áhersla á að lengja
sauðfjársláturtíðina og því hefur
þörf á þekkingu á eðlislægum
fengitíma íslenskra áa og aðferðum
til að breyta fengitímanum aukist. í
ljósi þessa voru gerðar tvær athug-
anir haustið 1998 og sú þriðja vet-
urinn 1999-2000, sem gerðar voru
upp í tveimur aðalritgerðum frá
Búvísindadeild Bændaskólans á
Hvanneyri 1999 og 2001 (Ásta F.
Flosadóttir, 1999; Kristján Jóns-
son, 2001). . Markmiðið var að
kanna leiðir til að færa fram fengi-
tímann og auka þannig möguleika á
sumarslátrun.
í fyrsta lagi var athugað hvort
hvíti erfðavísirinn hefði áhrif á
upphaf fengitíma, þ.e. hvort mis-
litar ær gangi almennt fyrr en hvít-
ar. Fór sú athugun fram í Hallkels-
staðahlíð í Kolbeinsstaðahreppi
með fulltingi heimafólks. Sýnt
hefur verið fram á að hvíti erfðavís-
irinn hefur áhrif á frjósemi ís-
lenskra áa, þar sem ær með Awh
erfðavísinn (hvítar eða gular) eign-
ast að meðaltali færri lömb en mis-
litar ær (Ólafur R. Dýrmundssoh
og Stefán Aðalsteinsson, 1980). Af
ám sem ganga utan venjulegs
fengitíma eru hlutfallslega muh
fleiri mislitar en við er að búast
miðað við hlutfall þeirra af heildar-
fjárfjöldanum (Ólafur R. Dýr-
mundsson, 1979b). Því þótti vert
að athuga hvort mislitu æmar hefji
fengitímann almennt fyrr en þær
hvítu.
I öðm lagi beindust athuganir að
því hvort hægt væri að nota pro-
gestagensvampa eingöngu til að
koma af stað beiðslum og hvemig
frjósemi og fanghlutfall yrði með
Ásta F.
Flosadóttir,
búfræði-
kandídat,
Kristján
Jónsson,
búfræði-
kandídat
og
Emma
Eyþórsdóttir,
sviðsstjóri,
RALA
hotkun svampa fyrir venjulegan
fengitíma. Þessi athugun fór annars
vegar fram á Tilraunabúinu á Hesti
og hins vegar á Kjarlaksvöllum í
Saurbæjarhreppi. Erlendis er ekki
taíið vænlegt að nota progesterón
eða progestagen án frjósemishor-
móna fyrr en fengitími er hafinn,
aðferðin hafi ekki tilætluð áhrif
nema ærnar séu orðnar virkar
(Gordon, 1997). Komið hefur í ljós
eflendis að yfirleitt er fyrsta eðli-
lega egglos fengitímans dulið, ærn-
ar verða ekki blæsma eða sýna dauf
einkenni beiðslis. (Ravindra og
Rawlings, 1997). I ljósi þessa þótti
ástæða til að kanna hvenær hausts-
ins svampamir væm famir að hafa
tilætluð áhrif og í framhaldi af því
hvort fanghlutfall og frjósemi væru
með eðlilegum hætti þegar svamp-
ar em notaðir í þessum tilgangi.
Ærnar í athugununum voru
dæmigerðar íslenskar ær, bæði
hymdar og kollóttar. Meðferð ánna
var að mestu leyti svipuð og gerist
hjá bændum í dag.
Þættir sem hafa áhrif á
upphaf fengitíma sauðfjár
Dr. Ólafur Dýrmundsson kannaði
upphaf fengitíma áa á Hvanneyri ár-
in 1973-1975. Þar kom í ljós nokk-
ur munur milli ára þar sem meðal
upphafsdagur var á bilinu 30.
nóvember til 10. desember. Fyrsta
beiðsli einstakra áa var allt frá miðj-
um nóvember til byrjun janúar.
Lengd gangferla var 16,2-16,4 dag-
ar. (Ólafur R. Dýrmundsson, 1978).
Fjölmargir þættir hafa áhrif á
upphaf fengitímans en daglengd er
áhrifamesti þátturinn. Erlendar
rannsóknir hafa sýnt að mögulegt
er að flýta fengitímanum með lýs-
ingu og stjómun á daglengd en fyr-
irhöfnin er mikil og því er hagnýtt
gildi aðferðarinnar vafasamt
(Sweeney og O’Callaghan, 1995).
Nærvera hrúts hefur margvísleg
áhrif á kynstarfsemi áa. Talið er að
æmar verði fyrir áhrifum af feró-
mónum (lyktarefni) sem hrútar gefa
frá sér. Ær, sem em einangraðar frá
hrútum, hafa styttri fengitíma en ær
sem ganga með hrút. Erlendis hefur
verið sýnt fram á að návist hrúta er
nauðsynleg til að viðunandi árangur
náist með öðmm aðferðum við að
flýta fengitíma áa (Sweeney og
O’Callaghan, 1996). Félagsleg áhrif
áa hver á aðra em ekki eins sterk og
hrútaáhrifin, en em þó fyrir hendi,
og komið hafa fram vísbendingar
erlendis um að ær samstilli sig innan
hópsins. (O’Callaghan o.fl., 1994).
Heimildir em til um einhvers konar
náttúmlega samstillingu á óvenju-
legum tímum hjá ám hérlendis
(ÓlafurR. Dýrmundsson, 1979a).
Hægt er að nota hormóna til að
pR€VR 10/2001 - 23