Freyr - 01.09.2001, Side 24
Dagar frá 1. nóvember
1. mynd. Dreifing gangmála í viðmiðunarhópnum (hópi 3) á Hesti.
flýta fengitímanum. Hérlendis hafa
progestagen-svampar verið notaðir
til að samstilla gangmál. Pro-
gestagen er tilbúið efni sem hefur
virkni progesteróns og stillir gang-
ferilinn. Þessir svampar gefa mjög
góðan árangur í samstillingu, þar
sem yfir 95% ánna verða blæsma við
meðferðina (Gordon, 1997; Ólafur
R. Dýrmundsson, 1977).
Framkvæmd
Hvíti erfðavísirinn
Úr hjörðinni í Hallkelsstaðahlíð
voru valdar 150 ær, 75 hvítar og 75
mislitar. Þrír aldurshópar voru í at-
huguninni, 2ja, 3ja og 4ra vetra og
hlutföll aldurshópanna voru þau
sömu í hvíta og mislita hópnum.
Æmar voru teknar á hús í lok
október og rúnar 27.-29. okt. Leit-
að var frá 2. nóvember til 6. desem-
ber en þá voru allar æmar, utan
tvær, gengnar. Notaðir vom tveir
ófrjóir leitarhrútar og voru þeir
látnir ganga með ánum allan tím-
ann. Hrútamir voru með krítarbelti
og vaxlit en með honum merktu
þeir æmar sem þeir stukku á. Nán-
ari lýsingu á þessum búnaði er að
fínna hjá Ólafi R. Dýrmundssyni
(1979b). Anum var ekki haldið á
tilraunatímanum.
Áhrif samstillingarsvampa á
upphaf gangmála
A Tilraunabúinu á Hesti voru
notaðir Veramix-svampar (Upjohn)
sem mest hafa verið notaðir hér-
lendis. Sótthreinsandi krem var
sett á svampana fyrir ísetningu, til
að koma í veg fyrir sýkingu.
Ærnar á Hesti vom reknar inn 15.
október til að skipa í tilraunahóp-
ana. Valdar voru 180 hvítar ær, 2ja,
3ja og 4ra vetra og þeim skipt af
handahófi í þrjá hópa, þó þannig að
aldursdreifingin væri sú sama í öll-
um hópunum. Svampar voru settir
í fyrsta hópinn 16. október. Fénu
var svo sleppt út á tún en tilrauna-
æmar voru teknar á hús 31. októ-
ber. Þá voru svamparnir fjarlægðir
úr hópi 1. Hinn 3. nóvember voru
svampar settir í hóp 2 og teknir úr
17. nóvember. Hópur 3 var við-
miðunarhópur, fékk ekki svampa
en að öðm leyti sömu meðferð.
Æmar voru allar rúnar 3. nóvem-
ber.
Byrjað var að leita í hópum 1 og
3 strax 2. nóvember en í hóp 2 hinn
19. nóvember. Leitað var í öllum
hópunum tvisvar á dag til 6. desem-
ber en eftir það var leitað í þeim ám
sem þá áttu eftir að ganga. Notaðir
vom tveir ófrjóir forystuhrútar með
vaxlitabelti, sams konar og notað
var í Hallkelsstaðahlíð. Anum var
ekki haldið á tilraunatímanum.
Fanghlutfall ogfrjósemi
Á Kjarlaksvöllum voru valdar
100 ær á aldrinum 2ja til 7 vetra og
þeim skipt í tvo hópa með sömu
aldursdreifingu og sömu meðalfrjó-
semi. Svampar voru settir í annan
hópinn þann 2. nóvember en æmar
vom síðan úti fram að rúningi 10. -
13. nóvember. Svampamir voru
teknir úr 17. nóvember og ánum
haldið 19.-21. nóvember. I hinum
hópnum var ánum haldið eftir því
sem þær gengu í desember og
fengu flestar á tímabilinu 17. - 30.
des. Fylgst var með fóðmn og þrif-
um ánna um veturinn, frjósemi og
afkomu lamba um vorið og loks
heildarafurðum hópanna. Allar ær
voru á húsi fram yfir burð. Lömb-
um undan ám í hópnum, sem bar
snemma, var flestum slátrað fyrri
hluta ágúst en lömbum undan ám í
samanburðarhópnum var slátrað í
þrennu lagi í september, október og
nóvember.
Tilraunin á Kjarlaksvöllum var
gerð ári síðar en á Hesti og var tek-
ið tillit til reynslunnar þaðan við
framkvæmdina.
Niðurstöður
Upphaf gangmála,
hvíti erfðavísirinn
Fyrsta gangmál var að meðaltali
21. nóv. (6. nóv. - 2. des.) hjá hvítu
ánum, en 23. nóv. (9. nóv. - 5. des.)
hjá þeim mislitu. Þessi munur var
tölfræðilega marktækur en svo
óverulegur að hann hefur ekki hag-
nýtt gildi. Enginn munur reyndist
24 - FR€VR 10/2001