Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 27
gengu upp 13-18 dögum síðar sem
er innan eðlilegra marka og virðist
svampasamstillingin því hafa
heppnast vel. Beiðsliseinkenni
voru mjög greinileg hjá langflest-
um ánum og og má því ætla að egg-
losið hafi verið eðlilegt enda bendir
tíminn til næsta beiðslis einnig til
þess. Niðurstöðumar frá Kjarlaks-
völlum staðfestu þetta en þar var
samstilling tímasett í samræmi við
reynsluna á Hesti árið áður.
Árangurinn af ísetningu svampa
hinn 16. október (hópur 1) var ekki
eins góður og má ætla að kynstarf-
semi þessa hóps hafi ekki verið
komin nægilega vel af stað til þess
að þær tækju við sér. Þó er aug-
ljóst að svampamir hafa hreyft við
ánum og virðast hafa komið af stað
dulbeiðslum, þar sem nokkur hluti
ánna sýndi engin einkenni fyrr en á
þriðja gangmáli frá því að svamp-
amir vom teknir úr. Breytileiki í
lengd gangferla hjá þeim ám sem
fyrst gengu var nokkuð mikill, 14-
23 dagar. Þær sem ekki sýndu ein-
kenni fyrr en í kringum 20. nóvem-
ber, næsta gangmál á eftir, höfðu
mun minni breytileika í lengd
gangferla, eða 15-18 daga. Þetta
bendir til að áhrifin sem æmar urðu
fyrir hafi ekki verið nógu sterk til
að framkalla fullkomið beiðsli
strax eftir að svampamir vom tekn-
ir úr.
Mögulega er sá góði árangur,
sem fékkst af ísetningu svampa í
byrjun nóvember, ekki einvörð-
ungu svömpunum að þakka og því
umhugsunarefni hvort ekki sé hægt
að flýta fengitímanum með því að
samstilla æmar um leið og þær eru
teknar á hús og rúnar. Niðurstöð-
umar benda til þess að svampa-
meðferð ein sér, um miðjan októ-
ber, sé ekki nothæf en ef til vill
mætti ná betri árangri með fleiri að-
gerðum samtímis á þessum tíma
eða jafnvel fyrr. Mögulegt er að
snöggar breytingar, til dæmis
snemma í október, geti hrint af stað
egglosi og þannig væri hægt að fá
nokkuð samstillt gangmál í byrjun
nóvember. Aðgerðir, sem beita
mætti samhliða svampanotkun, eru
rúningur, hýsing og hrútaáhrif.
Hugsanlega geta allar þessar að-
ferðir lagst á eitt með að framkalla
beiðsli, jafnvel í október.
Gerð var tilraun til að meta hag-
kvæmni þess að flýta sauðburði og
slátra að sumri í samanburði við
hefðbundinn sauðburð og slátrun,
út frá niðurstöðunum á Kjarlaks-
völlum. Þetta mat var miðað við
verðlagningu afurða sem var í gildi
þegar athugunin var gerð. Niður-
staðan varð sú að sumarslátrunin
skilaði ívið meiri tekjum af hverju
lambi en haustslátrunin, eftir að
kostnaður hafði verið dreginn frá,
þrátt fyrir að lömbin sem slátrað
var í ágúst skiluðu að jafnaði 1,7 kg
léttara falli. Þama munar mest um
álagsgreiðslur á sumarslátrun, bæði
frá sláturhúsi og frá Markaðsráði,
og niðurfellingu útflutningsskyldu
á sumarslátrun. Kostnaður við flýt-
ingu fengitíma og burðartíma var
aðallega fólginn í aukinni vinnu á
sauðburði og kaupum á svömpum
til samstillingar. I sumum tilfellum
getur hins vegar verið æskilegt að
dreifa vinnuálaginu á sauðburði
með því að dreifa burðartímanum
og því ekki einhlítt að meta vinnu
við flýtingu sauðburðar að öllu
leyti sem kostnaðarauka.
Ekki er ráðlegt að alhæfa um
hagkvæmni þessa fyrirkomulags út
frá einni athugun. Niðurstöður eru
mjög háðar búskaparaðstæðum á
hverju búi, þ.ám. landgæðum, hús-
rými fyrir lambfé á sauðburði og
mannafla til að sinna aukinni vinnu
á sauðburði. Almennt má telja að
flýting sauðburðar sé vænlegust til
árangurs þar sem jafnan vorar
snemma, þannig að gjafatími verið
ekki alltof langur að vori. Loks
hefur markaðsumhverfið afgerandi
áhrif á niðurstöðuna, þ.e. álags-
greiðslur á slátrun utan hefðbund-
innar sláturtíðar og reglur um út-
flutningshlutfall.
Verkefnin í heild tókust vel og
niðurstöður athugunana eru skýrar.
Hvíti erfðavísirinn hefur einhver
áhrif á upphaf fengitíma en þau
áhrif eru óveruleg og varla til hag-
nýtingar. Með notkun hormóna-
svampa er hægt að flýta upphafi
fengitíma nokkuð og full ástæða er
að kanna betur hvort aðrar aðgerðir
samhliða geti flýtt fengitímanum
enn frekar. Flýting fengitíma með
samstillingu í byrjun nóvember
hefur ekki áhrif á fanghlutfall og
frjósemi. Við góðar aðstæður getur
flýting sauðburðar og sumarslátrun
verið hagkvæmur kostur og skilað
sambærilegum tekjum og hefð-
bundin framleiðsla.
Þakkarorð
Heimilisfólki í Hallkelsstaðahlíð
og á Kjarlaksvöllum eru færðar al-
úðarþakkir fyrir að veita aðgang að
fjárbúum sínum og margvíslega
veitta aðstoð við verkefnin. Sig-
valda Jónssyni, bústjóra á Hesti,
eru færðar bestu þakkir fyrir aðstoð
við framkvæmd og skráningu.
Framleiðnisjóður styrkti verkefnin
og er það þakkað.
Helstu heimildir
Ásta F. Flosadóttir, 1999. Áhrif pro-
gestagensvampa og hvíta erfðavísisins
á upphaf gangmála áa að hausti. Aðal-
ritgerð við Búvísindadeild Bændaskól-
ans á Hvanneyri.
Gordon, I., 1997. Controlled Repro-
duction in Sheep and Goats. CAB in-
ternational, Wallingford, UK.
xxiv+450 s.
Jón Eldon, 1993. Effect of exo-
genous melatonin and exposure to a
ram on the time of onset and duration
of the breeding season in Icelandic
sheep. Journal of Reproduction and
Fertility 99: 1-6.
Kristján Jónsson, 2001. Framleiðsla
lamba til sumarslátrunar. Aðalritgerð
við Búvísindadeild Landbúnaðarhá-
skólans á Hvanneyri:
O’Callaghan, D., A. Donovan, S. J.
Sunderland, M. P. Boland og J. F.
Roche, 1994. Effect of the presence of
male and female flockmates on repro-
ductive activity in ewes. Joumal of Re-
production and Fertility 100: 497-503.
Ólafur R. Dýrmundsson, 1977.
Synchronization of oestrus in Iceland
FR6VR 10/2001 -27