Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2001, Page 29

Freyr - 01.09.2001, Page 29
Dómstigi við mat á lifandi fé Hér á eftir er birt lýsing á stigagjöf sauðfjár eftir þeim reglum sem nú er unnið eftir. Lýsingin er miðuð við mat á lambhrútum en hún á að sjálfsögðu við alla hópa sauðfjár sem stigagjöfin er notuð fyrir. Auk þess sem kindin er stiguð þá eru fyrir hendi upplýsingar um þunga hennar, mælingar á brjóst- ummáli, spjaldbreidd og fótleggjar- lengd, ásamt ómsjármælingum. Samtals níu mismunandi þættir eru tölusettir við stigagjöf. Fyrir öll atriðin utan eitt er hámarkseinkunn 10, en fyrir læri er gefið að hámarki 20. Möguleg heildareinkunn er 100. í raun er það þannig að megin- þorri hrútlamba, sem til stigunar kemur, fær á bilinu 75 til 85 stig í heildareinkunn. Gripir, sem stigast hærra en það, eru miklir afburða- einstaklingar. Neðri mörk á vel not- hæfum ásetningshrútum er eðlilegt að setja við um 80 stig, miðað við það mikla úrval, sem nú er orðið í íslensku sauðfé. Hér á eftir er lýsing á stigakvarða fyrri einstaka þætti sem stigaðir eru. Haus Þegar þessi eiginleiki er metinn þá er eingöngu horft til galla sem ástæða er til að lækka einstaklinginn vegna. Ekki er hins vegar gefið hæra en 8 þannig að þessi eiginleiki hefur í raun lækkað vægi í heildarstigun gripsins. Stigun verður þá eftirfarandi; 8,0: Ekki ástæða til að lækka gripinn í mati vegna þessa eiginleika. 7,5: Ákaflega svip- og þróttlítill haus, gróf hom, leiðinlegir hnýflar, bit ekki alveg í lagi en án alvarlegra galla. 7,0: Alvarlegir bitgallar, hnýflar til vandræða. Þessi einkunn Jón Viðar Jónmundsson, Bænda- samtökum íslands væri reiknuð sem falleink- unn við ásetning. 6,5: Verulega gallað bit þannig að lambið er útilokað til ásetn- ings, hnýflar í haus. 6,0: Vansköpun. Háls og herðar. Bringa og útlögur Þessa tvö þætti er eðlilegt að meta í vissu samhengi, horft á fram- bygginguna sem heild fyrst, þannig að hægt sé að hnika stigagjöf til um hálft til heilt stig fyrir hvom þátt til að lýsa því hvar kostir og gallar koma fram í frambyggingu. Þegar þessir þættir em metnir er ástæða til að taka tillit til þess hve feitt lambið er og reyna eins og mögulegt er að forðast ofstigun fituhjassa, en þeir dylja betur galla en fituminni lömb. Heildarstigagjöf fyrir þessa þætti gerist þannig að 16 samtals sé það sem telst vel boðlegt á ásetnings- lambi, 15,5 gallað, en samt ekki til að fella sem ásetningslamb, 15 er til merkis um þann augljósa galla að lambið er ekki ásetningshæft. Færri stig útiloki með öllu ásetning. Háls og herðar 10,0: Er tæplega nokkru sinni gef- ið og því aðeins gefið fyrir það sem talið er að geti ekki orðið betra. 9,5: Fádæma góð gerð. Stuttur sver, ákaflega vel bundinn háls. Herðar feikilega breið- ar, ávalar og fádæma vel holdfylltar. 9,0: Frábær gerð. Stuttur sver háls, vel bundinn. Herðar mjög breiðar, kúptar og ákaf- lega vel holdfylltar. 8,5: Mjög góð gerð. Vel gerður, stuttur og vel bundinn háls. Breiðar vel lagaðar og hold- fylltar herðar. 8,0: Góð gerð. Fremur stuttur vel bundinn háls og herðar frem- ur breiðar og vel holdfylltar. 7,5: Greinilegir minniháttar gall- ar í gerð. Háls í lengra lagi, háar herðar, tæplega nægjan- leg fylling um bóga. 7,0: Áberandi byggingargallar. Grannur háls og langur, háar, hvassar herðar, áberandi slöður og léleg holdfylling um herðar. 6,5: Stórgallaður gripur í gerð. Bringa og útlögur 10,0: Er tæplega nokkru sinni gef- ið en gerist það er það aðeins fyrir eitthvað sem menn hafa ekki áður séð. 9,5: Fádæma góð gerð. Brjóst- kassi sívalur, með fádæma útlögur og bringa feikilega breið og löng. 9,0: Frábær gerð. Sívalur brjóst- kassi, mjög miklar útlögur, mjög breið og framstæð bringa. 8,5: Mjög góð gerð. Mjög vel hvelfdur brjóstkassi og breið bringa. 8,0: Góð gerð. Góðar útlögur og breið vel löguð bringa. 7,5: Augljósir gallar. Útlögur í slöku meðallagi, bringa full stutt eða mjókkar of mikið aftur eða vantar á breidd. 7,0: Verulegir gallar. Flatvaxinn, fjalarlaga gripur, mjög mjó bringa, alltof stutt bringa. 6,5: Stórgallaður gripur. pR6VR 10/2001 - 29

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.