Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Síða 33

Freyr - 01.09.2001, Síða 33
3. mynd. Sundurdráttargangur frá Ftitchie í Skotlandi. Sjá sést hvernig vigt http://www. ritchie-d. co. uk ingum sem fljótlegt er að setja sam- an og taka lítið pláss í geymslu. Eins og sjá má af myndunum eru báðir þessir gangar aðallega smíð- aðir úr jámi og krossviði en nokkur mismunur er á nánari útfærslu eins og myndimar sýna. Til saman- burðar er svo á 3. mynd gangur frá Ritchie í Skotlandi. Hann er alveg úr jámi, galvanisemðu. A 4. mynd er tengd inn á slíkan gang. Vigtin og gangurinn eru hönnuð þannig að þau má festa saman á mjög einfaldan hátt, þ.e. með járn- teini sem stungið er gegnum augu á grindinni og vigtinni.. Þeir sundurdráttargangar, sem hér hefur verið getið um, eiga það allir sameiginlegt að þá má setja upp nánast hvar sem er án mikillar fyrirhafnar. Hæfileg breidd að neð- an skv. erlendum leiðbein- ingum er talin 25-35 cm, en 50-60 cm efst, og hæðin 80-90 cm. Ef til vill er það full lágt fyrir frískar íslenskar kind- ur sem eiga það til að reyna að taka undir sig stökk. Með því að hafa ganginn svona mjóan að neðan og hliðarnar hallandi eru kindurnar hindraðar í því að snúa sér við en samt sem áður er olnbogarými fyrir fjármanninn til að athafna sig við bólusetningar, merkingar og annað. Á þeim enda gangsins þar sem kindumar fara inn er ýmist haft hlið sem aðeins getur opnast inn, n.k. einstreymisloki, eða hlið sem opnast upp. Fyrmefndu útfærsl- unni er fylgt á búnaði þeirra Hall- dórs og Vilhjálms, en búnaðurinn frá Ritchie (5. mynd) er dæmi um 5. mynd. Flokkunarrennur geta verið margvís- legar. Á efri hluta myndarinnar eru sýndar tvær útgáfur af tveggja átta flokkunarrennu. Á neðri hluta hennar er lýst þriggja átta flokkunarrennu. Hægt er á hleypa fénu út til hægri og vinstri en einnig beint áfram. (heimild:Andrew W. Speedy, Sheep production, 1980). Staðfært af Höllu Eygló Sveinsdóttur. 6.mynd. Teikning að erlendri fyrirmynd um það hvernig raða má upp rennum og hólfum til flokkunar á sauðfé. (heimild:Andrew W. Speedy, Sheep production, 1980). Staðfært af Höllu Eygló Sveinsdóttur. pR€YR 10/2001 - 33

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.