Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Síða 34

Freyr - 01.09.2001, Síða 34
7. mynd.Sundurdráttargangur á hjólum. Sjá http://www.portequip.co.uk hina útfærsluna. Efnisval fer eftir smekk og kröfum um endingar- tíma, en það er hins vegar ófrávíkj- anleg regla að hliðar gangsins þurfa að vera þéttklæddar, til þess að féð reyni ekki að leita þar út. Sömu- leiðis er mælt með því að sundur- dráttarhliðið sjálft sé ekki þéttklætt, þannig að féð sjái birtuna við þann enda og leiti því þangað í átt til frelsis. Sundurdráttargangur einn og sér getur leitt af sér mikið vinnuhag- ræði. Svo má auðvitað halda áfram að raða saman einingum og búa til heila rétt. Sundurdráttargangurinn (flokkunarrennan) er áfram grunn- einingin og getur verið hvort heldur sem er tveggja átta eða þriggja átta eins og 5. mynd sýnir. A 6. mynd er dæmi um uppröðun á einingum sem gefur möguleika á mjög fjöl- þættri flokkun. Slíkt gæti t.d. kom- ið sér vel þegar verið er að flokka ær undir hrúta. Það hlýtur að vera nokkuð háð að- stæðum hvort borgar sig betur að vera með flóknari útbúnað ellegar láta féð renna oftar í gegnum sama ganginn. Rúningsaðstaða Hjá ýmsum hinna meiri sauðfjárræktarþjóða, eink- um í Eyjaálfu, eru sér- stök rúningshús, sem raunar em oft á tíðum einu húsin íyrir sauð- fénað á þeim slóðum. Hérlendis höfum við húsin en oft tak- markaða aðstöðu til rúnings. Meginatriðið við hönnun slíkrar aðstöðu er að hún stuðli að góðum afköstum og að dregið sé úr öllu óþarfa erfiði. Á ástralskri slóð á veraldarvefnum http://www.agric.nsw.gov.au/ reader/2180 er að finna miklar og gagnlegar upplýsingar um þessa hluti. Hér verður aðeins drepið á það helsta. Sá hluti rúningsréttarinnar, sem féð fer í gegnum áður en það kemur að rúningsmannin- um, er yfirleitt í fjórum hlut- um, sem eru í réttri röð: inn- gangur, almenningur (e. hold- ing pen), fyllihólf (e. filling pen) og griphólf (e. catching pen) auglýsum hér með eftir betri þýðingum. Inngangurinn er yfirleitt nokkurs konar sliskja eða renna sem er 2,5 til 3 metrar á breidd þannig að rekstur inn í almenninginn gangi greiðlega fyrir sig. Dymar inn í almenning- inn eru þá að sjálfsögðu jafnbreiðar og inngangurinn og í þeim er snjallt að hafa rennihurð. Fyrsta hólfið, sem kindumar koma í, almenning- urinn, er stærst, um tvöfalt stærra en næsta hólf, fyllihólfið, sem er aftur tvöfalt stærra en griphólfið. 8. mynd. Sveifluhlið sem hægt er að draga upp og nota til að þrýsta fé milli eða innan hóifa (sbr. 9. mynd). Sjá http://www.agric.nsw.gov.au/reader/2408 http://www.agric.nsw.gov.au/reader/2408 http://www.agric.nsw.gov.au/reader/2408 34 - pR€VR 10/2001

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.