Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2001, Side 36

Freyr - 01.09.2001, Side 36
13. mynd. Unnið við ómmælingar á Ströndum. Guðbrandur Björnsson Smáhömrum og Lárus Birgisson við ómsjána, en Hafdís Sturlaugsdóttir í Húsavík með fartölvuna á „setuskrifpúltinutilbúin að skrá lambadómana. Mynd: Lárus G. Birgisson. takist til með skipulagn- ingu og afköst við mæling- amar svo að mælingamenn komist yfir sem mest á sem stystum tíma. Færst hefur í vöxt að búnaðarsambönd og leiðbeiningamiðstöðvar innheimti tímagjald fyrir lambamælingar. Kostnað- ur bóndans og afköst ráðu- nauta við mælingar og stig- un haldast því í hendur, m.a. þess vegna er mikil- vægt að hægt sé að ganga skipulega til verks með góða aðstöðu og nægan mannskap sem skilar sér á móti í lægri gjaldtöku. Mannafli Æskilegt er að tveir mæl- ingamenn séu hverju sinni saman við mælingar enda þannig hægt að ná hlut- fallslega meiri afköstum á tímaeiningu ef aðstæður eru góðar. Víða er orðið fá- mennt á bæjum og því æskilegt að bændur hafi samvinnu og samstarf til að manna fjárragið og lamba- mælingamar og geti þannig létt undir og lækkað kostn- að hver hjá öðrum. Sá mannafli sem helst þarf að vera til staðar svo full afköst náist við lambamælingar er: Einn ritari, og jafnvel aðstoðar- ritari sem flettir í fjárbókunum eftir ættemi og þunga. Tveir menn til að halda í lömbin ef einn er að mæla en þrír ef tveir eru að mæla (einn „íhaldsmaður- inn“ getur þá rekið lömbin á milli hólfa svo að ekki þurfi að stoppa til þess). Gott er að vera búinn að vigta lömbin áður, annars kostar það einn mann til viðbótar eða lengri tíma. Vinnuaðstaða Allar frátafir telja fljótt og því mikilvægt að allar aðstæður séu sem bestar. Hér á eftir eru nefnd ýmis atriði sem vert er að hafa í huga til að skapa góða aðstöðu í húsunum, og í leiðinni er minnt á það sem áður var sagt um kosti fjárragsgangs og annarrar sérstakr- ar aðstöðu í þessu tilliti: Ákjósanleg aðstaða við fjárrag almennt er að hægt sé að reka fé í hring með einhverjum hætti, t.d. að reka inn x annan enda króarinnar, færa féð fram eftir krónni með lausri grind að mælingamönnum og eftir það fram á gang eða aftur inn í kró við hliðina. Ef kró er full af lömbum er ágætt að vera með lausa grind og taka 10-15 lömb í einu inn í stíu þar sem mælingar fara fram, þetta sparar drátt og hlífir mönnum. Ómsjáin er dýrt og viðkvæmt tæki og því mikilvægt að hafa undir henni hreinan og sterkan pall sem skal negla á jötubönd eða festa með öðrum tryggum hætti. Muna eftir að hafa fram- lengingarsnúru tilbúna og í lagi ásamt millistykki ef fartölva og prentari eru með í för. Gott ljós er algert skil- yrði, og m.a. forsenda fyrir því að hægt sé að meta ull- ina af viti. Best er að hafa ljós á jötubandi t.d. flúor- ljós, eða kastara eða gott ljós rétt ofan við vinnu- svæðið. Stóll eða kollur (sem fer ekki niður á milli rimla) er nauðsynlegur fyrir þann sem mælir með ómsjánni, gömlu mjólkurkassarnir hafa einnig reynst ágæt- lega sem sæti eða háar sterkar fötur (hreinar). Sumir hafa „rúnings- mottuna“ eða gamalt teppi yfir grindunum þar sem mælingarnar fara fram. Þetta er mjög til bóta því að þá renna lömbin minna til og ekkert skrölt heyrist í grindunum sem þau hræð- ast og verða þau því miklu rólegri. Ágætt er einnig að hafa eitthvað fyrir „íhalds- mennina“ til að sitja á (sérstaklega við ómmælinguna), því að oft fara menn að rétta úr bakinu þegar hald- ið er í lömbin, þau lyftast þá að framan og fara að sprikla. Afköst upp á 70-100 mæld gimbrarlömb á klst. hafa þegar sést við allra bestu aðstæður með tvo mælingamenn að störfum, kapp- sama heimamenn og frábæra ritara, en ef miðað er við þann tíma sem fer í uppsetningu, þrif og frágang á ómsjá má ætla góð afköst tveggja manna að meðaltali 50-70 gimbrar- lömb á klst. og um 20 fulldæmda hrúta. Þegar fara þarf á milli margra bæja á dag er mikilvægt að allir leggist á eitt með að skapa sem bestar aðstæður og gott skipulag. Forsvarsmenn sauðfjárræktarfélaga og/eða búnaðarfélaga eru lykil- menn við skipulagningu á vinnu 36 - FR6VR 10/2001

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.