Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 39

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 39
Svartskjöldóttir Friesian Holstein nautgripir hafa hlotið mikla útbreiðslu víða um heim síðustu áratugina, m.a. í Ungverjalandi. Mjólkurframleiðsla þar er svipuð en kjötframleiðslan hefur dregist töluvert saman síðan 1989 þegar einkavæðing tók við af kommúnisma. ýmsum löndum sýna að neytendur eru famir að sýna honum mjög nei- kvæða afstöðu. Á hinn bóginn hafa lífrænir búskaparhættir jákvæða ímynd enda er sá markaður vaxandi. I Ungveijalandi en veittur aðlög- unarstuðningur svo sem vegna kaupa á aðföngum og greiðslu vott- unarþjónustu sem er á vegum einka- fyrirtækis. I viðtali sem ég átti við Ferenc Friihwald, sem hefur verið í forystusveit lífrænu hreyfmgarinnar í Ungverjalandi um árabil, er um nokkum útflutning á lífrænt vott- uðum vömm að ræða, einkum maís í poppkom og jurtaolíum. Innanlands- markaðurinn þróast hægt, líkt og á íslandi, og nær hann lítið til búijáraf- urða. Þama er því um að ræða vaxt- arbrodd en hann taldi brýnt að efla miðlun fræðslu og upplýsinga til neytenda. Fjölbreytt efni Á slíkri fagráðstefnu sem þessari er ætíð úr miklu að moða bæði í er- indum og á veggspjöldum og mætti til dæmis nefna eftirfarandi: I Erfðafræðideild var verið að fjalla um tengsl erfða og búfjársjúkdóma, svo sem júgurbólgu. Sú deild ásamt Nautgripadeild tók fyrir áhrif heimsvæðingar á nautgripakyn og vemdun og nýtingu staðbundinna kynja sem sum em í útrýmingar- hættu, Fóðurfræðideildin fjallaði m.a. um fóðmn mjólkurkúa með tilliti til afurðasemi og frjósemi og einnig var þar tekin fyrir verkun og nýting votverkaðs fóðurs, sú deild, sem fjallar um heilbrigði og með- ferð búfjár, tók fyrir aðlögun búfjár að húsvist og notkun mjaltara fyrir mjólkurkýr, Nautgripadeildin lét sig mjög varða endurskipulagningu nautgriparæktar í Mið- og Austur- Evrópu, Sauð- og geitfjárdeildin tók júgurbólgu og aðgerðir gegn henni til rækilegrar skoðunar, þar vom einnig á dagskrá viðhorf neyt- enda í Evrópu til dilkakjöts, Svína- deildin kynnti nýjar aðferðir við af- kvæmarannsóknir og Hrossadeild- in tók fyrir alþjóðlegt kynbótamat og gaf sér einnig tíma til að fjalla um afurðir á borð við hrossakjöt og kaplamjólk. Á veggspjöldum vöktu sérstaka athygli mína þær niður- stöður frá Skotlandi að þar væri bú- ið að staðfesta að hið mikilvirka Þokugen frá Islandi væri að auka frjósemi Cheviot áa um 0,63 lömb á ári. Þar með em komnar fram mjög greinilegar niðurstöður kyn- bótatilraunar sem hófst með út- flutningi djúpfrysts sæðis úr Skúmi 81-844 og Þristi 83-836 haustið 1985 (sjá grein mína í Frey, 86. árg. 13.-14. tbl. 1990, bls. 528-531). Mikið útgáfustarf Búfjárræktarsambandið leggur mikla áherslu á miðlun hagnýtra niðurstaðna rannsókna til búvís- indamanna og dýralækna sem geta Búfjárræktarsamband Evrópu á gott samstarf við FAO um verndun erfða- efnis búfjár sem telst til auðlinda um allan heim. Myndin sýnir svín og ali- fugla af harðgerum og staðbundnum kynjum en mörg slík eru í útrýmingar- hættu, m.a. vegna sérhæfingar og al- þjóðavæðingar. síðan komið bændum í ýmsum bú- greinum og við margvíslegar að- stæður að gagni. Ráðstefnur og málþing eru vissulega veigamiklir þættir í þessari þekkingarmiðlun og hafa að auki mikið félagslegt gildi sem oft leiðir til ýmiss konar sam- vinnu á milli þjóða. Enn sem fyrr er ráðstefnuefnið gefið út á prenti og nú er það enn aðgengilegra en áður vegna tölvuvæðingar. Ýmiss konar útgáfustarf af öðru tagi hefur þó vaxið mjög síðustu áratugina. Þar ber hæst vandað vísindarit, Live- stock Production Science, gefnar hafa verið út yfir 100 bækur og sér- rit til þessa og fréttabréf sambands- ins dreifir stöðugt upplýsingum um ráðstefnur, bækur og félagsstarf, birtir jafnvel minningargreinar. Efnið er að mestu á ensku og er ástæða til að benda hér á vefsíðuna, www.eaap.org Búfjárræktarsam- bandið er með aðsetur sitt í Róma- borg og þar er netfangið eaap@eaap.org Næstu ráðstefnur verða haldnar í Egyptalandi 2002, á Ítalíu 2003 og í Slóvaníu 2003, um mánaðamótin ágúst september ár hvert. Sem tengiliður Islands við Bú- fjárrœktarsamband Evrópu veiti ég nánari upplýsingar um starfsemi þess sé þeirra óskað (símar: 563 0300 / 0317, fax 562 3058, netfang: ord@bondi.is pR€YR 10/2001 - 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.