Freyr - 01.09.2001, Page 41
hjálpartæki fyrir framleiðendur til
þess að ná betri árangri í rekstri sín-
um.
Gæðahandbók sauðfjárbænda
inniheldur eftirtalda þætti:
Grunnupplýsingar.
Þessi þáttur felur í sér að ákveðn-
um staðreyndum um reksturinn er
safnað saman og þær geymdar á
einum stað. Staðsetning þessara
gagna er fremst í gæðahandbókinni.
Tilgangur þessa í gæðakerfmu er sá
að á einum stað séu aðgengilegar
allar helstu grunnupplýsingar um
reksturinn og umhverfi hans. Með
því að líta yfir grunnupplýsingamar
er þannig auðvelt að átta sig á
skráningum á hinum og þessum
hlutum í gæðakerfið. Hluti af vott-
unarupplýsingum eru upplýsingar
um aðbúnað og aðstæður og þær
upplýsingar verða því unnar að
hluta upp úr þessum þætti.
Atburðaskráning.
Byggt upp eins og útdráttur úr
dagbók. Varpar ljósi á tímasetning-
ar á hinum og þessum búsverkum.
Nokkurs konar yfirlitsblað um
reksturinn og gagnast sem slíkt.
Sauðfjárskýrsluhald.
Markvisst kynbótastarf eykur tekj-
ur búsins líklega meira en nokkuð
annað. Skýrsluhaldið tryggir einnig
rekjanleika afurðanna en það er
lykilatriði í gæðastýringunni og
grunnur að flestum skráningum í
gæðakerfinu. Einstakl-
ingsmerkingar em forsenda rekj-
anleikans sem og kynbótastarfsins.
Landnýting og beitarskráning.
Grunnskilyrðið er að beitiland sé
í ásættanlegu ástandi og í jafnvægi
eða framför. Skráning á beit hefur
því þann tilgang að bera beitarálag
saman við breytingar á ástandi
lands og að sjálfsögðu að hámarka
afurðasemi með beitarstýringu
þannig að beitiland standi undir
þeirri framleiðslu sem því er ætluð.
Þessi þáttur gæðastýringarinnar er
einnig talinn vera mikilvægur
gagnvart markaðssetningu afurð-
anna á innanlandsmarkaði.
Jarðrœkt.
Skjalfesting jarðræktampplýsinga
hefur það að meginmarkmiði að
halda utan um upplýsingar um fóð-
uröflun búsins, bæði faglega og í
hagkvæmnisskyni. Ekki em gerðar
sérstakar kröfur um magn áburðar-
efna, heldur reiknað með að skrán-
ingar upplýsinga og notkun þeirra
leiði til skynsamlegrar nýtingar
áburðarefna.
Uppskera.
Skráning þessara upplýsinga er
eðlilegt framhald af skráningu á
jarðræktarupplýsingum og úr-
vinnsla á skráningum þessara
tveggja þátta er oftast samtengd.
Þannig segir það bóndanum mun
meira um hagkvæmni heyöflunar-
innar að vita um áburðarkostnað á
hvert tonn af heyi heldur en á hvem
hektara. Þær upplýsingar, sem hér
er safnað, nýtast einnig vegna
forðagæslu.
Fóðrun.
Þessi þáttur felur í sér skjalfest-
ingu á fóðran fjárins. Skráningarn-
ar miðast við magn fóðurs og einn-
ig næringargildi að því marki sem
það er þekkt.
Meðferð og aðbúnaður.
Þessi hluti gæðastýringarinnar
innifelur ekki reglulega skráningu
en felur í sér gátlista sem ætlað er
að auðvelda mönnum yfirsýn yfir
helstu kröfur varðandi meðferð og
aðbúnað í lögum og reglugerðum
og hvemig þeim sé fullnægt.
Lyfjanotkun.
Lyfjanotkun skal skráð nákvæm-
lega og em kröfumar þær að unnt
sé að rekja alla lyfjanotkun á ein-
staklinga í hjörðinni.
Það eru ekki fleiri þættir í hand-
bókinni sem krefjast skráninga á
upplýsingum en hún inniheldur þó
meira efni.
Reglur um eftirlit og vottun.
Þær eiga að innihalda allar upp-
lýsingar um það til hvers er ætlast
og hvemig verður litið eftir því að
því sé framfylgt. Einnig upplýs-
ingar um það hvað gerist ef brota-
löm er í notkun kerfisins. Með eft-
irliti er átt við að könnuð er rétt
notkun gæðahandbókar. Eftirlit í
gæðastýringu tekur ekki yfir annað
lögbundið eftirlit með búrekstrin-
um, enda væri það tvíverknaður, en
lítur eftir því hvort athugasemdir
hafi komið fram. Þessi kafli inni-
felur einnig upplýsingar um það
hvemig verður staðið að vottun bú-
greinarinnar og hvemig þær upp-
lýsingar, sem fram koma í vottun-
inni, verða notaðar.
Rekstur sauðfjárbúsins.
Kafli fyrir alls kyns fróðleik um
fjármálahlið rekstrar búsins. Ætlað
fyrir fræðsluefni og fleira að vild
hvers og eins.
Hópstarf.
Einn af mikilvægu þáttunum í að
ná árangri í rekstri er samanburður
og samvinna. í tengslum við gæða-
stýringuna er reiknað með að
myndaðir verði hópar sem ætlað er
að vinna að hvers kyns framfömm í
rekstrinum. Hugmyndin er sú að
fjárræktarfélögin verði virkjuð sér-
staklega til þessa starfs.
Lög og reglugerðir.
Gæðahandbókin inniheldur
helstu lög og reglugerðir viðkom-
andi búrekstrinum. Þátttöku í
gæðastýringunni fylgir yfirlýsing
um að fara að þeim lögum og regl-
um, sem um starfsemina gilda, og
það var talið nokkuð hagræði af því
að gera ráð fyrir staðsetningu þeirra
í gæðahandbókinni.
Þegar þetta er ritað hefur megin-
þorri sauðfjárbænda sótt eins dags
námskeið í gæðastýringu, fengið
afhenta gæðahandbók og margir
hverjir eru byrjaðir að nota hana að
einhverju leyti. Nú í haust verður
lokið við þá þætti gæðahandbókar-
pR€VR 10/2001 - 41