Freyr - 01.09.2001, Síða 51
Einkunnir
stöðvarhrútanna haustið 2001
Með þessari grein fylgir
tafla um einkunnir
hrúta á sæðingar-
stöðvunum eins og
þær voru í byrjun september 2001.
Taflan er að uppsetningu óbreytt
frá því sem áður hefur verið. Rétt er
samt að rifja upp helstu atriðin sem
þarf að huga að þegar taflan er
lesin.
Til að hrútinn sé að finna í töfl-
unni þurfa eldri hrútar að hafa átt
að lágmarki 100 dætur sem komu
fram í skýrslum fjárræktarfélag-
anna haustið 2000. Ætla má að enn
gæti þess vegna það mikilla áhrifa
slíkra gripa í ræktuninni að áhuga-
vert sé að fylgjast með upplýsing-
um um reynslu þeirra. Þá á þama
einnig að vera þar að fínna upplýs-
ingar fyrir alla hrúta sem í notkun
hafa verið á stöðvunum síðustu
þrjú árin. Ef upplýsingar byggja á
afkvæmum hrútsins í heimafélagi
áður en hann kom á stöð, en hann á
enn engin afkvæmi eftir sæðingar
til að byggja einkunn á, þá er sú
einkunn í sviga. Rétt er að benda á
að í einstaka tilvikum hafa slíkar
heimaeinkunnir haft takmarkað
spásagnargildi eftir að hrútarnir
komu til notkunar á stöð þó að í
miklu fleiri tilfellum hafi sú reynsla
gengið eftir með miklum ágætum.
Upplýsingar um dætur hrútanna eru
eingöngu byggðar á upplýsingum
um dætur þeirra frá haustinu 2000
ef byggt er á upplýsingum um af-
kvæmi úr sæðingu, en ef um er að
ræða einkunn úr heimafélagi em
þar notaðar allar upplýsingar um
dætur hrútsins. í öllum tilvikum
byggir einkunn um lömb undan
hrútnum hins vegar á öllum lömb-
um.
Þegar taflan er skoðun blasir það
glöggt við að sáralítill munur kem-
ur fram á hrútunum sem lambafeðr-
Jón Viðar
Jónmundsson,
Bænda-
samtökum
íslands
um, metið með þessari einkunn,
sem byggir á vænleika lamba und-
an þeim. Bent er á að um upplýs-
ingar úr kjötmati hjá þessum hrút-
um er fjallað í grein á öðmm stað í
blaðinu. Þar kemur fram miklu
meiri munur á milli hrútanna. Á
það skal hins vegar minnt að þessir
hrútar eru allir, áður en þeir koma
til notkunar á stöð, eitthvað reyndir
sem lambafeður og þess vegna eru
ekki í hópnum neinir hrútar sem
skila léttum lömbum. Þegar svo er
komið þá virðist það nánast alger
undantekning að fram komi hrútar
sem skera sig umtalsvert úr um
áberandi mikinn vænleika lamba.
Mikilsverðar upplýsingar er hins
vegar að sækja í einkunnir hrútanna
fyrir dætur. Reynslan hefur kennt
okkur að mikið er byggjandi á þeim
upplýsingum, sem þarna koma
fram, og þetta eru þær upplýsingar
sem hlýtur að vera byggt á í valinu
hjá þeim bændum sem leggja vilja
áherslu á eiginleika hrútanna sem
ærfeður í ræktunarstarfinu. Það
hljóta raunar nánast allir fjárræktar-
menn að gera, undantekningar ef til
vill fyrst og fremst að finna á búum
sem kaupa allt ásetningsfé eftir af-
staðin fjárskipti.
Ending ánna
Upplýsingar fyrir elstu hrútanna
geta verið áhugaverðar með tilliti
til þess að með samanburði á töfl-
um síðustu ára megi lesa talsverðar
upplýsingar um það hversu misvel
ærnar endast undan einstökum
hrútum. Góð ending hjá búfé hlýtur
alltaf að vera æskilegur eiginleiki
þó að ætíð sé vandkvæðum bundið
að leggja mat á eiginleikann. Það,
sem samt virðist mega lesa úr nið-
urstöðum síðari ára, er það að dæt-
Hl
Ljóri 95-828 er kominn með reynslu sem mjög góður ættfaðir.
pR€VR 10/2001 - 51