Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Síða 58

Freyr - 01.09.2001, Síða 58
kvæma. Þá eru, eins og í hrúta- stofninum í landinu almennt, þama of margir hrútar sem eru að gefa ákaflega góða gerð en eru því mið- ur um leið að gefa of fitusækið fé. Af hrútum, sem enn eru í notkun, eru Mjölnir 94-833, Askur 97-835 og Stúfur 97-854 þar verstu dæmin. Slíkir hrútar verða tæpast til kyn- bóta í kjötframleiðslunni nema á þeim landsvæðum þar sem væn- leiki dilka er í lægri mörkum, en þar em þetta hins vegar oft þeir hrútar sem mest áhrif geta haft við slíkar aðstæður. Hér verður ekki fjölyrt frekar um þessar niðurstöður en lesendum eft- irlátið að draga sínar ályktanir af tölunum. Það hafa orðið kynbótaframfarir Til gamans er í töflu 5 brugðið upp kynbótamati fyrir nokkra eldri stöðvarhrúta. Mat þeirra byggir allt á síðari tíma afkomendum þeirra vegna þess að þeir eiga engin afkvæmi með upplýsingar úr kjötmati í þessum gögnum. Þessar upplýsingar ættu að segja okkur hvar þessir hrútar mundu standa, væru þeir á dögum nú og ættu sín afkvæmi í framleiðslu. Talsvert margir þeirra eru greinilega fallnar stjömur, sem er vísbending um að talsverðar kyn- bótaframfarir hafi orðið í stofnin- um á síðustu árum. Það sem vekur athygli að í heild standa þessir hrútar enn verr en hrútarnir sem nú eru í notkun um neikvætt samband fitu og gerðar. Þar er sérstaða Steins 81-964 frá Steinsholti og Stramma 83-833 frá Hesti greini- leg en þeir eru forfeður mjög margra þeirra hrúta sem í dag eru að sína hvað jákvæðastar niður- stöður. Verulega jákvæðir hrútar gagnvart fitu eru þarna aðeins tveir kollóttir hrútar, Silfri 77-939 frá Bæ og Styggur 80-830 frá Smáhömrum. Niðurstöðum um kynbótamat hrútanna verður komið út til fjár- ræktarfélaganna á næstu vikum. 58 - pR€VR 10/2001 Tafla 5. Kynbótamat hjá nokkrum gömlum sæðingarstöðv- arhrútum þar sem ekki eru upplýsingar úr kjötmati af- kvæma en bvQPir á öðrum afkomendum Nafn Nr. hrúts Fita Gerð Heild Gámur 74-891 101 85 93 Bóndi 74-940 103 98 101 Hylur 75-947 74 111 93 Silfri 77-939 129 87 108 Punktur 78-989 84 103 94 Smári 78-990 92 112 102 Styggur 80-830 124 87 106 Sindri 80-834 94 101 98 Steinn 81-864 105 115 110 Þurs 81-996 87 94 91 Kaldi 82-899 91 108 100 Aron 83-825 90 112 101 Strammi 83-833 107 109 108 Prúður 84-897 96 96 96 Lopi 84-917 101 97 99 Kokkur 85-870 91 119 105 Broddi 85-892 95 113 104 Oddi 85-922 99 88 94 Álfur 87-910 88 110 99 Krákur 87-920 98 120 109 Fóli 88-911 97 116 107 Glói 88-927 81 105 93 Goði 89-928 79 118 99 Klettur 89-930 90 105 98 Valur 90-934 95 105 100 Vaskur 90-937 103 101 102 Álfur 90-973 96 111 104 Gnýr 91-967 103 105 104 Stikill 91-970 86 120 103 Fenrir 92-971 96 116 106 Glampi 93-984 99 109 104 Penni 93-989 102 106 104 Frami 94-996 78 118 98 Þama eru einnig fram komnar um- talsverðar upplýsingar um ærstofn- inn. Kynbótamat hefur verið reikn- að fyrir allar ær, sem eiga afkvæmi, eða afkomendur með upplýsingar úr kjötmatinu og er að finna í ættarskrá fjárræktarfélag- anna. Vafalítið hafa margir bændur áhuga á að skoða slíkar niðurstöð- ur. Hins vegar er umfang upplýs- inganna það feikilega mikið að ekki þykir ástæða til að senda upp- lýsingar til annarra en þeirra sem þess óska. Þeir sem óska efir slík- um niðurstöðum eru beðnir að senda óskir þar um til Jóns Viðars hjá BÍ annað tveggja bréflega eða á tölvupósti, póstfang jvj@bondi.is. Upplýsingamar verður hægt að fá sendar annað tveggja sem útprent- un eða sem exel-skrá og em menn vinsamlega beðnir að taka fram eftir hvoru þeir óska. Vegna kostn- aðar við að útbúa gögn og útsend- ingu þeirra verða teknar 500 krónur fyrir hvert bú og yrði það reiknisfært á mót styrk hjá við- komandi fjárræktarfélagi.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.