Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 65

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 65
Tafla 2. Innleggsverð dilka af mismunandi fituflokkun við breytilegan fallþunga (sjá nánar í texta). Hrútur A B C Fallþungi Raunt. Hlutf. Raunt. Hlutf. Raunt. Hlutf. 19 kg 4922 91 5400 100 5548 103 15 kg 4110 97 4245 100 4380 103 11 kg 3058 97 3137 100 3093 99 gerð, í samræmi við fallþunga- breytingamar. í töflu 1 eru niður- stöður sýndar og eru þær bæði sýndar sem meðalverð á dilk og einnig sem hlutfallstölur þar sem hrútur B er ætíð settur á 100. Skoðum því næst dæmi þar sem við gerum ráð fyrir að allan mun á milli afkvæmahópanna sé að finna í mismunandi eiginleikum þeirra til fitusöfnunar. Hér er grunnhópamir sem ég geng út frá einnig við 15 kg fallþunga. Þar em öll lömb í R fyrir gerð við þann þunga en undan hrút A em þau öll í fituflokki 3, fyrir hrút B skiptast þau til helminga á fituflokk 2 og 3 og hjá hrút C em þau öll í fituflokki 2. Síðan eru þessir sömu afkvæmahópar skoð- aðir við mikinn vænleika eða 19 kg meðalfallþunga og hins vegar mjög létt lömb eða aðeins 11 kg fall. Niðurstöðumar sem þá fást em þær sem tafla 2 sýnir. Það meginatriði, sem þessar töfl- ur sýna, er að á þennan hátt þá verður munur á milli afkvæmahóp- anna mismunandi eftir því við hvaða þunga rannsóknin er gerð. Við það uppgjör, sem gert er í af- kvæmarannsóknum, mundi munur á milli afkvæmahópanna við mat á eiginleikunum verða sá sami í öll- um dæmunum. Það er að sjálf- sögðu grundvallaratriði við mat á kynbótagildi gripa að við verðum að fá fram líkan mun við allar að- stæður. Af töflunum má einnig sjá að mikilvægi gæðamatsins fyrir ann- ars vegar fitu og hins vegar gerð verður mismunandi eftir því hvort búið er við mikil landgæði og mik- inn vænleika eða létt land og lítinn vænleika. Við mikinn vænleika verður vægi fitumatsins miklu meira en hjá léttum dilkum. Hluti að því sem gerist með verð- mætaútreikningi, eins og þama er sýndur, er að nýja kjötmatið er flutt í umhverfi gamla kjötmatsins. Þannig fást allir vankantar þess, sem gerðu gamla kjötmatið á sínum tíma svo máttlaust tæki í ræktunar- starfínu, vegna þess að þar var eig- inleikunum blandað mikið saman í stað þess að greina þá sjálfstætt. Sjálfstætt mat eiginleika, áður en þeir eru sameinaðir í heildareink- unn, er þekkt sem eitt grundvallar- atriði í búfjárkynbótum í nær sex áratugi og hefur verið grunnur að þeim ræktunarárangri sem sjá má í búfjárrækt víða um heim. Að hverfa frá því er því ekki vænleg leið til árangurs í búfjárrækt. Rétt er að benda á að einhverjum sýnist sá munur, sem fram kemur vegna munar í gæðamati, lítill. í því sambandi er rétt að benda á að munurinn, sem þama sést, er allur nettómunur vegna þess að í dæm- unum með jafnan fallþunga má ganga út frá því að framleiðslu- kostnaður sé sá sami. Þess vegna má margfalda þennan mun þegar verið er að skoða hann sem áhrif á nettótekjur búsins. Munur í nettó- tekjum, sem orðinn er um eða á annan tug prósenta og er allur til- kominn vegna mismunandi erfða- eðlis bústofnsins, hlýtur að gefa til- efni til að hugleiða hvort ekki megi um bæta í þeim efnum. Þegar þriðji eiginleikinn, fall- þunginn, er tekinn inn í myndina sem sjálfstæður eiginleiki verður dæmið mjög flókið. Þar verða dæmin, sem þyrfti að setja upp til að sýna slík áhrif, svo mörg að slíkt er ófært hér. Nokkur atriði, sem sum má lesa af töflunum að fram- an, er samt ástæða til að ræða. Töflumar sýna glöggt að í slíkum samanburði þá verður fallþunginn að sjálfsögðu mjög ráðandi þáttur ef um nokkum fallþungamun er að ræða. Sumir þeirra, sem vinna mikið úr upplýsingum, reikna annars vegar verðmæti dilka undan einstökum hrútum og einnig verð á hvert framleitt kg af dilkakjöti undan hverjum hrút. í slíkum útreikning- um er mjög algengt að sjá fast af því fullkomna endurröðun hrútanna eftir því hvor mælikvarðinn notað- ur er, í öllu falli ef um er að ræða þokkalega væn lömb og einhver teljandi munur er í fallþunga á milli afkvæmahópa. Slíkt er eðlilegt vegna þess sambands þunga og fitumats sem að framan er rætt um. Það hlýtur að eiga að keppa að því að framleiða sem verðmætust kjöt- kíló við gefinn fallþunga, en að ætla að leggja mat á það við mis- munandi fallþunga, eins og yfirleitt er verið að gera við útreikning á sláturtölum, eins og þær koma beint fyrir, er dæmt til að gefa vill- andi niðurstöður þar um. Vaxtageta lambsins mikilvægust Það sem gerir myndina um leið flóknari þegar fallþunginn er skoð- aður í samhengi við þættina í mat- inu er að fallþunginn er sjálfstæður eiginleiki í ræktunarstarfinu. Vaxt- argeta lambsins verður ætíð mikil- vægasti eiginleiki í dilkakjötsfram- leiðslunni, ásamt gæðaþáttunum. Það atriði má aldrei gleymast við endanlegt val á milli hrútanna. í núverandi afkvæmarannsókn- unum hefur frá upphafi verið lögð á það áhersla að þeim hefur aðeins verið ætlað að ná til gæðaþáttarins í framleiðslunni. Vaxtargeta lambanna er hins veg- ar mikilvægur eiginleiki sem snýr að framleiðslumagninu. Þegar að FR6VR 10/2001 - 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.