Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Síða 66

Freyr - 01.09.2001, Síða 66
þessum eiginleika kemur þá eru það mjög margir þættir í ytra um- hverfi lambsins, sem hafa áhrif á þunga þess, aðrir en eigin geta þess til vaxtar. Þar má nefna þætti eins og aldur lambsins við slátrun, hvort lambið er fætt og gekk með sem einlembingur eða tvílembingur, hvort um er að ræða hrút eða gimb- ur, aldur móðurinnar hefur áhrif, auk þess sem mjólkurlagni móður- innar hefur oft ekki minni áhrif en vaxtargeta lambsins. Margir af þessum ytri þáttum vega jafnvel meira en eigin vaxtargeta lambanna í þungamun þeirra. Að leggja mat á þungamun lamba undan einstökum hrútunum án þess að taka tillit til þessara ytri þátta er því yfirleitt dæmt til að gefa ákaflega villandi niðurstöður. Meðaltal byggt á verð- mætum sláturlambanna, þar sem sumir hrútanna eiga t.d eina eða tvær einlembingsgimbrar en aðrir ekki, er því oft dæmt til að gefa vægast sagt villandi mynd af kyn- bótagildi hrútanna. Rannsóknir hafa leitt í ljós að áhrif af mörgum þessara ytri þátta eru mismunandi frá einu búi til annars og frá ári til árs eins og flestir fjárbændur þekkja mætavel. Það skapar vandamál með að vinna með þungaupplýsingar á þann hátt að reyna að leiðrétta áhrif ytri þátta með föstum leiðréttingarstuðlum, sem samt er eðlileg fyrsta nálgun til að fá raunhæfari samanburðartölur. Ástæða er einnig til að muna að jafnvel þó að allvel takist til með að leiðrétta þungatölur lambanna vegna áhrifa ytri þátta þá er arf- gengi á fallþunga lambanna fremur lágt. Það þýðir að til að fá nægjan- lega nákvæmt mat á mun á milli hrúta, með tilliti til vænleika lamba undan þeim, þurfum við mun stærri afkvæmahópa en þarf til að meta þá þætti sem mældir eru í kjötmati. Auðveldara að ná upp kjötgæðum en fallþunga með kynbótum I þessu samhengi vil ég aðeins vitna til reynslu af skipulegum af- kvæmarannsóknum sem unnar voru á þriðja áratug sl. aldar í fjár- ræktarfélögum víða um land. Þar var leitast við að leggja sameigin- legt mat á þunga og kjötgæði hjá afkvæmum hrútanna sem í rann- sókn voru. Ég tel mig þekkja allvel til þessara rannsókna, framkvæmd- ar þeirra og þeim árangri sem þær skiluðu. Óumdeilanlegt er að á mörgum búum víða um land náðu bændur umtalsverðum árangri við að bæta kjötgæði. Þar voru áherslur á vaxtarlag og fitusöfnun talsvert breytilegar, bæði milli svæða og búa, en í báðum þáttum náðist um- talsverður árangur. Hins vegar tel ég að erfitt sé að benda á dæmi um hliðstæðan árangur hvað varðar fallþunga lamba. Bestur dómur um slíkt fæst þegar gripir frá þessum búum fara til kynbóta á önnur bú og önnur landsvæði en dæmi er um það gagnvart mörgum af þessum ræktunarbúum. Þar hafa yfirburðir í kjötgæðum margoft komið skýrt fram. Hliðstæð áhrif í fallþunga lamba hefur verið miklu erfiðara að greina. Alltaf komu þó fram einstakir hrútar sem skiluðu óhóflega léttum lömbum. Þannig gripir eru ætíð að koma fram í ræktunarstarfinu og er mikilsvert að þeim sé fargað strax. I þessum rannsóknum voru gerðar verulegar kröfur um samanburðar- hæfni hópanna og gagnvart þunga- upplýsingum var megináhersla lögð á fallþungaupplýsingarnar sem fengust hjá samanburðarhæf- asta flokki afkvæmanna, tvflemb- ingshrútunum. Eigi að fara út í skipulegar af- kvæmarannsóknir á hrútum sem feðrum sláturlamba þar sem gerð væri krafa um nægjanlega ná- kvæmt mat, bæði á þunga og gæða- þætti, yrði því að vinna með miklu stærri afkvæmahópa en gert er í kjötgæðarannsóknunum sem nú eru í gangi. Slíkt er að sjálfsögðu mjög verðugt og nauðsynlegt verk- efni á þeim fjárbúum sem hafa það margt fé og aðstöðu til slíkrar vinnu en ljóst er að þannig rann- sóknir verða aldrei eins víðtækar og núverandi rannsóknir vegna kjötgæða. í ræktunarstarfinu erum við að leita að þeim einstaklingum sem við teljum að skili mestum kostum til afkvæma sinna. Það verður best gert með því að reyna að fá sem ná- kvæmast mat á þá eiginleika sem við ætlum að beina athygli okkar að. Þegar unnið er með fleiri eigin- leika er mat hvers og eins síðan vegið saman í eina heildareinkunn með þeim vægistuðlum sem við teljum að hverjum eiginleika beri í framtíðinni. Ljóst er að dilkakjöt verður í framtíðinni í enn meiri samkeppni við annað kjöt á markaði. Við höf- um engin rök sem benda til annars en að við sjáum hér á landi líkar kröfur og í öðrum löndum á næstu árum. Neytendur eru að kaupa vöðva og vilja því meiri vöðva í því kjöti sem þeir kaupa, þeir vilja einnig minni fitu. Einnig er ljóst að vaxandi hluti framleiðslunnar kem- ur á borð neytenda sem unnin vara. Til að bæta nýtingu á dilkakjöti í vinnslu er mikilsvert að fá þyngri skrokka með minni fitu en við höf- um hjá íslenskum dilkum í dag. Þetta kallar á að við leggjum áfram áherslu á kjötgæði í ræktun- arstarfmu. Þar hefur reynslan þegar sýnt okkur að við getum náð um- talsverðum árangri með skipuleg- um afkvæmarannsóknum hrútanna með líku sniði og unnar hafa verið frá 1998. Við mat á niðurstöðum hvet ég bændur til að skoða þær með mismunandi vægi á gerð og fitu á bilinu 30-70%. Verðmætustu einstaklingamir eru að sjálfsögðu þeir sem sameina yfirburði beggja þátta, en það em þeir sem sýna yf- irburði við breytilegt vægi eigin- leikanna. Því miður er almennt samband eiginleikanna í stofninum neikvætt en við höfum góðu heilli talsverðan fjölda gripa sem sam- eina kosti í báðum þáttum. Þessa gullmola þarf að finna og nota til að móta stofninn til framtíðar. Eins og ég nefndi hér að framan 66 - FR6VR 10/2001

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.