Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 6

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 6
Hollt er heima hvat Víða um heim eru augu manna að opnast fyrir því að æskilegt sé að matvælaframleiðsla fari fram á heimaslóðum. Hin umfangsmiklu viðskipti með matvæli milli landa og heimsálfa hafa í för með sér neikvæð áhrif á umhverfið, at- vinnusköpun og afkomu byggðar- laga. í framhaldi af því hefur vaxið áhugi víða um heim á heimaöflun matvæla. í Bandaríkjunum njóta hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila • Margar stærðir, frá 5-300 lítra • Blöndunar- og örygg- isloki fylgir • Einföld uppsetning • Hagstætt verð lEinar JFarestveit & Co.hf. Borgartúni 28 105 Reykjavík Sími 520 7901 matvælamarkaðir vaxandi vin- sælda. Meira en þrjár milljónir manna sækja vikulega slíka mark- aði og eiga þar viðskipti fyrir meira en einn milljarð dollara á ári. Slíkir markaðir eða sala beint frá bændum vex einnig í Evrópu og í Japan selja bændur allt að 60% af framleiðslu sinni beint til neytenda. Það geta verið allt frá 10-30 heimili og upp í 200 þúsund sem eiga við- skipti við hvern söluaðila, (markað). Alls eru það um 11 milljón manns sem skipta við þessa markaði með viðskipti upp á 15 milljarða dollara á ári. Meirihluti viðskiptavinanna eru húsmæður sem hafa áhyggjur af gæðum og öryggi matvæla. í suðvestanverðu Þýskalandi hafa svínabændur stofnað sam- vinnufélag sem býður fram afurðir af útigöngusvínum á svæðinu. Samvinnufélagið annast slátrun svínanna, stykkjun, pökkun og sölu kjötsins. Veltan er um 20 milljón evrur á ári. Viðskiptin span- na 150 km radíus frá fyrirtækinu og afurðirnar fara til veitingahúsa, litilla verslana og stórmarkaða. í sunnanverðu Frakklandi hefur verið stofnað samvinnufélag 19 verslana sem sérhæfa sig í sölu á framleiðslu svæðisins af matvæl- um, svo sem ostum, kjötvörum, víni, grænmeti, sultu o.fl. Dæmi- gerð slík verslun veltir tveimur milljónum evra á ári og þjónar um 2000 viðskiptavinum á viku. í Gujarat á Indlandi reka bænd- ur samvinnuverslun (kaupfélag) sem selur mjólkurafurðir, pitsur o.fl. með mjög góðum árangri og heggur í hlut stórmarkaðanna. í Englandi hefur opinber nefnd lagt til að markaðir, þar sem af- urðir svæðisins eru boðnar til sölu, fái skattaívilnanir. í Ítalíu hefur ríkisstjórnin og Ijöldi sveitarfélaga skyldað grunn- skólana til að nota lífrænt fram- leidd matvæli af heimaslóðum í mötuneyti sín og hefur sú ákvörð- un hlotið góðan hljómgrunn al- mennings. Þetta hefur einnig verið gert í borginni Belo Horizonte, fjórðu stærstu borg Brasilíu. Það hefur dregið úr vannæringu barna og bætt afkomu smábænda í grenndinni. Þessi dæmi sýna að góður jarðvegur er fyrir aukna neyslu á mat af heimaslóðum. En til að flýta fyrir þróuninni þarf opinberar aðgerðir. Hin gífurlega orkunotkun og umhverfisspjöll sem stafa af langflutningum þarf að skattleggja miklu meira. Flutningur á einu tonni af vörum með flugvél kosta 63 sinnum meiri orku heldur en sjóflutningar sömu leið. Samt er flugvélaelds- neyti ekki skattlagt. Flutningabílar nota fjórfalt meiri orku á tonn á km heldur en flutn- ingur með járnbrautum en þó vaxa sífellt bílflutningar. Iðnríkin ættu að hætta að niður- greiða búvöruútflutning sinn. ESB ætti að banna langflutninga á lif- andi búfé, en styðja betur við lítil mjólkurbú, sláturhús, verslanir og veitingastaði á vegum samvinnu- félaga bænda. Jafnt ESB og Finnland ættu að setja sér það markmið að styðja og veita forskot matvælum sem framleidd eru með endurnýjan- legri orku í stað hefðbundinna orkugjafa. Að lokum þarf að kynna vel fyrir neytendum og merkja sérstaklega vörur af heimaslóð sem uppfylla kröfur um umhverfisvæna, sið- ferðislega og samfélagslega fram- leiðsluhætti. (Professor U.B. Lindström, Landsbygdens Folk nr. 15-16/2003). 12 - Freyr 1/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.