Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 16

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 16
Þjðppun og rof á ræktunarlandl - viömiðanir og forvarnir INNGANGUR Þó að áhrif þjöppunar þungra tækja á jarðveg séu augljós og hjólför myndist hefur þetta lítið verið athugað hér á landi. Með sí- fellt stærri og þyngri vélum og tækjum eykst og breytast áhrif þjöppunar á jarðveginn. Þar sem dýpri lög jarðvegs sjatna og þjapp- ast vegna þungra vinnuvéla er um endanlegt ástand að ræða, breyt- ingu sem ætla má að sé óaftur- kræf. Það er því ástæða til að því huga að hvort grípa þurfi til að- gerða til að koma í veg fyrir slíkt. Með aukinni akuryrkju verða opin flög algengari og land opið mun lengur en þegar tún em endur- ræktuð á margra ára fresti. Þá get- ur fokið eða flætt úr flögunum og þar með tapast besta gróðurmold- in. Moldrok úr flögum er víða þekkt. Jarðvegsrof utan ræktunar- landsins hefur verið rannsakað ít- arlega og verður ekki rætt að sinni en vísað til rita um það efhi (6). í sjálfbæmm landbúnaði er stefht að fyrirbyggjandi jarðvegs- vemd, forvamir era í fyrirrúmi. Þá þarf að vera þekkt hvað beri að forðast og þar sem ræktun fylgir álag þurfa mörk að vera til sem stefnt er að að ekki sé farið yfir. Þó að ekki sé hægt að ákvarða þessi mörk fyrir þjöppun og rof á túnum og ökmm að svo stöddu er nauð- Engin umferð véla Mikil umferð að vori Umferð og holurými • Athugun á mýrarjarðvegi á Hvanneyri. Sýni tekin að hausti • Án umferðar er loftými mikið - stórar holur • Mikil umferð leiðir til að stórar holur falla Loft 29% Loft 16% Vatn 56% Vatn 66% saman • Þjöppunin leiðirtil að meira verður af meðal- stórum holum. Þær halda vatni og landið er blautara • Vegna þjöppunar eykst hlutfall fastra efna Föst efni Föst efni 15% 18% Unnið úr niðurstöðum Óttars Geirssonar og Magnúsar Óskarssonar (8) 1. mynd. Breytingar á ioft- og vatnsmagni í jarðvegi við þjöppun á mýrar- jarðvegi (8). eftir Þorstein Guðmundsson, jarðvegs- fræðing, LBH Hvanneyri synlegt að umræða um þetta mál sé í gangi og stefht sé að þvi að halda hvom tveggja eins lágu og unnt er. Þjöppun Islenskur jarðvegur er léttari og lausari í sér en jarðvegur í nágrann- löndum okkar. Þetta kemur m.a. fram í því að magn þurrs jarðvegs (þurrefnis) á rúmmálseiningu er lágt. Á ræktuðu landi er það frá um 0,3 tonn/m3 í mýmm, 0,6 tonn/m’ í móajarðvegi og um 1,0 tonn/m3 í sendnum jarðvegi. Til samanburð- ar þá em oft 1,2 tonn/m3 af jarðvegi í plægðum ökmm nágrannalanda okkar. Holurými í jarðveginum er hins vegar mikið og þar sem eng- in fyrirstaða er í jarðveginum eða höft í landinu sígur regnvatn hratt niður. Þetta bendir til þess að rúm- mál stórra holna sé mikið og hefur íslenskur jarðvegur oft hagstæða dreifingu holna að upplagi. Á móti kemur sú reynsla að vatn vill sitja í dældum eða lægðum, pollar mynd- ast í hjólfömm sem þá vilja vaðast upp, tún em rök eða blaut og gróð- urfar ber einkenni raka í jörðu. Það er ástæða til að kanna þetta nánar. Sig eða sjötnun Við framræslu mýra lækkar gmnnvatnsstaðan, þær falla að hluta saman og yfirborðið lækkar. Þessi sjötnun mun ofl hafa verið 30 112 - Freyr 1/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.