Freyr - 01.02.2004, Qupperneq 15
vinnuafl en nemendur fá raun-
veruleg verkefni í hendumar og
geta gert sig gildandi, sýnt sig og
sannað og að lokum fengið starf
hjá viðkomandi fyrirtæki ef allt
gengur upp.
Eftir því sem fyrirtækin eru
fleiri og fjölbreyttari getum við
boðið nemendum okkar betra
námsumhverfi.
Ég tel það vera eitt brýnasta
hagsmunarmál dreifbýlisins allt í
kringum landið að geta boðið upp
á slíka náms- og rannsóknarþjón-
ustu. Hér á Reykjum höfum við
harðsnúið lið sérfræðinga, nóg
land og það er ódýrt að búa hér,
við höfúm ljósleiðara sem liggur
um hlaðið hjá okkur og við nýt-
um, en það er frumskilyrði allrar
upplýsingamiðlunar nú til dags.
Við búum við góðar samgöngur
og í góðu færi bæði við Reykjavík
og Selfoss, en samt fyrir utan
þessi þéttbýli, þannig að kraftur-
inn frá náttúrunni er sýnilegur og
blæs mönnum andann í brjóst.
Það sem ég hef hér lýst á alveg
eins við um Hvanneyri og Hóla-
skóla.
Hvernig er samvinnu milli þess-
ara þriggja skóla landbúnaðarins
háttað?
Skólamir hafa með sér ákveðna
verkaskiptingu, það er nánast ekki
boðið upp á sama námið í tveimur
skólum. Hvanneyri býður upp á
unrhverfisskipulag, þ.e. fyrri-
hlutanám í landslagsarkitektúr og
við höfum komið að þeirri
kennslu og höfúm með hendi um
400 tíma kennslu á þessari braut á
Hvanneyri. Bæði fara okkar menn
þangað og nemendur koma til
okkar i styttri eða lengri tima.
Hólaskóli er aftur með greinar
sem bjóða ekki upp á eins mikla
samvinnu við okkur, þ.e hrossa-
rækt, ferðaþjónustu og fiskeldi.
Sérðu fyrir þér að þessar þrjár
Sveinn Aóalsteinsson og Bruno Nilsson, fram-
kvæmdastjóri Konunglegu sænsku skóg- og land-
búnaðarakademíunnar í Stokkhólmi en akademían
hýsir skrifstofu norrænu búvísindasamtakanna, NJF,
sem Sveinn er forseti fyrir. Þriðji maðurinn á mynd-
inni er Karl XIV. Jóhann sem stofnaði akademíuna
árið 1814.
stofnanir verði sam-
einaðar á einhvern
hátt?
Ég get ímyndað
mér að að því getið
komið að skólamir
fái sameiginlega yf-
irstjóm. Ég hef hins
vegar ekkert um það
að segja og er ekk-
ert viss um að það
mundi borga sig, en
ég hef heldur ekkert
á móti því að sjá út-
tekt á því.
Þú ert nú forseti
Norrœna búfrœðifé-
lagsins, NJF. Hvað
gerir sá félagsskap-
ur?
NJF er sanrtök
norræna búvísinda-
manna, stofnað árið
1918. Þetta er frjáls
félagsskapur sem
fær rekstrarfé sitt
með félagsgjöldum
og styrkjum víða
að.
Markmið samtak-
anna er að vera
samskiptavettvang-
ur fyrir norræna búvísindamenn
og bjóða upp á málstefnur og
námskeið um afmörkuð verkefhi
og halda ráðstefnu á Ijögurra ára
ffesti.
A vegum NJF starfa átta deildir
eða skorir eftir greinum landbún-
aðarins og tveir vinnuhópar en áð-
ur voru skorimar enn fleiri.
NJF byggir á grasrótinni, þ.e. að
fram komi góðar hugmyndir um
námskeið og verkefni. Hlutverk
stjómarinnar er að styðja eldhug-
ana til góðra verka.
Skrifstofan er núna í Stokk-
hólmi og þar er starfandi fram-
kvæmdastjóri í hálfú í starfi og
við eram í stöðugu sambandi með
tölvupósti og síma.
Hvaða starfsemi ferfram á veg-
um NJF hér á landi?
Það eru haldnar málstofur, ein
til þrjár hér á landi árlega, en
alls hélt NJF 14 málstofur á sl.
ári.
Verkefni mitt er að gera NJF
sýnilegra og til þess ætlum við
nota mikið Netið og að halda úti
öflugri heimasíðu. Við ætlum að
vera virkir í þjóðmálaumræðunni
og virkja unga búvísindamenn á
Norðurlöndunum til starfa. Mið-
stjóm NHF skipa sex manns, einn
frá hveiju Norðurlandanna og svo
ég sem forseti. Miðstjómarmenn
era formenn landssamtakanna í
hverju landi.
M.E.
Freyr 1/2004- 11 |