Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 25

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 25
Ásgeir Gunnar Jónsson i Stykkishóimi að spýta selskinn. Ljósm. ÁS. vel loftar um og bera svo út til frekari þurrkunar þegar vel viðrar. Æskilegt er að skafa mesta vatnið úr holdrosanum eftir að skinnið hefúr verið spýtt upp. Nauðsynlegt er að flöturinn undir skinnin sé sléttur og laus við ryðgaða nagla eða annað sem gæti smitað yfir í skinnið. Efni sem smita lit ber að forð- ast og best er að nota galvanis- eraða nagla við spýtinguna. Ymist er skorið út úr hreifagöt- um eða að þau eru látin halda sér. Mælt er með því að skera út úr hreifagötunum, en fjarlægja sem minnst af sneplum sem myndast við skurðinn eða að- eins það nauðsynlegasta til þess að ná þokkalegri lögun á skinnið. Avallt er reynt að ná þeirri stærð út úr hverju skinni sem vöxtur kópsins leyfir, án þess þó að teygja skinnið um of. Breidd skinna er mæld á milli hreifagata og yfir spenagöt. Ekki má þurrka skinnin á móti suðri eða þannig að á þau skíni sterk sól. Þegar enginn hrái finnst lengur í skinninu telst það full- hert/spýtt. Gæta skal þess að ekki rifni út úr naglaförum þegar skinnin eru tekin af þurrkfletinum. Fullspýtt skinn á að geyma á svölum stað þar sem loft leikur um þau. Skinnum skal staflað í bunka þannig að ávallt snúi hár sam- an. Hár mega aldrei snerta hold- rosa. Mælt er með að setja dagblöð á holdrosann á milli skinna, þau draga í sig grút ef einhver er. Skipta þarf um blöð við og við og umstafla skinnum. Aldrei skal vefja skinn upp. * Sól má aldrei skína á hárahlið skinna, þá hringar hárið sig og skemmist. * Fyrsta flokks teljast skinn sem eru lengri en 90 cm og ná 45 cm á breidd, eru laus við göt og rispur eða klórför, eru grútar- laus og laus við gulu og hafa fallega og gallalausa áferð og munstur. Lýsingin hér að framan getur átt við hvaða selskinn sem er þótt haustkópaskinnin séu yfirleitt söltuð. SÖLTUN SELSKINNA Komin er reynsla af því hvemig salta megi kópaskinn (bæði vor- og haustkóp), svo að þau geymist óskemmd mánuðum saman ef rétt er að verkinu staðið. Reynsla síð- ari ára byggir á fyrri aðferðum manna, þar sem mikið veiddist á stuttum tíma og ekki vannst tími til að skafa og spýta jafnóðum og veiddist. Þá söltuðu menn skinn- in og afvötnuðu síðan og fullverk- uðu síðar þegar tími gafst til. Skinn söltuð í tunnu má senda beint til sútunar og hefúr það gef- ist vel og er jafnvel ekki síðra hrá- efni heldur en spýtt skinn. Megin kostir þessarar aðferðar er að hún er fljótleg og einföld fyrir veiði- manninn og hefur minni kostnað (vinnu) í för með sér fyrir hann. Ókostimir eru aftur á móti þeir að við móttöku er nánast ófram- kvæmanlegt að flokka og meta (skoða) skinnin og allur flutningur skinnanna (tunnanna) er erfiðari en þegar spýtt er. Það fer eftir óskum kaupanda hvort skinn em spýtt eð söltuð. Hvernig á að salta? Þó að skinn sé saltað þá er flán- ing framkvæmd á sama hátt og lýst var hér á undan. Þó er æski- legt að flá eins nett og kostur er til þess að söltunin verði öruggari, Freyr 1/2004 - 21 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.