Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 26

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 26
þ.e. láta sem minnst af spiki fylg- ja skinninu. Skinnið er sett strax í fiillsterkan saltpækil og hrært í þannig að öruggt sé að þau pæk- list öll. I pæklinum geta skinnin verið 2-3 daga en pækilinn má svo nota við næstu fláningu. í pæklinum skreppa skinnin saman og verða mun fyrirferðaminni. Eftir að pæklun lýkur (eftir 2-3 daga) eru skinnin tekin og lögð á borð eða annan sléttan flöt (með hárin niður) og saltað rækilega holdrosamegin. Síðan eru þau brotin saman um þvert skinnið og verða þá lík hálfmána að lögun (með hárin út). Þannig eru skinn- in sett ofan í tunnu og rúmast þá oftast tveir slíkir hálfmánar (þ.e. tvö samanbrotin skinn) vel sem lag í tunnunni sem saltað er í. Síðan er saltað milli laga, þ.e. undir, ofan á og allt um kring. Of- an á skinnin er settur hlemmur og dálítið farg og siðan er sterkum saltpækli hellt yfir, þannig að skinnin fari vel í kaf og tunnunum lokað vel. Um 35-40 skinn (sölt- uð og óskafin) ættu að komast í hverja tunnu ef þessi háttur er hafður á, en plasttunnur sem not- aðar eru undir hrogn (síldartunn- ur) henta ágætlega undir skinn. Tunnumar skal síðan geyma á svölum stað, annað hvort inni eða í forsælu útivið. Mikilvægustu atriði við söltun- ina eru: * Skinn mega aldrei límast sam- an án þess að salt sé á milli. * Skinnin þurfa að vera undir fargi í tunnunni og saltpækill að fljóta það vel yfír að þráa- lag, sem sest ofan á pækilinn, nái ekki til þeirra. Það getur valdið gulu. * Ef þráalag myndast ofan á pæklinum þarf að fjarlægja það jafnóðum. * Notið gott fiskisalt, ekki grá- sleppuhrognasalt. * Skinnin þurfa að „brjóta sig“ í sterkum saltpækli í tvo eða fleiri daga áður en gengið er frá þeim söltuðum í tunnu. Lokaorð Minnt skal á myndband um verkun kópaskinna, sem Samtök selabænda gáfu út árið 2001. Þar er lýst bæði gömlum aðferðum og nýjum við verkun selskinna, þar á meðal því að skafa með háþrýsti- dælu. Minning Ásgeir Bjarnason... Frh. afbls. 5 Þrátt fyrir mjög miklar annir við ótal félagsmálastörf, sem ekki hafa öll verið talinn hér og langar fjar- vistir við þingstörf og ferðir þeim tengdar bjó Asgeir alla tíð búi sínu í Asgarði. Hann bætti jörð sína að ræktun og húsakosti og sinnti bú- störfum stöðugt ffam á effi ár. Er Bjami sonur hans hafði tekið við búsforráðum og Asgeir hafði að mestu létt af sér reiðingi hinna Qölþættu trúnaðarstarfa, reistu þau Ingibjörg sér nýtt og snoturt íbúðarhús við heimreiðina að því eldra. Þau gerðu sér þar hlýlegt skjól og prýddu í kring. Þangað var gott að koma og þar var veitt af sama hlýleika og rausn eins og Ásgarðsfólk fýrr og síðar er þekkt fyrir. Ásgeir fylgdist vel með mál- um þó að hann væri sestur á sinn friðarstól heima í Dölum og sér- stakan áhuga sýndi hann viðgangi Búnaðarfélags Islands og síðar Bændasamtakanna. Ásgeir Bjarnason var prýði stéttar sinnar, hvort sem litið er til hins prúða og eljusama rausnar- bónda heima í Ásgarði eða sem forystumannsins á fjölmörgum sviðum félagsmála þar sem hon- urn var trúað fyrir hinum ábyrgð- armestu störfum fýrir stétt sína og þjóðina alla. Þannig verður hans lengi minnst. Jónas Jónsson. Molar Vaxandi gagnrýni á SJÓFLUTNINGA MEÐ LIF- ANDI BÚFÉ Stærsti útflytjandi lifandi búfjár í heiminum, Ástralía, hefur lent í erfiðleikum með sjófiutninga á bú- fé til Miðausturlanda. I ágúst á sl. ári bannaði Saudi Arabía að skipa í land 50 þúsund fjár vegna ótta við að hluti af fénu væri sjúkur. Sjóflutningar á búfé eiga sífellt meira undir högg að sækja vegna dýraverndarsjónarmiða, en algengt er að búféð þoli ekki flutningana. Ástralía flytur árlega út 6 millj- óna lifandi fjár og eina milljón nautgripa, einkum til Miðaustur- og Asíulanda. Aðalástæða fyrir þessum flutningum er að kaup- endur geti slátrað fénu eftir múslímskum reglum. (Internationella Perspektiv nr. 37/2003). Heyrnarskaðar í LANDBÚNAÐI í SvÍÞJÓÐ Sænskir bændur eru með lé- legri heyrn en aðrir Svíar, en 30% þeirra telja sig vera með skerta heyrn. Samsvarandi hundraðshluti verkamanna er 16% og sjálfstæðra atvinnurek- enda er 17%. Dráttarvélar og keðjusagir eru algengustu há- vaðavaldarnir í sænskum land- búnaði en mestur verður þó há- vaðinn við fyllingu votheysturna og mölun á korni. (Bondebladet nr. 1-2/2004). 122 - Freyr 1/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.