Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 37

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 37
með spónaverðs-viðmiðun næmi því a.m.k. 400 þús. krónum. Sú upphæð er nær fjórir fímmtu heildarkostnaðar við ræktun Hvanneyrarbyggsins. Með inn- byrðis niðurgreiðslu mundu því Hvanneyrarkusur geta fengið byggkomið á tæplega 7 kr./kg þurrefnis (tæpar 6 kr./kg verslun- arvöm)! FÓÐURBYGG - AUKAAFURÐ HÁLMRÆKTAR? Með áætluðu framlagi hálms- ins, byggðu á undirburðarverð- mæti hans í hesthúsum saman- bomu við spæni, virðist mega gera ráð fyrir að byggið sem kjamfóður fáist á mjög skaplegu verði - ríflegu „heimsmarkaðs- verði”. Fóðurbyggið nýtur verð- mæta hálmsins; án þeirra væri komrækt Hvanneyrarbúsins ekki hagkvæm. Það eru því fjölnot uppskemnnar sem gera þessa fóð- urræktun arðbæra. Vera má að svo sé víðar. Nefna má að þá eigum við eftir að halda til haga líklegum ábata komræktarinnar í túnrækt- inni á Hvanneyri og ömggri gagn- semi kornræktarinnar fyrir kennslu- og rannsóknastarf skól- ans. Reikningar, eins og hér vom sýndir, hafa að sjálfsögðu sína annmarka, háða gefnum eða ráð- andi forsendum. Þeir sýna þó að þrennt skiptir meira máli en ann- að: * að halda kostnaðar- og magn- tölum saman svo að áætla megi hvað framleiðslan í raun og sann kostar * að vélakostnaðinum sé haldið niðri, m.a. með því að fasti kostnaðurinn dreifist á margar einingar - að nýta vélakostinn vel, og loks það * að uppskeran nýtist sem best - að komtapið verði sem minnst, og það sem hér átti sérstaklega við: að hálmurinn komi til góðra skila. Við ákveðnar að- stæður er hann kannski enn verðmætari en sjálft komið! Moli Rússland hefur ÁHYGGJUR AF STÆKKUN ESB Ríkisstjórn Rússlands er áhyggjufull yfir stækkun ESB. Á árlegri landbúnaðarsýningu í Berlín, Grune Voche, lét land- búnaðarráðherra Rússa, Alexej Gordejev í Ijós að innganga rikja í Austur-Evrópu í ESB hefði í för með sér ýmsa erfiðleika fyrir við- skipti Rússa með búvörur við þessi lönd sem þeir munu ekki sætta sig við. Með inngöngu i ESB munu margs konar reglugerðir sam- bandsins taka gildi um viðskipti með búvörur í stað reglna sem gilt hafa um viðskipti milli landa Austur-Evrópu. Þessar reglur munu hamla hefðbundn- um viðskiptum landanna á kostnað rússnesks útflutnings, sem mun dragast verulega saman eða jafnvel alveg leggj- ast niður. Landbúnaðarráðuneytið í Moskvu áætlar að tap Rússa af þessum sökum nemi 300 milljón dölum á ári. Meðal þess sem breytist er að reglugerð ESB um innflutning á korni tekur gildi en hún veitir kornviðskiptum innan sambands- ins forgang gagnvart öðrum inn- flutningi. Þá hækka tollar á innflutningi margra vöruflokka frá Rússlandi þegar löndin ganga í ESB, auk þess sem strangar kröfur í reglugerðum hindra útflutning Rússa á margs konar búfjáraf- urðum. Jafnframt fá nýju aðildar- löndin aðgang að ríkisstyrkjakerfi ESB til landbúnaðar, að vísu minni styrki f upphafi en þau sem fyrir voru, en eftir sem áður eru þeir þyrnir í augum Rússa. Matvælaiðnaður Rússa hefur komist á góðan skrið eftir fall Sov- étríkjanna, og þeir eru hreyknir yf- ir því hve þessi iðnaður þeirra hefur staðist vel ásókn niður- greidds innflutnings og styrkt stöðu sína. Ný fyrirtæki hafa víða verið stofnuð sem tekið hafa nýj- ustu tækni í þjónustu sína. Gordejev fer fram á að gerðir verði aðlögunarsamningar um viðskipti milli Rússlands og hinna nýju ríkja ESB. Að öðrum kosti neyðast Rússar til að auka inn- flutningstakmarkanir sínar þannig að þær verði eins og þær sem nú gilda um kjöt og ost. Rússland hefur sent höfuð- stöðvum ESB i Brussel óskalista I 14 liðum þar sem farið er fram á ýmsar undanþágur í viðskipt- um með búvörur, m.a. um lægri tolla og hærri kvóta fyrir kornút- flutning til ESB. Árið 2003 jókst búvörufram- leiðsla í Rússlandi um 1,7% mið- að við árið á undan. Aukning varð í flestum greinum búfjár- ræktar sem og í ræktun maís, sykurrófna og i fleiri greinum jarðyrkju. Hins vegar minnkaði kornuppskeran um tæp 23% frá árinu á undan vegna óhagstæðs veðurfars og varð 67,2 milljón tonn, þar af var hveitiuppskeran 34 milljón tonn. (Landsbygdens Folk nr. 6/2004). Freyr 1/2004 - 33 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.