Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 13

Freyr - 01.02.2004, Blaðsíða 13
haldið fram okkar vöm í fullvissu um það að fullra hollustusjónar- miða sé gætt í framleiðslunni. Is- lenskt grænmeti hefur komið mun betur út í prófunum en inn- flutt, þegar leitað er að vamar- efnum. Kartöflurœkt? Við kennum kartöflurækt í úti- matjurtanámi en við ætlum ekki að eigna okkur þá kennslu. Við teljum ekkert frá okkur tekið þó að t.d. Hvanneyri bjóði einnig upp á þetta nám. Okkar nám miðast frekar við þá framleiðendur sem hyggjast sérhæfa sig í kartöflu- rækt. Ráðunautur Bændasamtak- ann sér reyndar um að fá erlendan ráðunaut í kartöflurækt til lands- ins öðm hverju til að halda nám- skeið um kartöflurækt. A Reykjum er Garðyrkjumið- stöð til húsa. Hvernig er háttað samstarfi um hana? Arið 2000 lauk ferli, sem unnið hafði verið að lengi, um að færa saman sérfræðinga sem vinna að garðyrkju. Það ár var undirritaður samningur milli Bændasamtaka íslands, Garðyrkjuskólans og Sambands garðyrkjubænda um að koma á fót garðyrkjumiðstöð á Reykjum. I því fólst það að þeir tveir garð- yrkjuráðunautar, sem þá störfuðu hjá BÍ, fluttu aðsetur sitt í Reyki, sem og skrifstofa Sambands garð- yrkjubænda sem flutti starfsemi sína frá Selfossi. Nú er einn ráðunautur starfandi í garðyrkju á vegum BÍ, Magnús Agústsson, og með honum deila skrifstofuhúsnæði ffamkvæmda- stjóri Sambands garðyrkju- bænda, Haukur Sigurðsson, og tilraunastjóri skólans, Björn Gunnlaugsson. Garðyrkjumið- stöðin hefur svo stjóm og í henni eru framkvæmdastjóri BI, for- maður Sambands garðyrkju- bænda og svo ég. Nýr fram- kvæmdastjóri Sambands garð- yrkjubænda, Friðrik Eysteinsson, er að hefja störf. Garðyrkjumiðstöðin er sam- starfsverkefhi, er ekki lögaðili og nýtur ekki beinna ffamlaga á fjár- lögum né ffá samstarfsaðilum sín- um. Þetta fyrirkomulag styrkir hins vegar samstarf innan garð- yrkjunnar og eflir upplýsingaflæð- ið og það hefur tekist mjög vel, finnst okkur, ekki síst eftir að þró- unarfé, sem garðyrkjan fékk, kom til sögunnar þegar aðlögunar- samningurinn var gerður við ríkið árið 2002. Óhætt er að segja að Garðyrkjumiðstöðin hafi unnið mjög gott starf. Garðyrkjuskólinn hefur fengið leyfi til að starfa á háskólastigi. Hvað felst í því? Með reglugerð Iandbúnaðarráð- herra ffá árinu 2003 var nánar kveðið á um hvað átt var við með 34. grein laga um búfræðslu ffá 1999. Þar er tekið ffam að Hóla- skóli og Garðyrkjuskólinn hafi rétt til að bjóða upp á kennslu á há- skólastigi. Skólamir mega núna út- skrifa nemendur með BS-gráðu á sínum sviðum. Það sem stendur til hjá okkur er að bjóða upp á fyrsta árið í háskólanámi í deildum skól- ans og búa menn undir nám í öðr- um háskólum, innanlands eða er- lendis, t.d. á Hvanneyri eða Há- skóla Islands. Við hcfam boðið upp á háskóla- nám í samvinnu við HI frá 2001. Það var að öllu leyti undir forsjá HI og hann tók ábyrgð á innihaldi námsins samkvæmt sérstökum samningi. Reglugerðin kveður á um að Reykir og Hólar megi því aðeins bjóða upp á þetta nám að það sé viðurkennt af öðmm háskólum, þeir meta námið, samsetningu námskrár, rannsóknir og kennara- kost skólanna. Við hyggjumst endurskoða þetta nám, þannig að það henti betur fólki sem er í starfi, kenna í lotum og dreifðara þannig menn ljúki 30 eininga háksólanámi á þremur önnum, í stað tveimur sem er fullt nám. Siðan ætlum við að bjóða upp á nám í skrúðgarðyrkjutækni og skógræktartækni sem háskólanám í framhaldi af námi okkar á starfs- menntastígi. Þið eruð þá að útvikka náms- framboðið Ijóst og leynt? Já, mjög ljóst en ekkert leynt. Við ætlum að halda okkar starfs- menntanámi og bæta það, íslensk garðyrkja stendur á bak við okkur um það. Nám á háskólasviði verð- ur aukreitis og fer eftir aðsókn og áhuga á því og fjárframlögum. Hugur okkar stendur ekki til að bjóða upp á þriggja ára BS-nám innan okkar veggja, heldur 30 ein- inga nám sem menn fá metið við aðra háskóla. Það hafa verið uppi hugmyndir um tengingu Garðyrkjuskólans og Rannsóknarstöðvar Skógrœktar- ríkisins á Mógilsá. Hvernig stend- ur það mál? Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra hefur lýst því yfir opin- berlega að starfsemin á Mógilsá skuli flytja að Reykjum þannig að það verður gert. Það, sem stendur okkur fyrir þrifum, er húsakostur- inn á Reykjum sem stenst ekki kröfur tímans. Það hefur verið lögð í það mikil vinna af hálfu ráðuneytisins og okkar að koma þeim málum í réttan farveg. Við þurfum bæði nýtt hús fýrir skól- ann og nýtt húsnæði fyrir Rann- sóknarstöð Skógræktarinnar. Þetta á að vera sama húsið þannig að greiður samgangur sé þama á milli. Ég bind miklar vonir við þetta samstarf og tel að það verði skól- Freyr 1/2004 - 9 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.